Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 4
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
BÚRIÐ RÍGHELDUR ÖLLUM
– sleppur einhver heill á húfi?
Lilja Sigurðardóttir er spennusagna-
höfundur sem bregst ekki lesendum
Bergens Tidende (um Gildruna)
Heilbrigðismál Í um það bil tíu
skipti á ári þarf að flytja Akureyr-
inga af Sjúkrahúsinu á Akureyri til
legudvalar í öðrum sveitarfélögum.
Ingvar Þóroddsson, staðgengill
framkvæmdastjóra lækninga hjá
Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir
ástæðuna vera skort á legurýmum á
Akureyri. Forstöðumaður Öldrunar-
heimila Akureyrar er ósammála því
að það þurfi fleiri hjúkrunarrými.
Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á
Akureyri, varð fyrir því óláni að tví-
lærbrotna í sumar. Hann var fluttur
eftir aðgerð á öldrunarheimilið
Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum
nánustu og hefur engin tengsl við
Ólafsfjörð.
„Ég er bara hérna í geymslu og hef
verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að
komast inn á Kristnes í endurhæf-
ingu innan um aldraða sem hér búa
á Hornbrekku. Þetta er löng ferð
fyrir fjölskylduna ef hún vill kíkja í
kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir
það afar undarlegt að þurfa að vera
fluttur á milli sveitarfélaga vegna
þessa óhapps og vill fyrir alla muni
liggja á Akureyri frekar en á Ólafs-
firði.
„Það svo sem fer ágætlega um mig
hér og ekkert við starfsfólkið hér að
sakast. Það eru hins vegar bara fífl
í þessari bæjarstjórn á Akureyri
sem vilja frekar byggja rennibrautir
en að byggja upp þjónustu í heil-
brigðismálum.“
Ingvar Þóroddsson segir eina
ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir
í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé
plássleysi á Akureyri.
„Þegar einstaklingar eru í bið
eftir því að komast í endurhæfingu
og þurfa því að liggja lengi á hjúkr-
unarheimili er reynt eftir fremsta
megni að hafa þá sem næst heim-
ili sínu. Hins vegar gerist það að
sjúklingar eru fluttir annað. Það er
í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í
hjúkrunarrými en á bráðadeild þar
sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar.
„Það væri auðvitað æskilegra ef
hægt væri að setja upp fleiri legu-
rými á Akureyri fyrir þennan hóp.“
Halldór Guðmundsson, for-
stöðumaður Öldrunarheimila
Akureyrar, segir ekki skort á dvalar-
rýmum. „Í raun gæti það verið að
það séu of mörg hjúkrunarrými.
Við þurfum heilsteypta samfellu í
þjónustu fyrir þennan hóp frekar
en aukna steinsteypu. Til að mynda
er alltaf hópur sem á einhverjum
tímapunkti þurfti á dvalarrými að
halda en þarf það ekki í dag,“ segir
Halldór.
Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki
stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í
desembermánuði. Endurhæfing
hans mun fara fram á Kristnesi í
Eyjafirði og því er nokkur tími þar
til Einar kemst til síns heima á Akur-
eyri. sveinn@frettabladid.is
Tvílærbrotinn fluttur til legu á
elliheimili fjarri fjölskyldunni
Tvílærbrotinn karlmaður var fluttur frá Akureyri til Ólafsfjarðar til legu á elliheimili eftir aðgerð sem hann
þurfti að undirgangast. Ekki er aðstaða fyrir hann að liggja á Akureyri þar sem er bæði sjúkrahús og öldrun-
arheimili. Maðurinn hefur engin tengsl við Ólafsfjörð og segist upplifa að hann hafi verið settur í geymslu.
Staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir skort á legurýmum þar. FréttAblAðið/pjetur
Halldór S.
Guðmundsson.
forstöðumaður
Öldrunarheimila
Akureyrar
stjórnmál Sjávarútvegsfyrirtæki
eru stærstu styrkveitendur stjórn-
málaflokkanna í fyrra samkvæmt
ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjáv-
arútvegsfyrirtæki sem veittu flokk-
unum 400 þúsund króna hámarks-
framlag styrktu fimm af sjö flokkum
á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega
40 prósent af heildarhámarksfram-
lögum flokkanna fimm. Brim hf., HB
Grandi og Samskip voru einu fyrir-
tækin sem styrktu alla þessa flokka
með hámarksframlögum. Björt fram-
tíð þáði engin framlög frá fyrirtækj-
um og engin útgerðarfélög styrktu
Pírata sem þáðu engin framlög frá
fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur.
Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðis-
flokkinn um hámarksfjárhæð, alls
10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávar-
útvegsfyrirtæki sem veittu flokkn-
um 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn
19,1 milljón frá lögaðilum og rúma
41 milljón frá einstaklingum í fyrra.
Tuttugu fyrirtæki styrktu Fram-
sókn með hámarksframlögum, alls 8
milljónir en þar af voru 11 útgerðar-
félög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk
flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðil-
um og 11 milljónir frá einstaklingum.
VG þáðu átta hámarksframlög
frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir.
Þar af helmingur frá sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn
6,7 milljónir frá lögaðilum og 12
milljónir frá einstaklingum.
Tíu fyrirtæki styrktu Sam-
fylkingu um 400 þúsund
krónur, alls fjórar millj-
ónir, þar af fjögur útgerðar-
félög um alls 1,6 milljónir.
Flokkurinn fékk 7,4 millj-
ónir frá lögaðilum en 13
milljónir frá einstakling-
um.
Viðreisn, sem birti árs-
reikning sinn fyrr í haust,
þáði hámarksframlög frá
þremur útgerðarfyrir-
tækjum, alls 1,2 milljónir.
Alls styrktu tuttugu
fyrirtæki flokkinn
með hámarksfram-
lagi á stofnárinu.
Framlög frá lögað-
ilum námu 16,4
milljónum en einstaklingum tíu
milljónum.
Framsókn skilaði 26 milljóna
króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðis-
flokkur skilaði 6 milljóna hagnaði.
Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði.
VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi
samanborið við 22,8 milljóna króna
hagnað árið 2015. Björt framtíð skil-
aði rúmlega 10 milljóna króna tapi
líkt og Viðreisn.
Tap Samfylkingar var tæplega 34
milljónir króna í fyrra en árið 2015
hafði hagnaður verið 21 milljón.
– smj
Útgerðarfyrirtækin dældu peningum í stjórnmálaflokkana
Flokkarnir sem þessi hópur fólks leiddi í þing-
björt framtíð þáði
engin framlög frá
fyrirtækjum.
DAnmÖrK Sért þú danskur hesta-
eigandi og viljir að fákur þinn verði
æti fyrir ljón þar í landi þá gætir þú
þurft að bíða í allt að hálft ár eftir
því að láta það gerast.
Í fréttum danskra fjölmiðla segir
að hingað til hafi tíðkast að fá
endurvinnslufyrirtæki til að hirða
hræ dýranna eftir aflífun. Það kostar
hins vegar allt að 3.700 krónur
danskar eða tæpar 62 þúsund krón-
ur íslenskar á gengi dagsins í dag.
Það að gefa dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn hræin kostar aftur á
móti ekki eyri. Þar er kjötið brúkað
sem æti fyrir ljónin sem þar lifa.
Lausnin er svo vinsæl að offramboð
er á kjöti handa ljónunum. Biðlisti
hefur því verið settur upp þar sem
hrossaeigendur geta skráð dauð-
vona dýr sín. – jóe
Bið eftir að gefa
ljónum að éta
stjórnsÝslA Kaupverð Geysis ætti
að liggja fyrir innan fárra vikna.
Málið hefur verið lagt í dóm mats-
manna.
Ríkið keypti Geysi í fyrra en kaup-
verð lá ekki fyrir. Þriggja manna
nefnd var komið á fót sem skyldi
ákveða ásættanlegt verð. Sú nefnd
hefur nú fengið öll gögn í hendurnar
og er áætlað að hún skili niðurstöðu
ekki miklu síðar en innan fjögurra
vikna.
„Það var málflutningur í síðustu
viku þar sem landeigendur og ríkið
fengu að koma sínum sjónarmiðum
að,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lög-
maður Landeigendafélagsins. Að
auki voru sérfræðingar fengnir til
að koma sjónarmiðum að.
Uni annaðhvort ríkið eða land-
eigendur ekki niðurstöðunni er
hægt að vísa málinu til fimm manna
gerðardóms. Niðurstaða hans verð-
ur endanleg. – jóe
Verðmiði Geysis
er væntanlegur
2 4 . o K t ó b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
2
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
A
-A
A
D
8
1
E
0
A
-A
9
9
C
1
E
0
A
-A
8
6
0
1
E
0
A
-A
7
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K