Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 39
Bubbi Morthens tekur gamalt og gott á Dillon í kvöld. FréttaBlaðið/anton Brink Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi hatursglæpa og mannfræðingur, Jóhann Björnsson heimspekingur og Unnur Dís Skaptadóttir mann- fræðingur. Hvað? Útgáfuboð – Allt kann sá er bíða kann Hvenær? 17.00 Hvar? Norræna húsið Í kvöld verður fagnað útkomu bókar Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaút- gefanda, Allt kann sá er bíða kann. Við viljum bjóða ykkur að vera með okkur í Norræna húsinu þann dag, þiggja léttar veitingar og kynnast þessari athyglisverðu bók. Tónlist Hvað? Kvartett Þórdísar Gerðar á Kexi Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Í kvöld kemur fram kvartett selló- leikarans Þórdísar Gerðar Jóns- dóttur. Auk hennar skipa hljóm- sveitina þeir Andri Ólafsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á slagverk og Steingrímur Teague á píanó. Hvað? Bubbi Hvenær? 19.00 Hvar? Dillon, Laugavegi Bubbi spilar á Dillon. Síðast spilaði hann lög af nýjum diski, nú er komið að gömlu lögunum. Miða- verð er 3.500 kr. og með hverjum miða fylgir drykkur á barnum. Hvað? DJ Harry Knuckles Hvenær? 22.00 Hvar? Prikið, Bankastræti Haraldur Kjúka sér um tónlistina á Prikinu þetta kvöldið. Það hlýtur bara að vera í góðu lagi. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA HRÍFANDI SAGA Bók um konu á krossgötum, glötuð tækifæri og drauma sem enn geta ræst „Ofsalega fallega skrifað ... svo mikil hlýja og væntumþykja ...“ FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR / KILJAN (um Bjarna-Dísu) „Hrífandi falleg bók ... alveg magnað verk.“ HRAFN JÖKULSSON / KILJAN (um Ljósu) Tónlistarkonan María Magnús- dóttir var að gefa út plötuna Sink- ing Island undir listamannsnafninu MIMRA. „Að opna sig persónulega er auðvitað skrítin tilfinning og verður raunverulegri þegar lögin líta loksins dagsins ljós í hljóðriti og maður fer að tala um tilurð þeirra,“ segir María um lög plötunnar sem eru innblásin af lífi og tilveru Maríu seinustu ár. Ást og ástarsorg kemur þar við sögu en María gekk til að mynda í gegnum skilnað ekki alls fyrir löngu og flutti á nýjan og ókunnan stað. „Ég held að sem textahöfundur leiti maður alltaf að einhverju leyti í eigið líf, svo það er ekkert undarlegt að líf manns og hjartasár blæði inn í ljóð og texta. Mér finnst stundum auðveldara að skapa upp úr erfiðum tilfinning- um. Sköpunarkrafturinn fær extra innspýtingu í sorg. Mörg lögin á plötunni spretta upp úr sambands- slitum, önnur lög eru upprunnin annars staðar, úr öðrum tilfinning- um. Það er bara svo ótrúlega gott að geta samið um það sem veitir manni innblástur hverju sinni.“ María er höfundur allra laga og texta ásamt því sem hún sá um upptökustjórn, hljóðhönnun og hljóðblöndun. Platan var masters- verkefni hennar í tónsmíðum og hljóðhönnun frá Goldsmiths Uni- versity of London. Um hljómjöfnun sá Bjarni Bragi Kjartansson og Sig- ríður Hulda Sigurðardóttir hannaði umslagið. María er himinlifandi með afraksturinn nú þegar platan hefur litið dagsins ljós. „Ég er óendanlega stolt af plötunni og lögunum. Þrátt fyrir að vera mjög breið, tónlistar- lega séð, rennur hún vel í gegn og ég hef nostrað við hvert smáatriði. Ég vona að það heyrist skýrt og greini- lega og fái fólk til að vilja hlusta aftur og aftur.“ – gha Sköpunarkrafturinn fær innspýtingu í sorg María heldur útgáfutónleika 8. nóv- ember. FréttaBlaðið/Ernir Mér finnst stund- uM auðveldara að skapa upp úr erfiðuM tilfinninguM. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 23Þ R i ð J U D A g U R 2 4 . o k T ó B e R 2 0 1 7 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -A 5 E 8 1 E 0 A -A 4 A C 1 E 0 A -A 3 7 0 1 E 0 A -A 2 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.