Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 14
Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skatt- leggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 millj- óna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skatta- álögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagn- aðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðis- menn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugð- ust hækka virðisaukaskatt í ferða- þjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skatta- hækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarks- upphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skatta- álögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópur- inn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjár- magnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlaga- frumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Skattagrýla gamla á stjái Forystufólk síðustu ríkistjórn-ar taldi allt frábært hér og vís-aði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækk- ana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálf- stæðisflokksins fyrir tvennar síð- ustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunar- sjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun. 1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-saman- tekt 2013 minnst allra aðildar- ríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti. 2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009. 3. Á árinu 2015 hækkuðu lág- markslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3% . 4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skil- yrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði. 5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breyting- ar á greiðslu TR náð fram hækk- un, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Ein- hleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af ! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur! 6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarks- laun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur! 7. 1. janúar 2018 eiga þessar lág- marksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráð- herra boðuðu í óafgreiddu fjár- málafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skatt- inn! 8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþing- ismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði! 9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum. 10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þús- und á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórn- málaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mis- munun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum. Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi. Staðreyndir um mismunun 2017 Ari Trausti Guð- mundsson í 1. sæti á lista VG í Suðurkjör- dæmi VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lág- marksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skatta- álögum. Halldór Gunnarsson oddviti í fram- boði Flokks fólksins í NA- kjördæmi. 2017 OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Örugg langtímaleiga al.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig stuðlum við að faglegum og traustum leigumarkaði. 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -A 0 F 8 1 E 0 A -9 F B C 1 E 0 A -9 E 8 0 1 E 0 A -9 D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.