Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Störfin eru manneskju- legri en áður, og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélags- ins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja stað- reynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki fram- tíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa til- raun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Ný stjórnmál Helgi Hrafn Gunnarsson í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður 2017 Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist. Gámahús/vinnubúðagám Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að kaupa eða leigja gámahús/vinnubúðagám með salernis- og baðaðstöðu, eldhúsi og öðrum nauðsynlegum útbúnaði sem slíkur búnaður þarf að uppfylla reglur um aðbúnað og hollustuhætti. Vinsamlegast skilið inn verði og lýsingu á gámahúsi/ vinnubúðum á netfangið dora@akureyri.is Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Ívar Ívarsson í gegnum netfangið steindor@akureyri.is Akureyrarbær, Geislagötu 9, 600 Akureyri, sími 460-1000 Starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráð-herra hefur skipað starfshóp til að endur-skoða regluverk um leigubifreiðaakstur. Hópurinn á að skila rökstuddum tillögum til ráðherra um miðjan janúar á næsta ári.Markmið verkefnisins er að leigubif- reiðaakstur hér á landi stuðli að góðri þjónustu og hagkvæmni, svo og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hefur leigubílalöggjöfin verið endurskoðuð og færð í frjálsræðisátt. Hins vegar hefur löggjöfin hér landi og í Noregi lengi verið óbreytt en hún er um margt svipuð í báðum ríkjum. Sjálfur hefur ráðherrann lýst því, að opna þurfi þetta kerfi meira en verið hefur og nauðsynlegt sé að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum. Það er vel, enda hefur starfshópnum sérstaklega verið falið að skoða hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er, hvaða breyt- ingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hags- muni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Formaður Frama, félags leigubílstjóra hefur látið hafa eftir sér þegar þessi mál hefur borið á góma, að engin þörf sé á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgöngu- ráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber eða sambærilegri þjón- ustu, heldur einnig ökumannslausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hefur umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sérstakrar ríkis- verndar, eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkost- lega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram batna lífsgæðin. Störfin eru manneskjulegri en áður, og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissulega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins. Opnara kerfi Björt Undanfarnar vikur hefur Björt framtíð róið lífróður í þeirri von að halda mönnum inni á Alþingi. Hingað til virðist sá róður litlu hafa skilað en í nýjustu skoðana- könnunum mælist flokkurinn álíka sterkur og maltöl. Þrír af sex oddvitum flokksins eru þing- menn og þar af tveir ráðherrar. Frá sjónarhóli áhorfandans virðist sem langmest mæði á Björt Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Svo lítið fer fyrir öðrum frambjóðendum að einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort stutt sé þar til nafn flokks- ins verður einfaldlega Björt. Samráðherrar Bjartar úr Viðreisn geta í það minnsta vottað fyrir að ímyndarbreytingar korteri fyrir kosningar geta skilað sér. Umbylting samfélagsins Í þessum dálki í gær var rætt um undarlegt tíst Sjálfstæðis- flokksins þar sem því var haldið fram að Ísland væri örugg- asta þjóð í heimi. Já, þjóð. Svo var spurt hvort þörf væri á að umbylta þjóðfélaginu. Kallað var eftir útskýringum á tístinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður flokksins, svaraði kallinu og sagði að Ísland mældist ítrekað með lægstu glæpatíðni sem þekkist og væri friðsælasta þjóð heims. Svarið kallar á frekari útskýringar. Hefur einhver flokkur kallað eftir því að hér þurfi að auka brotastarfsemi? joli@365.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -9 2 2 8 1 E 0 A -9 0 E C 1 E 0 A -8 F B 0 1 E 0 A -8 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.