Fréttablaðið - 24.10.2017, Page 6

Fréttablaðið - 24.10.2017, Page 6
GLERAUGU MEÐ GLAMPAVÖRN Bluestop gleraugu veita vörn gegn skaðlegum blágeislum sem símar, spjaldtölvur og flúorljós gefa frá sér. Bluestop verndar augun, vinnur gegn augnþreytu og virkar sem forvörn gegn hrörnun í augnbotnum og skýi á augasteini. Þú færð Bluestop gleraugu í Augastað. BLUE STOP Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tengibox og kaplar Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Kapalkefli 10m H05vv-F3G1,5mm 2.990 Rafmagnssnúra 25m H05vv F3G1,5 3.990 Einnig 15m kr. 2.390 10 mtr kr. 1.890 25mtr IP44 H07RN F3G1,5 kr. 7.790 Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.690 Kapalkefli 50mtr H05vv-F 3G1,5mm 8.290 25mtr H05vv-F 3G1,5mm 5.490 15mtr H05vv F3G1,5mm 3.690 Rafmagnskefli Pro 25m H07RN-F 3G1,5mm 6.990 Tengibox 1x32A- 1 x 16-4x230v 19.990 Tengibox 1x32A- 2x16-4x230 v 26.990 IP44 Tengibox með útsláttarrofum. 2 x 16amp 3 fasa, 2 x 32 amp 3 fasa 4 x 230V 16 amp 26.990 Samgöngur „Þetta þýðir aukið óör- yggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaf- lega var gert ráð fyrir því að við- gerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn. Fyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undir- verktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerð- arinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gír- inn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af sam- göngur við Vestmannaeyjar. Þann- ig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Nor- egi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu Eyjamenn óöruggir eftir fréttir af Herjólfi Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum vill ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja. Herj- ólfur getur ekki siglt af fullum krafti í vetur og viðgerð tefst fram yfir áramót. Varahlutum í skipið seinkar. Bæjarstjórinn segir samgöngur til Eyja ótryggar. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor. Herjólfur sést hér í höfn í Vestmannaeyjum. Skipið getur ekki siglt á fullum krafti þessa dagana. Fréttablaðið/SteFán elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/eyþór á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleys- ingaskipið.   Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðár- krók og flugfélagið Erni um tilrauna- flug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmanna- eyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráð- herra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknar áætlun um eflingu atvinnu- lífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. jonhakon@frettabladid.is   StjórnSýSla Forsætisnefnd borg- arstjórnar fundaði í gærmorgun um kjörgengi Kristínar Soffíu Jóns- dóttur, borgarfulltrúa Samfylking- arinnar. Engin ákvörðun var tekin á fundinum og er búist við því að fundað verði aftur um málið eftir alþingiskosningarnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur vafi á því hvort Kristín Soffía er kjörgeng sem borgarfull- trúi eftir að hún sneri aftur til starfa í borgarstjórn, eftir rúmlega árs leyfi. Ástæðan er sú að á meðan hún var í leyfinu flutti hún lögheimili sitt til Danmerkur, án þess að bera það undir borgarstjórn áður. Í 37. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Reykjavíkurborgar segir að þegar borgarfulltrúi flytur úr sveitarfélag- inu um stundarsakir „má borgar- stjórn ákveða, að hans ósk, að hann skuli víkja úr borgarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í Reykja- vík. Slík ákvörðun skal tekin áður en borgarfulltrúi flytur um stundar- sakir.“ „Það kemur til greina að leita út fyrir hús að áliti frá lögfræðingi,“ segir Líf Magneudóttir, spurð um það hvernig hægt sé að fá niður- stöðu í málið. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum úrskurðar borgarstjórn um kjör- gengið. Þeim úrskurði má skjóta til innanríkisráðuneytisins og niður- stöðu innanríkisráðuneytisins má svo skjóta til dómstóla. – jhh Mál borgarfulltrúa bíður fram yfir kosningar líf Magneudóttir segir koma til greina að leita út fyrir hús að áliti lögfræðings. 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð j u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -B E 9 8 1 E 0 A -B D 5 C 1 E 0 A -B C 2 0 1 E 0 A -B A E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.