Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 16
fótbolti Stelpurnar okkar spila
sinn þriðja leik í undankeppni HM
2019 í dag er þær mæta Tékkum
ytra. Íslenska liðið er búið að vinna
fyrstu tvo leiki sína í undankeppn-
inni. Þær byrjuðu á 8-0 sigri á Færey-
ingum áður en liðið lagði Þýskaland
2-3 ytra fyrir helgi. Það var stærsti
sigur í sögu landsliðsins enda að
leggja eitt besta lið heims á útivelli.
„Síðustu dagar hafa verið nokkuð
góðir. Við fórum ekki til Tékklands
fyrr en seinni part laugardags eða
degi eftir Þýskalandsleikinn. Leik-
menn fengu að sofa út áður en það
var byrjað að æfa á ný. Svo hefur
þetta snúist um meðferðir og að ná
í orku. Svo þurfti að stilla hausinn,
horfa fram á veginn og dást ekki of
mikið að því sem gerðist á föstu-
daginn,“ segir Freyr Alexandersson
landsliðsþjálfari en telur hann að
sitt lið sé komið niður á jörðina eftir
sigurinn frábæra gegn Þjóðverjum?
Stelpurnar eru á góðum stað
„Mér finnst þær vera á góðum stað.
Ég ræddi opinskátt um það við
þær að við þyrftum að sýna ansi
góða hlið á okkur að þessu sinni og
ýta þessu til hliðar svo við gætum
undir búið okkur vel fyrir Tékk-
landsleikinn. Það yrði svekkjandi
að tapa honum miðað við frammi-
stöðuna á föstudaginn. Það var lítið
um fagnaðarlæti eftir Þýskalands-
leikinn. Bara rétt eftir leik og svo
bara áfram gakk eins menn segja.“
Freyr er með mjög sterkan mann-
skap í höndunum. Það eru engin
meiðsli í hópnum eftir Þýskalands-
leikinn en gerir hann ráð fyrir að
breyta liðinu sínu mikið?
„Ég var með allt opið áður en
við lögðum af stað. Þetta snýst um
líkamlega stöðu á leikmönnum og
staðan degi fyrir leik er að allir eru
ferskir. Ég læt samt aðeins reyna á
það á síðustu æfingu fyrir leik. Ég
tek ákvörðun eftir það,“ segir Freyr.
Tékkarnir vel spilandi
Tékkneska liðið er mjög öflugt. Er
með sex stig eins og Ísland en hefur
leikið einum leik meira. Tékkar
unnu Færeyjar 8-0, eins og Ísland,
og skelltu Slóveníu, 4-0. Þær töpuðu
aftur á móti 0-1 fyrir Þjóðverjum.
„Þær eru mjög vel spilandi. Þetta
er lið sem vill hafa boltann og uppi-
Þurfum hugrekki og auðmýkt
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, býst við mjög erfiðum leik gegn Tékkum ytra. Hann segir
að sitt lið sé komið niður á jörðina eftir sigurinn stórkostlega gegn Þjóðverjum fyrir helgi.
Í dag
18.40 Swansea - Man. Utd Sport
18.40 Arsenal - Norwich Sport
ronALdo Er BESTur Í HEiMi
Alþjóðaknattspyrnusambandið
verðlaunaði Portúgalann Cristiano
ronaldo sem besta leikmann
heims í gærkvöld. ronaldo varð
Evrópu- og Spánarmeistari með
félagsliði sínu, real Madrid, á
árinu, jafnframt því að hann fór
fyrir portúgalska landsliðinu sem
tryggði sér þátttökurétt í loka-
keppni HM í rússlandi.
Hin hollenska Lieke Martens var
valin best í kvennaflokki, Zinedine
Zidane var útnefndur besti þjálfari
karlaliðs og Sarina Wiegman besti
þjálfari kvennaliðs. Þá þótti olivier
Giroud skora besta mark ársins.
Aron TiL BArCELonA
Barcelona tilkynnti í gær að Aron
Pálmarsson væri loksins orðinn
leikmaður félagsins. Spænska
félagið kaupir hann frá ungverska
liðinu Veszprém.
Aron skrifaði undir samning við
Barcelona til ársins 2021.
Íslenski landsliðsmaðurinn
hefur ekki spilað neinn handbolta
í vetur enda fór hann frá Veszprém
fyrir leiktíðina þó svo hann væri
samningsbundinn liðinu. ung-
verska liðið var til í að fara í hart
gegn Aroni og hann hefði getað
fengið allt að tveggja ára bann fyrir
hegðun sína að því er Veszprém
segir.
Eftir að Aron bað félagið
afsökunar og viðurkenndi að hafa
gert mistök gátu viðræður á milli
Barcelona og Veszprém farið á
fullt.
Veszprém sagði jafnframt í til-
kynningu í gær að
Aron hefði farið
á mun hærri upp-
hæð en talað var
um í fjölmiðlum.
Fjölmiðlar
höfðu talað um
að Aron kostaði
tæpar 90 milljónir
króna.
22. október 2015 í Makedóníu
4-0 sigur
Mörkin: Margrét Lára
Viðarsdóttir 2, Glódís
Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteins-
dóttir.
26. október 2015 í Slóveníu
6-0 sigur
Mörkin: Dagný Brynjars-
dóttir 2, Harpa Þorsteins-
dóttir 2, Margrét Lára, Sandra María
Jessen.
12. apríl 2016 í Hvíta-
Rússlandi
5-0 sigur
Mörkin: Harpa 3, Margrét Lára,
Dagný.
3. júní 2016 í Skot-
landi
4-0 sigur
Mörkin: Hallbera Guðný Gísladóttir,
Harpa, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir,
Margrét Lára.
20. október 2017 í Þýskalandi
3-2 sigur
Mörkin: Dagný Brynj-
arsdóttir 2, Elín Metta
Jensen 1
Samtals
5 sigrar i 5 leikjum
Markatalan: +20
(22-2)
Stelpurnar okkar hafa ekki tapað á útivelli í undankeppni í 42 mánuði.
staðan í liðinu er úr tveimur bestu
liðum Tékklands. Það má ekki gefa
þeim óþarflega mikinn tíma á bolt-
anum. Svo eru þær mjög kröftugar
í pressu og við verðum að passa vel
upp á boltann. Við megum ekki
fá þær hratt á okkur og þær eru
með frábæra framherja sem þurfa
ekki mörg færi til þess að refsa. Það
eru samt líka veikleikar sem við
ætlum að nýta okkur,“ segir Freyr og
bætir við að uppleggið verði svipað
hjá hans liði og í Þýskalandi. Enda
gaf það góða raun. En hver verður
lykillinn að sigri hjá íslenska liðinu
í þessum leik?
Tékkar ekki með síðra lið
„Það er hugrekki og auðmýkt í garð
Tékkanna. Fólk hélt að Tékkar væru
lakari en við en þetta er lið sem er
ekkert síðra en við. Því þarf hug-
rekkið að vera til staðar sem og
krafturinn og áræðið sem býr í lið-
inu. Án þessara eiginleika erum við
bara miðlungslið.“
Þetta verður þriðja rimma
þjóðanna en hinir tveir leikirnir
fóru fram árið 2007. Þá unnu Tékkar
báða leikina.
„Það er tækifæri fyrir okkur að
snúa því við. Við stefnum auðvitað
á sigur hérna. Ef við fáum sex stig úr
þessu ferðalagi þá erum við að gera
mjög vel í þessum mánuði.“
henry@frettabladid.is
4-0
6-0
5-0
5-0
3-2
+20
Einbeitt. Freyr og Sif Atladóttir eru hér í leiknum gegn Þýskalandi þar sem Ísland vann magnaðan sigur. FRéTTABLAðið/AFP
Bestur í doppóttu. FRéTTABLAðið/GETTY
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U D A G U r16 S p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð
sport
2
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
A
-B
4
B
8
1
E
0
A
-B
3
7
C
1
E
0
A
-B
2
4
0
1
E
0
A
-B
1
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K