Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 24
Ég er líka fitu­ aktívisti sem þýðir að ég berst fyrir rétti feitra einstaklinga til að njóta mannvirðingar til jafns við ekki­feita. Cat Pausé Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Cat Pausé gaf sér tíma til að skoða Gullfoss í heimsókn sinni til Íslands þar sem hún stjórnaði vinnustofu á Jafnréttis- dögum um fitufordóma og samfélagsleg áhrif þeirra. mynd/úr einkasafni Fituaktívistar benda enn fremur á skaðleg áhrif fitufordóma og samfélagsþrýstings á heilbrigði en beint samhengi er á milli streitu og kvíða og hjarta- og æðasjúkdóma svo dæmi séu tekin, grannvaxið íþróttafólk er ekki síður líklegt til að þróa með sér stoðkerfissjúkdóma en feitt fólk og þannig mætti lengi setja viðteknar skoðanir á feitu fólki og heilsufari þess í annað samhengi og skoða út frá öðru sjónarhorni. Cat Pausé er leiðandi í rannsóknum á fitufordómum á Nýja-Sjálandi. Hún var stödd hér á landi á dög- unum og stóð fyrir vinnustofu á vegum Samtaka um líkamsvirðingu og kynjafræðideildar HÍ um líkams- virðingu og fitufordóma. „Ég er prófessor í fitufræðum við Massey-háskólann á Nýja-Sjálandi og eins og stendur gistiprófessor við Ludwig-Maximilian-háskólann í München í Þýskalandi. Ég er líka fituaktívisti sem þýðir að ég berst fyrir rétti feitra einstaklinga til að njóta mannvirðingar til jafns við ekki-feita,“ segir Cat og bætir við að rannsóknir hennar snúist um rannsóknir á áhrifum fitufordóma á heilsu og vellíðan feits fólks. „Eða einfaldlega: hvernig er að búa í heimi sem hatar þig? Með fólki sem ræðir innkaupakörfuna þína í búðinni? Sem hrópar fúkyrði að þér úr bílum þegar þú gengur yfir götu? Hvernig tilfinning er það þegar stjórnvöld kalla líkama þinn byrði á samfélaginu og opinberar eins konar útrýmingarstefnu gegn fólki eins og þér?“ Hún segir að því miður hafi flestar fiturannsóknir útilokað sjónar- mið þeirra feitu sjálfra. „Í staðinn hafa ófeitir rannsakendur búið til hugtakið offitu sem vandamál sem þarf að leysa, eða sjúkdóm sem þarf að lækna. Fiturannsóknirnar sem við stundum beinast hins vegar að ástandinu að vera feit eða feitur og röddum, líðan og upplifunum feits fólks.“ Hún segir að feitir líkamar séu almennt álitnir stjórnlausir og kostnaðarsamir fyrir samfélagið og feitt fólk álitið óábyrgir borgarar. Ýmsir setja þó spurningarmerki við þessar ályktanir og það sem margir halda að séu viðteknar stað- reyndir um fitu sem gefa leyfi fyrir ákveðinni orðræðu um feitt fólk og vilja frekar vinna gegn fordómum í þeim tilgangi að tryggja mannrétt- indi þeirra sem falla utan BMI- staðalsins. Cat Pausé bendir enda á að fitufordómar séu hættulegir fólki af öllum stærðum, ekki bara þeim sem eru feitir samkvæmt BMI- staðlinum. „Börn allt niður í þriggja ára aldur vita að það er slæmt að vera feitur og segja rannsakendum að þeir vilji ekki vera vinir feitra krakka. Unglingar þróa með sér átraskanir og óheilbrigð viðhorf til matar í samhengi við fitufordóma og hræðsluna við að verða feit. Fullorðnar konur vilja frekar missa tíu ár af ævi sinni en að þyngjast um tíu kíló og læknar eru ólíklegri til að ráðleggja ófeitum sjúklingum um mataræði og hreyfingu því þeir draga þá skökku ályktun að þeir sem eru grannir hljóti að ástunda „heilbrigt“ líferni.“ Hún segir það algengan misskilning að stærð líkama einhvers sé vísbending um heilsuhegðun viðkomandi, lífsstíl eða heilsufar almennt. „Fólk virðist jafnvel telja að það sé samhengi milli þeirrar mannvirðingar sem fólk á skilið að njóta og heilsufars þess og holdafars, að af því að við höldum að feitt fólk sé óheilbrigð- ara en grannt þá eigi feitt fólk skilið slæma framkomu, dónaskap og mis- rétti. En feitt fólk skuldar þér ekki neitt. Ekki heilsu sína, ekki ástæður, ekki afsökunarbeiðni. Og alls ekki einhverja staðlaða fagurfræði eða kynferðislega örvun.“ fitufordómar skaða alla Rannsóknir sýna að feitt fólk getur verið jafnheilbrigt ef ekki heilbrigðara en grannt fólk. Þó telja margir það viðtekin sannindi að feitt fólk sé óheilbrigt og ógni jafnvel samfélaginu með tilvist sinni. Cat Pausé, prófessor í fitufræðum, hélt vinnustofu á vegum Samtaka um líkamsvirðingu. Í upphafi síðasta vetrar setti VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður á fót nýtt þróunarverkefni. Tilgangur þess er að efla samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir um allt land með það að markmiði að tryggja einstaklingum í starfsendurhæfingu farsæla endurkomu til vinnu. Helsta hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangurs- ríkri starfsendurhæfingarþjónustu og er því þróunarverkefnið rökrétt framhald segir Líney Árnadóttir, atvinnulífstengill hjá VIRK. „Verk- efnið gengur út á að brúa bilið milli starfsendurhæfingar og vinnumark- aðar. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að auðvelda fólki sem er að ljúka starfsendurhæfingu að finna starf við hæfi. Hins vegar snýst það um að gefa fyrirtækjum kost á að finna hæfan einstakling til starfa og fá um leið fræðslu og stuðning sem miðar að því að tryggja farsæla endurkomu til vinnu. Við veitum því bæði einstaklingum og vinnu- stöðum sérstakan stuðning til að sem bestur árangur náist.“ Til þess að ná þessum mark- miðum hafa atvinnulífstenglar VIRK heimsótt fyrirtæki og stofn- anir til að leita eftir samstarfi að sögn Magnúsar Smára Snorrasonar, atvinnulífstengils hjá VIRK. „Fyrir- tækin undirrita samstarfsyfirlýsingu þar sem tilgreindir eru sérstakir tengiliðir hjá fyrirtækinu og VIRK. Þetta auðveldar öll samskipti þegar atvinnulífstengill VIRK telur sig vera með einstakling sem geti hentað í starf hjá viðkomandi fyrirtæki og svo öfugt. Mikil áhersla er lögð á að miðla réttum einstaklingi á réttan stað.“ fengið góðar viðtökur Þeir einstaklingar sem eru í starfs- endurhæfingu hjá Virk og eru tilbúnir að mati sérfræðinga til að reyna endurkomu til vinnu njóta þessarar nýju þjónustu segja þau. „Þetta eru einstaklingar með fjöl- breytta menntun og starfsreynslu. Við mælum almennt með því að byrjað sé í hlutastarfi fyrstu 4-6 vikurnar og virknin sé aukin jafnt og þétt á þeim tíma þar til því starfs- hlutfalli er náð sem stefnt er að, eins konar stigvaxandi endurkoma til vinnu. En margir munu líka ráða við fullt starf eftir einhvern tíma,“ bæta þau við. Þau segjast hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá fyrirtækjum og eru þakklát fyrir þau góðu viðbrögð. „Það er greinilega mikill velvilji hjá fyrirtækjunum og ljóst að þau vilja axla samfélagslega ábyrgð. Nú þegar hafa um 80 fyrirtæki undirritað samstarfsyfirlýsingu en í raun erum við í sambandi við yfir 300 fyrir- tæki. Hingað til að hafa ráðningar lukkast vel og hafa bæði fyrirtækin atvinnutenging hjá Virk magnús smári snorrason og Líney Árnadóttir eru atvinnulífstenglar hjá Virk. mynd/ernir VIRK – Starfs­ endurhæfingar­ sjóður setti á fót nýtt þróunar­ verkefni síðasta vetur sem hefur þann tilgang að efla samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir. og nýju starfsmennirnir verið mjög ánægð.“ Sú þjónusta sem VIRK veitir er víðtæk. „Við bjóðum einstaklingum aðstoð við atvinnuleit og starfsval en margir í þessum sporum standa frammi fyrir því að þurfa að skipta um starfsvettvang. Einnig veitum við stuðning eftir þörfum þegar viðkomandi hefur hafið störf, t.d. með aðkomu að skipulagi, mati á vinnuaðstöðu og úrlausn hindrana.“ Ýmiss konar ágóði Fyrirtækjum er á móti boðin aðstoð við að finna hæfan einstakling sem fellur að þeirra þörfum ásamt ráðgjöf um farsæla endurkomu til vinnu og aðlögun á vinnustað þegar við á. „Ágóði fyrirtækja liggur ekki einungis í verðmætum starfsmanni heldur líka í þekkingu á leiðum til að styðja fólk til starfa á ný eftir veikindi eða slys.“ Ýmsu er þó hægt að breyta til að auðvelda fólki með skerta starfs- getu endurkomu til vinnu. „Þrátt fyrir frábærar viðtökur er mikilvægt að vinnumarkaðurinn og fyrir- tækin hugi betur að möguleikum á sveigjanlegri vinnutíma og mismun- andi starfshlutfalli ásamt vönduðum leiðum til að taka við fólki eftir veik- indi eða slys. Þannig geta þau mætt mismunandi þörfum einstaklinga. Það er nefnilega allra ávinningur að gera fólki kleift að nýta krafta sína og vera virkir einstaklingar á vinnumarkaði en þar verður hlut- verk fyrirtækjanna seint ofmetið. Við erum því afar þakklát þeim sem hafa tekið þátt í þessu verkefni með okkur og vitum að þeim á eftir að fjölga svo um munar.“ 4 kynninGarBLaÐ 2 4 . o k tó B e r 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RBetra LÍf 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -9 C 0 8 1 E 0 A -9 A C C 1 E 0 A -9 9 9 0 1 E 0 A -9 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.