Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 2
Samfélag Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjör­ búðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mis­ tök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lög­ reglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri mat­ vöru á borð við óáfengar drykkjar­ vörur og osta í verslun sinni. Blaða­ maður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfir­ lögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við lands­ lög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum. sveinn@frettabladid.is Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar Veður Norðaustanstrekkingur norðvestan til í dag, en annars hægari austlæg átt. Dálítil rigning á norðan- og austanverðu landinu, en lengst af bjartviðri á Vesturlandi. Sjá Síðu 20 Teiknað eftir Ásmundi Haustfrí var í mörgum grunnskólum borgarinnar í gær. Af því tilefni bauðst skólabörnum meðal annars að líta við á Ásmundarsafni á örnámskeið í teikningu en þar voru styttur Ásmundar Sveinssonar fyrirmyndin. Þau Þórdís Eva og Gunnar Darri voru meðal þeirra sem mættu í safnið og fengu innblástur úr verkum myndhöggvarans. Ekki var annað að sjá en að þau hefðu augu og eyru opin fyrir orðum fyrirlesarans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR fjölmiðlar „Það hafa engar ákvarð­ anir verið teknar um það,“ segir Ing­ ólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, aðspurður hvort félagið muni fara fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hóf um helgina að birta fréttir af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á árum áður upp úr sambærilegum gögnum og Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og höfðu birt röð frétta upp úr þar til Sýslu­ maðurinn í Reykjavík féllst á lög­ bannskröfu Glitnis í síðustu viku. Spurður hvort ekki liggi beinast við að fara fram á lögbann yfir Ríkis­ útvarpinu líka í ljósi forsögunnar kveðst Ingólfur ekkert vilja tjá sig um það. Lögbannið meinar Stundinni og Reykjavík Media frekari fréttaflutn­ ing af viðskiptagerningum Bjarna og fjölskyldu hans fyrir hrun sem byggir á gögnum innan úr þrotabúi Glitnis. Í gær fór fram staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Í stefnunni sem Frétta­ blaðið hefur undir höndum má þó sjá fyrirætlan Glitnis. Þar var lögð fram ný krafa um að miðlunum verði bannað að birta eða fá aðra miðla til að birta fréttir byggðar á gögnunum. Lögbannið hefur verið harðlega gagnrýnt sem aðför að tjáningar­ frelsi fjölmiðla og fordæmt af fólki, flokkum jafnt sem samtökum. – smj Engin ákvörðun um lögbann á Ríkisútvarpið Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það. Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Eigandi Þrastalundar segir það hafa verið mannleg mistök að selja bjór út úr verslun staðarins. Lögreglan á Suðurlandi segir það klárt brot á áfengislögum ef áfengi er selt með matvöru. Yfirlögregluþjónn segir málið verða kannað frekar. Í Þrastalundi er áfengri vöru stillt upp með matvöru. FRÉTTABLAÐIÐ/SvEInn landbúnaður Húnaþing vestra varði alls  7,7 milljónum króna til refa­ og minkaveiða á tólf mánaða tímabili frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. „Unnin grenidýr eru 113, yrðlingar 234, hlaupadýr 35 og minkar 37,“ segir í bókun landbúnaðarnefndar Húnaþings vestra um árangurinn af veiði tímabilsins. Ráðið óskar eftir því að sveitarfélagið leggi nú fram eina milljón króna til vetrarveiði á ref. Skyttur sem vilja taka þátt í verkinu geta sótt um til 30. nóvember. – gar Veiddu refi fyrir alls 7,7 milljónir Refur á vappi. FRÉTTABLAÐIÐ/vILhELm 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -9 7 1 8 1 E 0 A -9 5 D C 1 E 0 A -9 4 A 0 1 E 0 A -9 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.