Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 17
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæm is hjá líf eyr is sjóðunum sem hafa haft það of þægi legt með tryggðri 3,5% ávöxt un. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa und ir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterk ari hvata til þess að þetta fjár magn nýt ist í ný sköp un.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfið leikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannar- lega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform fram- bjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggis net þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða for- merkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Láttu lífeyrinn minn vera! Guðrún Pétursdóttir á lista Viðreisnar í Reykjavík norður 2017 Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 6. apríl 2017 um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018- 2022, er fjallað sérstaklega um leiðir til að gera opinbera þjónustu betri: Unnin verði sameiginleg aðgerða- áætlun vegna svokallaðra grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarfélaga þar sem þjónustusvið þeirra skarast … Umræða um þessi „gráu svæði“ hefur verið af skornum skammti, enda þótt fækkun þeirra sé eitt mikil- vægasta verkefni stjórnmálanna. Gráu svæðin í velferðarþjónustu Ábyrgðarsvið í opinberri þjónustu, hvort heldur á milli ráðuneyta, stofnana eða í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, eru oft og tíðum ekki nægilega skýr. Dæmin um að þessir aðilar gangi ekki í takt eru mýmörg og skipta þeir notendur jafnan þúsund- um, sem fá ekki úrlausn sinna mála vegna þess að þeir eru á „gráu svæði“ í velferðarþjónustunni. Sú landlæga tilhneiging virðist vera hjá opinberum stofnunum, að skilgreina verkefni yfir á aðra þjón- ustuveitendur þegar gerð er krafa til þeirra um hagræðingu í rekstri. Þessi „einhver annar“ reynist iðulega vera sveitarfélögin, sem er skylt að veita margháttaða velferðarþjónustu á félags-, skóla- og öldrunarsviði. Afleiðingarnar birtast svo oftar en ekki í auknum kostnaði, þegar á heildina er litið, þar sem sparnaður á einum stað í opinberum rekstri getur hæglega valdið auknum kostnaði á öðrum stöðum samfara tvíverknaði og ófullnægjandi þjónustuskilgrein- ingum. Einnig getur sú hætta mynd- ast að brýnum velferðarverkefnum sé ekki nægilega vel sinnt sökum van- fjármögnunar, þar sem sá sem fékk upphaflegu fjárheimildirnar telur sér ekki lengur skylt að sinna þeim. Eftir sitja þeir með sárt ennið sem þurfa á þjónustunni að halda. Hvað er til ráða? Samband íslenskra sveitarfélaga hóf fyrir nokkrum árum markvissa kort- lagningu á ábyrgðarsviðum innan velferðarþjónustunnar. Hafa niður- stöður þessarar greiningar ásamt til- lögum til úrbóta verið birtar í skýrslu sambandsins, sem fékk fljótlega það lýsandi heiti „Grábók“ og nálgast má á vef sambandsins. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess, að gráu svæðin séu kerfislægur vandi, sem birtist ekki einungis í sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur einnig á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig, s.s. í velferðarþjónustu stærri sveitarfélaga. Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli samhæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðar- ráðuneytisins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks. Á ég að gera það? Guðjón Bragason sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli sam- hæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðarráðuneyt- isins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðis- þjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks. Fundarstjóri: Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju. Kl. 16:15 SETNING Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður ÚK. Kl. 16:20 AUKIN AÐSTOÐ - BÆTT ÞJÓNUSTA Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur, framkvæmdastjóri ÚK ræðir um reynsluna af nýrri, persónulegri- og aukinni þjónustu. Kl. 16:35 KAMPAVÍN OG BALLÖÐUR Erum við að missa stjórn? Er það slæmt? Breytt samfélagsgerð kallar á nýja nálgun. Sigrún Óskarsdóttir guðfræðingur hjá ÚK fjallar um mikilvægi samtalsins og ólíkar þarfir aðstandanda við kveðjustund. Hefðin er sterk og rík en ekki meitluð í stein. Kl. 16:50 ÓSKALAGIÐ Sigríður Thorlacius, söngkona. Undirleikur Steingrímur Þórhallsson. Kl. 17:00 HLÉ – Boðið upp á léttar veitingar Kl. 17:20 GILDI ERFÐASKRÁR OG KAUPMÁLA ÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIDEILDAR Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur ÚK ræðir álitamál sem snúa að erfðarétti, erfðaskrám og kaupmálum. Kl. 17:35 EINSÖNGSLAGIÐ Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari. Undirleikur Steingrímur Þórhallsson. Kl. 17:45 AF SJÓNARHÓLI SYRGJANDANS „Þá grét Guðrún Gjúkadóttir“ Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur setið við dánarbeð fimm ástvina á fimm árum og stofnaði ásamt öðrum samtökin Ljónshjarta til stuðnings ungum ekkjum og ekklum. Hún deilir sýn sinni á útfararsiði sem hjálp í sorgarúrvinnslu aðstandenda og gildi sorgartjáningar sem er orðin æ algengari á samfélagsmiðlum síðustu misseri. Kl. 18:00 ALMENNAR UMRÆÐUR Kl. 18:15 SAMANTEKT Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður ÚK. FRÆÐSLUFUNDUR ÚTFARARSTOFU KIRKJUGARÐANNA Neskirkju 26. október frá kl 16:15 til kl 18:15 Hvað vil ég? AÐ LEIÐARLOKUM S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17M i ð V i k u D A G u R 2 5 . o k T ó B e R 2 0 1 7 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -D 2 2 0 1 E 0 D -D 0 E 4 1 E 0 D -C F A 8 1 E 0 D -C E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.