Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 24

Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 24
Vilhjálmur kaupir í Kviku banka  markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Vilhjálmur Þorsteinsson, fjár­festir og fyrrverandi gjald­keri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrett­ ánda stærsta hluthafanum í fjár­ festingabankanum. Vilhjálmur var áður á meðal hluthafa Virðingar en Kvika banki keypti fyrr á árinu allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins. Hlutur Vilhjálms í bankanum er í gegnum safnreikning Virð­ ingar en hann keypti bréfin af fjárfestingafélaginu Siglu, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánsson­ ar og Steinunnar Jónsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Sigla, sem var fyrir söluna einn stærsti hluthafi Kviku banka með 7,27 prósenta hlut, hefur losað um allan hlut sinn í bankanum. Aðrir kaupendur að bréfum félagsins voru meðal ann­ ars Lífsverk lífeyrissjóður, sem á núna 2,33 prósenta hlut í Kviku, auk annarra fjárfesta en hlutur þeirra eftir kaupin í bankanum er í öllum tilfellum undir einu pró­ senti. Samkvæmt heimildum Markað­ arins hafa bréf í Kviku að undan­ förnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Miðað við það er hlutur Vilhjálms í bankanum met­ inn á um það bil hundrað milljónir króna. Hluthafar Virðingar samþykktu síðastliðið sumar kauptilboð Kviku í allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins fyrir 2.560 milljónir. Fjárfestinga­ félag Vilhjálms, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut en samkvæmt ársreikningi félags­ ins var sá hlutur bókfærður á 95,8 milljónir í árslok 2016. Á síðasta ári tapaði fjárfestinga­ félag Vilhjálms rúmlega 19 milljón­ um króna. Eigið fé félagsins var um 480 milljónir en Miðeind er að öllu leyti í eigu Meson Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Eignir félags­ ins samanstanda að mestu af verð­ bréfum en auk eignarhlutar í Kviku er Miðeind meðal annars hluthafi í vefmiðlinum Kjarnanum og Verne Holdings sem rekur gagnaver á Ásbrú. hordur@frettabladid.is Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir fyrir fjármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is. Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að fjölbreyttum lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu. Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggjum við okkur fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum. Netbanki fyrirtækja er upp- lýsingaveita sem eykur yfir- sýn og auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku. Við bjóðum upp á greinargóðar innheimtu- skýrslur, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup. Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestinga- lán og aðstoðum við fjár- mögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins. Fjármögnun og eignastýring Öflugar netlausnir Vönduð fyrir- tækjaþjónusta Stjórn Kviku stefnir að skráningu hlutabréfa bankans í Kauphöllinni fyrir árslok. Fréttablaðið/GVa Vilhjálmur Þorsteinsson fjár- festir. Innflæði fjármagns vegna nýfjár­ festinga erlendra aðila í ríkisskulda­ bréfum nam 8,5 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Til saman­ burðar var innflæðið 7 milljarðar á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tölum sem birtust í nýrri fjár­ málastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Eins og kunnugt er hófst fjár­ magnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra aðila, á nýjan leik í apríl síðastliðnum eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabankinn virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Var þá kveðið á um að 40 prósent af inn­ flæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Í skýrslu Seðlabankans er tekið fram að umrædd bindiskylda dragi úr ávöxtun fjárfestinga og að áhrif hennar séu meiri eftir því sem fjárfest er til skemmri tíma. Hún dragi þannig úr hvata til spá­ kaupmennsku til skamms tíma. Segir Seðlabankinn a ð f já r f e st i n g í ríkisskulda­ b réfu m f y rir nýtt innstreymi erlends gjald­ eyris, þrátt fyrir sérstöku bindiskylduna, kunni að benda til þess að um langtímafjárfesta sé að ræða. Það sem af er ári nemur bindi­ skylt fjármagnsinnflæði rúmlega 26 milljörðum króna, að sögn Seðla­ bankans, og eru um 40 prósent af þeirri fjárhæð bundin til eins árs á sérstökum fjárstreymisreikningum. Í skýrslu Seðlabankans er auk þess bent á að undanfarna mánuði hafi hrein erlend nýfjárfesting að mestu leyti farið í skráð hlutabréf og sé ekki háð sér­ stöku bindiskyldunni. Í tölum bankans kemur fram að innflæði í skráð hlutabréf hafi numið 8 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins borið saman við 10,3 m i l l j a r ð a k r ó n a á öðrum árs­ fjórðungi. – kij Aukið fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Það sem af er ári nemur innflæði fjármagns vegna kaupa erlendra aðila á ríkisskuldabréfum rúmlega 26 milljörðm króna. 2 5 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 D -E F C 0 1 E 0 D -E E 8 4 1 E 0 D -E D 4 8 1 E 0 D -E C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.