Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 38

Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 38
Maður er vel vopn- um búinn við þrifin með Extra hreinsiúða. Í einum brúsa er sápa sem vinnur á öllu og þrífur nánast hvað sem er. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . o K tó B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RhReINLætIsvöRuR Dagleg þrif eldhús l Taktu af eldhúsborðinu og þurrkaðu af. l Vaskaðu upp eða settu í upp- þvottavél. l Þurrkaðu af helluborði og borð- plötu. l Hreinsaðu matarleifar upp úr eldhúsvaskinum og skolaðu hann að innanverðu. l Sópaðu gólfin. l Þurrkaðu upp bletti af gólfinu. l Farðu út með ruslið. Baðherbergi l Skafðu af sturtuglerinu eftir hverja sturtuferð. Þannig safnast síður óhreinindi og kalkblettir á glerið. l Pússaðu spegilinn. l Fjarlægðu hár og slettur úr bað- vaskinum. l Þurrkaðu af klósettsetunni og þar í kring. l Þrífðu klósettskálina. svefnherbergi l Dragðu frá. l Búðu um rúmin. l Taktu til á náttborðinu. l Gakktu frá fötum. stofa l Gakktu frá dóti og drasli. l Réttu af sófaborð og stóla. l Þurrkaðu upp hugsanlega bletti. l Hristu púða og raðaðu þeim upp á nýtt. l Brjóttu saman sófateppi. vikuþrif (Bætast ofan á þetta daglega einu sinni í viku.) eldhús l Taktu allt út úr ísskápnum og þurrkaðu innan úr honum. Þannig veistu alltaf hvað er til og sleppur við að kaupa óþarfa í búðinni. l Hentu útrunnum mat. l Skrúbbaðu eldhúsvaskinn að innan. l Hristu eða ryksugaðu mottur. l Ryksugaðu/moppaðu og skúraðu yfir gólf. Baðherbergi l Ryksugaðu/moppaðu og skúraðu. l Skrúbbaðu vask og borðplötur. l Þurrkaðu af hurðahúnum. l Þrífðu baðkar og sturtubotn. l Þurrkaðu af klósettinu að utan- verðu. l Tæmdu ruslið. svefnherbergi l Skiptu um á rúmum (sumir láta duga að gera það á tveggja vikna fresti). l Þurrkaðu af. l Ryksugaðu og skúraðu. stofa l Þurrkaðu af. l Raðaðu bókum og skrautmunum í hillum ef eitthvað hefur farið aflaga. l Ryksugaðu og skúraðu. Mánaðarleg þrif eldhús l Þvoðu eða þurrkaðu af glugga- tjöldum. l Þrífðu rúður. l Þrífðu skápahurðir að utan. l Þurrkaðu innan úr skúffum og skápum. l Þrífðu frystinn. l Þrífðu ofninn að innan og utan l Þurrkaðu af raftækjum sem standa uppivið. l Þvoðu ruslafötur og ruslaskáp að innan. Baðherbergi l Þrífðu sturtuhaus og blöndunar- tæki. l Þvoðu gluggana að innan. l Þvoðu gólfmottur ef þær eru til staðar. l Þvoðu ruslafötuna að innan og utan. svefnherbergi l Grisjaðu í skúffum og fata- skápum. Hentu ónýtum og lítið notuðum fatnaði. l Ryksugaðu skúffur og fataskápa að innan. l Hristu eða þurrkaðu af glugga- tjöldum. l Þrífðu gluggana að innan. stofa l Þrífðu hugsanlega spegla. l Þurrkaðu af myndarömmum. l Þurrkaðu af raftækjum. l Hristu eða þurrkaðu af glugga- tjöldum. l Þrífðu rúðurnar. l Ryksugaðu sófa og stóla. Gátlisti fyrir heimilisþrif Heimilishaldi fylgja þrif hvað sem hverjum kann að finnast um það. Með því að þrífa jafnt og þétt má komast hjá því að finnast þrifin íþyngjandi og óyfirstíganleg. Hér er gátlisti sem ætti að hjálpa. Með því að þrífa jafnt og þétt verður það síður óyfirstíganlegt. Brynjólfur Grétarsson er eigandi sáms sápugerðar. hér heldur hann á einni af eftirlætis sápunum sínum frá sámi: extra hreinsiúða. MYND/eYÞóR extra hreinsiúði er alhliða hreinsiefni sem dugar á öll möguleg heimilisþrif. Extra hreinsiúði er eina hjálpar-hellan sem heimilið þarf þegar kemur að alhliða heimilis- þrifum. Hann dugar á allt,“ segir Brynjólfur Grétarsson, eigandi Sáms sápugerðar. Hann segir sjón vera sögu ríkari þegar kemur að undraverðum þrifum og dugnaði Extra. „Extra hreinsiúði er alhliða hreinsisápa sem virkar á alla fleti sem þola vatn. Með léttum leik sér hann bókstaflega um allt erfiðið, hvort sem það eru blettir í fötum eða bílsætum, fastar matar- leifar í pottum og pönnum, flísar, keramikhelluborð eða fitublettir í eldhúsinu, eða þá óhreinindi í baðkari og salerni. Sama hver flöturinn er, þá er Extra einfaldlega spreyjað yfir óhreinindin, látið bíða skamma stund og skolað af með vatni,“ útskýrir Brynjólfur um Extra hreinsiúðann sem á sér engin takmörk þegar kemur að góðum þrifum. „Extra hreinsiúðinn er einkar öfl- ugur á tússbletti, leysir auðveldlega bletti á teppum og áklæðum, og er mjög góður á innréttingar, borð og skápa, leysir upp fitu og má nota á eldavélar og bakaraofna.“ Extra hreinsiúðinn kom fyrst á markað fyrir áratug en hefur tekið sífelldum framförum síðan og hentar íslensku vatni einstaklega vel. „Maður er vel vopnum búinn við þrifin með Extra hreinsiúða. Í einum og sama brúsa er sápa sem vinnur á öllu og þrífur nánast hvað sem er heima fyrir. Ég hef aldrei áttað mig á hvers vegna viðskipta- vinum er seld ein sápa fyrir þetta og önnur fyrir hitt; það er bara ruglandi og vitaskuld óþarft,“ segir Brynjólfur sem sjálfur býr við eld- hústæki úr stáli. „Stálfletirnir er fljótir að útbíast í fingraförum þegar barnabörnin koma í heimsókn en með blautri tusku og Extra hreinsiúða hverfur allt kám á augabragði og tækin líta út eins og ný á eftir. Extra hreinsi- úði er í miklum metum hjá mér og þeir sem eru einu sinni komnir upp á lag með að njóta töfra Extra við heimilisþrifin geta ekki hugsað sér að vera án þess,“ segir Brynjólfur. Íslenskar, dugandi sápur Sámur sápugerð er fjölskyldufyrir- tæki sem faðir Brynjólfs, Grétar Ingvason, stofnaði árið 1964. „Fyrsta sápan sem pabbi fram- leiddi var Lýtól, sótthreinsandi sápa fyrir matvælaiðnað, sjúkrahús, landbúnað, skóla og heimili, og við framleiðum enn. Vörulínan er breið en flaggskip Sáms er Túrbó Sámur 2296 tjöruhreinsir, sem hefur verið dugandi vinnuþjarkur við þrif á bílum í aldarfjórðung, og svo Túrbó flugnahreinsir sem er notaður til að þrífa flugnaklessur af bíllakki á sumrin. Allt eru þetta framúrskar- andi sápur fyrir heimili, fyrirtæki, bíla, iðnað og fleira,“ útskýrir Brynj- ólfur um sápur Sáms sem eru allar unnar eftir íslenskum formúlum í samvinnu við viðurkennda sápu- framleiðendur í Svíþjóð og stað- færðar að íslenskum aðstæðum. „Allar okkar sápur eru íslenskt hugvit og framleiðsla, og vitaskuld gaman að starfa í íslenskum iðnaði sem teflir fram hreinsivöru sem skarar fram úr. Þá hafa sápur Sáms verið uppfærðar í tímans rás vegna umhverfisvænna innihalds sápu- framleiðanda okkar í Svíþjóð og orðið æ betri og vistvænni á eftir.“ Extra hreinsiúði fæst hjá N1 og í Verkfæralagernum á Smáratorgi. Sjá nánari upplýsingar á samur.is. hjálparhellan sem þrífur allt Eru tússlitir á veggjunum? Fast í pottunum? Bakaraofninn fitugur, sófinn blettóttur og allt fast á helluborðinu? Þá kemur íslenski Extra hreinsiúðinn til bjargar og dugar á allt sem þrífa þarf. 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -D C 0 0 1 E 0 D -D A C 4 1 E 0 D -D 9 8 8 1 E 0 D -D 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.