Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 45

Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 45
Eiginfjárkröfur og eiginfjárhlutföll % 25 20 15 10 5 0 Arion banki hf. Íslandsbanki hf. Landsbankinn hf. Stoð I Stoð II-A Eiginfjáraukar Eiginfjárhlutfall Seðlabanki Íslands tekur fram í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu sinni að eiginfjárstaða viðskipta- bankanna þriggja hafi verið góð og eiginfjár- og vogunarhlutföll há í lok júnímánaðar. Eiginfjárhlutfall bank- anna hafi að meðaltali verið 26,6 prósent og lækkað lítillega frá ára- mótum vegna arðgreiðslna og hækk- unar áhættugrunns útlána. Sterk eiginfjárstaða leiði til þess að „ein- hverjir möguleikar eru fyrir hendi til frekari arðgreiðslna eða annarrar ráðstöfunar eigin fjár“, að því er segir í skýrslunni. Það verði hins vegar að gerast í samræmi við kröfur um eiginfjárgrunn með fullum eiginfjár- aukum og lausafjárstöðu. Seðlabankinn vildi ekki veita við- tal um mögulegar arðgreiðslur úr bönkunum þegar eftir því var leitað. Gaf bankinn þá skýringu að hann vildi ekki blanda sér í umræðu um kosningaloforð stjórnmálaflokkanna fáeinum dögum fyrir kjördag. Arðsemin ekki viðunandi Snorri segir að eiginfjárhlutfall íslensku bankanna sé afar hátt, sér í lagi í alþjóðlegum samanburði, og eig- infjárkröfur sem gerðar eru til þeirra strangar. Í ljósi smæðar bankanna sé jafnframt afar erfitt fyrir þá að ná við- unandi arðsemi af grunnrekstri. „Það gæti því verið skynsamlegt að taka út umfram eigið fé úr bönkunum og skoða eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlits- ins í mjög gagnrýnu ljósi, en hún má ekki vera svo há að hún komi niður á rekstrarhæfi og samkeppnishæfni innlendra innlánsstofnana, ef ætlunin er að selja þá erlendum fjárfestum. Þá yrði staða bundins fjármagns lægri og arðsemi hærri. Of há eiginfjárkrafa getur jafnframt ógnað stöðugleika fjármálakerfisins líkt og vanfjármagnaðar innlánsstofn- anir með því að draga úr rekstrarhæfi innlendra innlánsstofnana og gera þær ósamkeppnishæfar.“ Að mati Snorra yrðu bankarnir áfram „gríðarlega vel“ fjármagnaðir þó svo að þeir greiddu út tugi millj- arða króna í arð. „Og það sem meira er, þá er þetta allt raunverulegt eigið fé, ólíkt mörgum bönkum erlendis sem búa yfirleitt við hærra hlutfall víkjandi lána. Íslensku bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði.“ Það rímar vel við umfjöllun Danske Bank í nýlegri skýrslu sinni um íslensku bankana, en þar er tekið fram að eiginfjárstaða þeirra sé „umtalsvert“ sterkari en eiginfjár- staða norrænna banka. Friðrik Már segir að því minna eigið fé sem bundið er í bönkunum, því meiri sé áhættan í rekstrinum. „Það er mjög eðlilegt að arðsemi eigin fjár sé lægri hjá banka sem býr til dæmis við 30 prósenta eiginfjár- hlutfall heldur en hjá banka með 10 prósenta eiginfjárhlutfall. Áhættan í rekstri síðarnefnda bankans er mun meiri og þess vegna þarf arðsemi hans á eigið fé að vera meiri í pró- sentum talið. „Það gæti verið í lagi að draga eitt- hvað úr þessu mikla eigin fé sem er bundið í íslensku bönkunum. Það yrðu ekki hundrað í hættunni þó að eiginfjárhlutfall bankanna lækkaði aðeins. Ég er engu að síður þeirrar skoðunar að bankar eigi að búa við 25 til 30 prósenta eiginfjárhlutfall eins og önnur fyrirtæki. Ef eiginfjár- hlutfallið er of lágt, eins og það var víða um heim á árunum fyrir fjár- málakreppuna, þá geta nokkurra prósenta útlánatöp einfaldlega sett bankana á hliðina. Þegar eigið féð er of lítið myndast hvatar til óhóflegrar áhættutöku, enda treysta bankarnir því að ríkið hlaupi undir bagga ef bjátar á.“ Greitt 192 milljarða í arð Arðgreiðslur viðskiptabankanna hafa samtals numið 191,9 millj- örðum króna frá árinu 2013, að því er fram kemur í ársskýrslu Banka- sýslu ríkisins, sem fer með eignar- hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar af hefur hlutur ríkissjóðs numið 156,6 milljörðum króna. Í fyrra greiddu bæði Íslands- banki og Landsbankinn út arð, en ekki Arion banki, líkt og áður sagði. Íslandsbanki og Landsbankinn greiddu báðir út reglulegan arð, sem samþykktur var á aðalfundum bankanna, en auk þess greiddi Íslandsbanki út 27 milljarða króna sérstakan arð sem samþykktur var á hluthafafundi í desember. Í árs- skýrslu Bankasýslunnar er rakið að vinna bandaríska fjárfestingabank- ans JP Morgan, sem var ráðinn haust- ið 2016 til þess að veita bankanum fjármálaráðgjöf, hafi meðal annars leitt til þess að bankinn ákvað að greiða ríkissjóði umrædda sérstaka arðgreiðslu. Samþykktar arðgreiðslur Íslands- banka og Landsbankans á aðal- fundum þessa árs námu samtals 35,2 milljörðum króna. Vilja taka tugi milljarða út úr bönkunum Flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í þingkosning- unum á laugardag hafa heitið því að taka tugi til hundrað milljarða króna út úr bankakerfinu á næstu árum til þess að fjármagna ýmis kosningaloforð, til dæmis upp- byggingu innviða, eða greiða niður ríkisskuldir. Þannig sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í þættinum Forystu- sætið á RÚV að bankarnir hefðu bolmagn til þess að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. „Þarna er fjármagn sem við í Sjálfstæðisflokknum sjáum fyrir okkur að nýta til þess að fara í innviðauppbyggingu. Til dæmis að klára byggingu nýs Land- spítala, bæta vegina og brýrnar og auka öryggi í umferðinni. Þetta er fjárfesting til framtíðar,“ sagði hann Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur viðrað hugmyndir í þessum dúr og sagt að ríkið geti tekið tugi til hundrað milljarða út úr banka- kerfinu í fyrir sjáanlegri framtíð. Minna eigið fé þýði að bankarnir þurfi ekki að skila eins miklum hagnaði. Í staðinn nýtist fjár- magnið í aðrar fjárfestingar, eins og í heilbrigðisþjónustu og sam- göngubætur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur jafnframt talað fyrir því að auka arðgreiðslur úr ríkisbönkunum um tugi milljarða á komandi kjörtímabili og nýta þær til þess að greiða niður skuldir svo nýta megi afgang ríkissjóðs í „uppbyggingu sam- félagsins“ eins og hún orðar það. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar hafa talað á sömu nótum og sagt brýnt að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafi til þess að greiða ríkissjóði arð. Sú fjárhæð ætti að nýtast til að lækka skuldir ríkisins, en ekki til þess að auka útgjöld ríkisins. Samfylkingin hefur ekki lagt fram ítarlegar hugmyndir í þess- um efnum. Ágúst Ólafur Ágústs- son, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, hefur þó nefnt að í ljósi þess að eignir bankanna hafi aukist um 1.000 milljarða frá hruni sé vel hægt að taka arð út úr bönkunum, um 10 milljarða á ári, til þess að fjár- magna uppbyggingu innviða. Eimskip býður upp á alhliða lausnir fyrir sjó- og landflutninga hérlendis en yfir 80 viðkomustaðir mynda öflugt þjónustunet um land allt. Lögð er áhersla á góða og áreiðanlega þjónustu og að koma vörum viðskiptavina hratt og örugglega á áfangastað. eimskip.is öflugt flutninganet um land allt REYÐARFJÖRÐUR Eskiörður ÍSAFJÖRÐUR AKUREYRI Húsavík REYKJAVÍK Sauðárkrókur Borgarnes Helguvík Grundarörður Bíldudalur Patreksörður Blönduós Ólafsörður Sigluörður Dalvík Grindavík Selfoss Hvammstangi Hólmavík Stykkishólmur Ólafsvík Búðardalur Skagaströnd Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn GRUNDARTANGI Neskaupstaður Djúpivogur Fáskrúðsörður Höfn Vopnaörður Egilsstaðir Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Reykjanesbær markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . o K t ó b E R 2 0 1 7 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 E -1 7 4 0 1 E 0 E -1 6 0 4 1 E 0 E -1 4 C 8 1 E 0 E -1 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.