Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 46

Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 46
L íf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikil- vægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með marg- víslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mann- kynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni. Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífs- gæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruham- fara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Nor- berg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprott- innar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkis- stjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg. Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast. Staðan hefur aldrei verið betri en nú Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í sam-félaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki til- viljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnu- markaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streitu- valdandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og and- lega líðan. Í gögnum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjar- vistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnu- tíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskyldu- vænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnend- ur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnu- vikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir. Kallað á styttri vinnuviku Helga Jónsdóttir framkvæmda- stjóri BSRB Gísli Hauksson, stjórnar- formaður Gamma Lífslíkur við fæðingu hafa aukist tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 þúsund árum á undan. Gísli Hauksson Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar sam- drátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helm- ingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahags- málin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfn- uðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert sam- hliða falli olíuverðs frá tíma atkvæða- greiðslunnar. Skotar stóðu vel saman- borið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belg- íu er skipt upp í Flæmingjaland (Brus- sel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liège, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áber- andi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarum- ræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suður- hluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurn- ing hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið. Efnahagslegt sjálfstæði Björn Berg GunnarssonNýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir í bók sænska rithöfundarins Johan Norbergs. – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 E -1 2 5 0 1 E 0 E -1 1 1 4 1 E 0 E -0 F D 8 1 E 0 E -0 E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.