Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 66

Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 66
Frægir fara á fjöll Baldur Sigurðsson, knattspyrnumað- ur og fyrirliði Stjörnunnar í Garðabæ, veiðir í sinni heimasveit, Mývatns- sveit. FréttaBlaðið/anton Brink katrín alda og rebekka rafnsdætur ætla að fara á heimaslóðir á Þórs- höfn og veiða með Fanneyju Birnu og föður sínum. FréttaBlaðið/SteFán Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, verður á sínum stað í Búrfellshrauni í Mývatnssveit. Veiðihelgar Föstudaginn 27. október til sunnudags 29. október. Föstudaginn 3. nóvember til sunnudags 5. nóvember. Föstudaginn 10. nóvember til sunnudags 12. nóvember. Föstudaginn 17. nóvember til sunnudags 19. nóvember. 57.000 er leyfileg heildarveiði á rjúpum þetta árið. Rjúpnaveiðitíma- bilið hefst um helgina en veiði- dagar í ár verða tólf talsins og skiptast á fjórar helgar á tíma- bilinu 27. október til 19. nóvember. Sölu- bann er á rjúpum og því þurfa veiðimenn að skjóta í jóla- matinn sjálfir. Fjöl- margir þjóðþekktir Íslendingar skunda á fjöll til að njóta nátt- úrunnar og veiða sér til matar. Fanney Birna Jónsdóttir fjölmiðlakona „Ég kemst ekki þessa helgina vegna kosninganna,“ segir Fanney sem stefnir þó á ferð til Þórshafn- ar með vinkonum sínum, Katrín Öldu og Rebekku Rafnsdætrum. Hvenær er þó ekki alveg vitað en kosningar setja plön þeirra í smá uppnám. „Þar njótum við liðsinnis pabba þeirra sem er einn af fjallakóngum þessa lands.“ Fanney ætlar að fara eina ferð með Baldvin Þór Bergssyni fréttamanni sem er nýkominn með skotleyfi. „Við förum á stað hér rétt utan við bæinn. Annað er óráðið. Rjúpnaveiði snýst samt meira um útiveruna og samveruna og gott nesti. Það vonda við veiðina er að hún eyðileggur fjall- göngur fyrir mér. Það er argasta tilgangsleysi að ganga á fjöll án þess að vera með byssu,“ segir Fanney. hilmir snær guðnason leikari „Ég ætla að reyna að komast ef ég er ekki að leika. Ég hef ekki komist síðustu tvö árin út af því,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari um væntanlega rjúpnaveiði sína. Undanfarin ár hefur Hilmir farið í Mývatnssveit þar sem fjölskylda konu hans á land. Hilmir er einn af fjölmörgum sem munu skunda á fjöll með byssu í hendi og nesti á bakinu til að veiða sér til jóla- matar. Fyrirkomulagið á rjúpna- veiðinni er það sama og und- anfarin ár. Leyfileg heildar- veiði er um 57.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna á síðasta ári gerir það fimm til sex fugla á hvern veiðimann. Pálmi gestsson leikari „Það er verið að neyða fólk út í óvissu í staðinn fyrir að fara þegar er gott veður,“ segir Pálmi sem var að frumsýna Risaeðlurnar, lokahluta leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstu- dag. Hann er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings upp á fjöll enda yfirleitt að sýna. „Það er nú órétt- lætið í þessu kerfi gagnvart þeim sem þurfa að vinna um helgar. Ég skil ekki þetta kerfi og af hverju það má ekki veiða einhverja mánu- daga og þriðju- daga.“ Margir veiðimenn eru sammála skoðunum Pálma og finnst óþolandi að verða að fara út í hvaða veðri sem er. Benedikt Bóas benediktboas@365.is 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r38 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð Lífið 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -F 4 B 0 1 E 0 D -F 3 7 4 1 E 0 D -F 2 3 8 1 E 0 D -F 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.