Fréttablaðið - 09.11.2017, Síða 21

Fréttablaðið - 09.11.2017, Síða 21
Mér barst fyrir röskum 30 árum bréf frá Guðlaugi Bergmann (1938-2004) sem var betur þekktur sem Gulli í Karnabæ. Hann skrifaði til að segja mér frá glímu sinni við ýmsa fauta í viðskiptalífinu sem gerðu það sem þeir gátu til að bregða fyrir hann fæti þegar hann var að hasla sér völl sem ungur kaupmaður árin eftir 1960. Hann lýsti fyrir mér hvatn- ingunni sem hann og aðrir í svipuðum sporum fundu fyrir í þeim frelsis- vindum sem fengu loksins að blása á viðreisnarárunum eftir 1960. Viðreisn var stjórnin sem undir forustu Sjálf- stæðisflokksins reis upp gegn gamla heildsala- og helmingaskiptaveldinu, en þó ekki nema til hálfs. Sömu sögu fékk ég að heyra nokkrum árum síðar síðar, 1989, þegar Pálmi Jónsson kaup- maður (1923-1991) kenndur við Hag- kaup hringdi í mig til að lýsa því fyrir mér hvernig maður gekk undir manns hönd til að bregða fyrir hann fæti og hvernig menn reyndu með stuðningi vina sinna í stjórnarráðinu að drepa alla hugsanlega samkeppni, helzt í fæð- ingu. Samráð var reglan, samráð sem varð loksins ólöglegt eftir inngöngu Íslands á Evrópska efnahagssvæðið 1994 og hélt samt áfram sums staðar eins og ekkert hefði í skorizt og kom til kasta dómstóla, t.d. í olíumálinu síðara. Afstaða heildsalanna og bandamanna þeirra til nýherja í viðskiptum mark- aðist af ótta gömlu innherjanna við að missa þau forréttindi sem helminga- skipti Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar 1936-1960 höfðu fært þeim. Það mátti Sjálfstæðisflokkurinn eiga að hann reis upp gegn sjálfum sér 1959, en þó ekki nema til hálfs, að frumkvæði Alþýðuflokksins. Guðlaugur Bergmann og Pálmi Jónsson skildu ekki eftir sig bækur þar sem þeir lýstu ástandi viðskiptalífsins en það hafa ýmsir aðrir menn gert. Í bók sinni Alfreðs saga og Loftleiða lýsir Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur glæsilegum ferli Alfreðs Elíassonar (1920-1988), eins stofnanda Loftleiða. Þar er því m.a. lýst hvernig Alfreð og félagar hans voru hlunnfarnir við sam- einingu félagsins við Flugfélag Íslands 1973. Loftleiðamenn töldu að félaginu hefði beinlínis verið stolið af þeim með fulltingi ríkisvaldsins sem leit á Eim- skipafélagið og Flugfélag Íslands eins og „óskabörn á brjósti“ eins og Guðni Þórðarson ferðafrömuður lýsti málinu. Flugfélagsmenn hlunnfóru Loftleiða- menn m.a. með því að minna á að Loft- leiðir þurftu flugleyfi frá ríkinu. Þetta var bragðið sem gömlu heildsalarnir höfðu sumir notað áður til að svíkja erlend umboð af keppinautum sínum með því að minna erlendu birgjana á að keppinautarnir þurftu gjaldeyris- leyfi til að kaupa vörur að utan. Og hver veitir leyfin? spurðu erlendu birgjarnir. Þau veitum við, sögðu heildsalarnir og áttu við vini sína í stjórnarráðinu. Þetta var ástandið sem viðreisnarstjórnin var mynduð til að uppræta. Guðni Þórðarson (1923-2013) hafði stofnað ferðaskrifstofuna Sunnu 1959 og gaf út ævisögu sína 2006, Guðni í Sunnu – Endurminningar og uppgjör, sem Arnþór Gunnarsson skráði. Sög- urnar sem hann segir þar af samskipt- um sínum við yfirvöld og vini þeirra í viðskiptalífinu ríma vel við frásagnir Guðlaugs Bergmann og Pálma Jóns- sonar og reynslu Alfreðs Elíassonar. Sama máli gegnir um bók Jóns Óttars Ragnarssonar fv. sjónvarpsstjóra, Á bak við ævintýrið, þar sem hann lýsir þeim andbyr sem þeir Hans Kristján Árna- son hagfræðingur, stofnendur Stöðvar 2, sættu fyrstu árin í lífi stöðvarinnar, 1986-1989. Einar Kárason rithöf- undur hefur lýst svipuðum aðförum í Athafnasögur Þorvaldur Gylfason Í dag Jónsbók, sögu Jóns Ólafssonar athafna- manns. Þessar heimildir eiga það sam- merkt að þær lýsa allar sömu fautun- um, sjálfstæðismönnum sem hamast á mönnum sem eiga minna undir sér í sama flokki. Sem sagt: innanflokksátök eins og t.d. Baugsmálið urðu síðar því enn eimir eftir af þessu öllu. Mikill fengur er nú að nýrri bók Silju Aðalsteinsdóttur rithöfundar Allt kann sá er bíða kann og segir sögu Sveins R. Eyjólfssonar blaðaútgefanda, merks athafnamanns sem var m.a. náinn sam- starfsmaður Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra. Þeir Sveinn og Jónas fengu báðir að kenna á bolabrögðum sjálfstæðis- manna eins og Jónas lýsir einnig í bók sinni Frjáls og óháður 2009. Sveinn segir í bókarlok: „Ég hitti gamlan félaga minn fyrir nokkrum vikum, fyrrverandi forstjóra stórfyrir- tækis, mann sem er nokkuð tengdur Sjálfstæðisflokknum. Hann spurði hvort það væri rétt að til stæði að skrifa sögu mína. … „Gerðu það ekki,“ sagði hann með miklum þunga … „Og af hverju ekki?“ spurði ég undrandi. „Sveinn minn,“ sagði hann. „Það hefur verið friður um þig í nokkur ár og sumir jafnvel farnir að tala vel um þig. Ef þú gerir þetta seturðu allt á annan endann, ekki gera það.“ Þetta samtal bregður sínu ljósi á ástandið í þjóð- félaginu undanfarna áratugi. Hér hefur ríkt ákveðið hræðsluástand, einhvers konar pólitískur fasismi. Menn hafa ekki þorað að tjá hug sinn af ótta við að blóðhundunum yrði sigað á þá, eins og dæmin sanna. Ég neita að taka þátt í þess konar þöggun.“ Tilvitnun lýkur. Lýsing Sveins ber með sér að við svo búið má ekki lengur standa. Nú eins og 1959 ber brýna nauðsyn til að landið fái siðbótarstjórn til að hífa það upp úr því spillingarforaði sem hefur gert íslenzk stjórnmál – og kjósendur! – að athlægi um allan heim. Saga Sveins R. Eyjólfssonar er brýn áminning um nauðsyn þess að opna glugga og gættir til að hleypa fersku lofti að og efla traust, m.a. traust fólksins í landinu til Alþingis. Greið- asta leiðin að því marki er að staðfesta nýju stjórnarskrána strax á næstu mán- uðum. Nýkjörið þing mun hvort sem er standa stutt eins og hið síðasta. Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús \ Silfurberg Miðvikudagur \ 15. nóvember \ kl. 12:30-17:00 Miðaverð: 18.000 kr. \ Miðasala á harpa.is Uppbygging samgönguinnviða hefur farið hátt í þjóðmála­ umræðunni að undanförnu. En hvernig innviði? Hvers konar tækni mun bera okkur áfram veginn í náinni framtíð? Þessar spurningar eru áleitnar nú þegar við stöndum á þröskuldi fjórðu iðnbyltingarinnar og krossgötum í þróun samgöngutækni. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði samgöngutækni leitast við að svara þessum spurningum; Thomas Tonger frá Daimler Bus, Hrafnkell Á Proppé frá samtökum sveitar­ félaga á höfuðborgarsvæðinu, Moritz Pawelke frá KPMG, Stephan Herbst frá Toyota og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps samgönguráðherra um fjármögnun stofnleiða við höfuðborgarsvæðið. Í framhaldi fyrirlestra verða pallborðsumræður þar sem málefnin verða rædd frekar. Samgönguráðherra, Jón Gunnarsson setur ráðstefnuna og ráðstefnustjóri er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. STYRKTARAÐILAR RÁÐSTEFNUNNAR Áfram veginn Ráðstefna um framtíð samgangna á landi S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F i M M T u d a g u R 9 . n ó v e M B e R 2 0 1 7 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -6 4 5 4 1 E 2 E -6 3 1 8 1 E 2 E -6 1 D C 1 E 2 E -6 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.