Fréttablaðið - 09.11.2017, Side 2
Veður
Hvöss norðvestlæg átt um landið
austanvert, einkum á annesjum, en
mun hægari breytileg átt annars. Él
norðaustan til og einnig má gera ráð
fyrir stöku éljum suðvestanlands, en
víða bjartviðri í öðrum landshlutum.
sjá síðu 38
Pottur gleymdist á eldavél við heimilisstörfin
Eldur kviknaði í íbúð á Miklubraut í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en slökkviliðsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru fljótir
á vettvang og voru þar að störfum eitthvað fram eftir kvöldi, eins og sjá má á myndinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði í eftir
að pottur hafði gleymst á eldavél við heimilisstörfin. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, en reykræsta þurfti húsnæðið á eftir. Fréttablaðið/steFán
samfélag Bandarísk
kona frá Ann Arbor í
Michigan leitar að göml-
um skólafélaga sínum
hér á landi. Manninn
þekkti hún þegar þau
voru saman í grunnskóla,
átta ára gömul. Hún á
mynd af manninum en
kann ekki önnur deili á
honum.
„Þegar ég var átta ára
gömul var ég í þriðja
bekk í Northside-grunn-
skólanum árið 1961-62 í
Ann Arbor í Michigan. Þá
var ég svo heppin að hitta
Helga frá Íslandi,“ segir
Cherie Lockett. Helgi hafi
verið einn af fjölmörgum
nemendum sem gengu í
skólann í eitt ár eða tvö.
Sennilegast hafi foreldrar
hans verið í námi við
Háskólann í Michigan, en
sá skóli er einmitt í Ann
Arbor. „Það var alltaf mjög
gaman að hitta krakka frá
fjarlægum löndum. „Helgi
var algjört uppáhald, bjart-
ur yfirlitum, vinalegur og
forvitinn. Hann hafði fal-
legt bros og rautt hár sem
greindi hann frá öðrum.
Hann kom frá landi sem virtist vera
svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.
Cherie segir að fyrir átta ára
gamla stelpu hafi Ísland virst vera
í órafjarlægð og erfitt að átta sig
á því hvar það var. „Þetta var ekki
eins og með bekkjarfélaga mína frá
Egyptalandi eða Brasilíu eða Japan,“
útskýrir hún.
Í hennar huga hafi Helgi verið
frá einhverjum virkilega skemmti-
legum stað. Sá staður varð alveg
einstakur eftir að móðir Helga
hafði komið og varið eftirmiðdegi
með bekkjarfélögum hans að ræða
við þau og fræða þau um Ísland.
„Til að toppa þetta allt saman þá
kenndi móðir hans okkur
spennandi barnalag frá
Íslandi,“ segir Cherie.
Hún segir Reykjavík alltaf
hafa komið upp í hugann
þegar hún hugsar um
þennan spennandi rauð-
hærða dreng.
„Ég er enn með stjörn-
ur í augunum eftir öll
þessi ár og ég vonaði að
einn góðan veðurdag myndi ég fara
til Reykjavíkur. Ég er hérna eins og
svo margir aðrir ferðamenn, nema
hvað ég er með minningar og skóla-
mynd af þessu fallega og sakleysis-
lega brosi Helga,“ segir Cherie.
Cherie kom til landsins í fyrra-
dag og dvelur hérna á Íslandi fram í
næstu viku. Hún óskar þess að hitta
þennan gamla vin sinn meðan á
dvöl stendur. jonhakon@frettabladid.is
Leitar gamals bekkjar-
bróður síns á Íslandi
Bandarísk kona leitar manns sem hún þekkti fyrir næstum sextíu árum. Hefur
hlýjar minningar um manninn, sem heitir Helgi. Konan er hér á landi á ferðalagi
en hefur mikinn áhuga á að nýta tækifærið og hitta þennan gamla vin að nýju.
Cherie segir að það hafi verið öðru-
vísi að hitta Helga frá Íslandi en aðra
félaga frá egyptalandi eða brasilíu.
Ég er hérna
eins og svo
margir aðrir ferða-
menn, nema hvað ég
er með minningar og
skólamynd af þessu
fallega og sakleysis-
lega brosi
Helga.
Cherie
Lockett,
ferða-
maður frá
Michigan
samfélag Mannanafnanefnd hefur
hafnað beiðni um að tvö börn fái að
heita Mia og Zion. Fimm nöfn voru
samþykkt.
Hvorki Mia né Zion þótti uppfylla
skilyrði íslenskra ritreglna þar sem i
er ekki ritað á undan a eða o í ósam-
settum íslenskum orðum. Þá þótti
hvorugt nafnið hafa unnið sér hefð í
tungumálinu.
Kvenmannsnöfnunum Selinu og
Alisu var hleypt í gegn athugasemda-
laust og sömu sögu er að segja af karl-
mannsnöfnunum Jónsa og Ylfingi.
Sérstaklega var fjallað um kven-
mannsnafnið Aríel en það hefur
verið samþykkt hér á landi sem karl-
mannsnafn. Nefndin vísaði til þess
að fordæmi væru fyrir því að nafn
gæti verið borið bæði af körlum og
konum. Gildir það meðal annars um
nöfnin Blær, Júní og Auður. Því var
fallist á beiðnina um Aríel. – jóe
Ylfingi og Jónsa
hleypt í gegn
PFAFF - GRENSÁSVEGI 13 - SÍMI 414 0400 - PFAFF.IS - Fylgstu með okkur á Facebook
HELGAR-
SPRENGJA
Jólaseríur sem þola íslenska veðráttu
10 metra, 100 ljósa sería frá 4.795 kr.
Bandaríkin Enn í gær bættist í hóp
þeirra sem ásaka bandaríska leik-
arann Kevin Spacey um kynferðis-
lega áreitni og ofbeldi. Fyrrverandi
fréttaþulurinn Heather Unruh boð-
aði til blaðamannafundar í Boston í
gær. Sagði hún þar frá því að Spacey
hefði beitt son hennar, þá átján ára,
kynferðislegu ofbeldi á krá í Nan-
tucket.
Unruh sagði Spacey hafa keypt
áfengi fyrir son sinn en í Massa-
chusetts þarf að vera 21 árs til þess
að kaupa áfengi. „Þegar Spacey var
búinn að hella hann fullan stakk
hann hendinni inn undir buxur
sonar míns og greip í kynfæri hans,“
sagði Unruh og bætti við:
„ S k a m m a s t u
þín fyrir það sem
þú gerðir syni
mínum.“ – þea
Fleiri ásaka
Kevin Spacey
Kevin spacey,
leikari. nor-
diCpHotos/
Getty
menning Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, veitti í dag LungA –
Listahátíð ungs fólks á Austurlandi,
heiðursviðurkenningu við hátíð-
lega athöfn á afmælishátíð Eras-
mus+, mennta- og æskulýðsáætlun
ESB, sem fram fór í Hörpu.
Björt Sigfinnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður
Borgþórsdóttir, einn af stofnendum
LungA, tóku við viðurkenningunni.
LungA hefur í meira en áratug
nýtt sér styrki í æskulýðshluta Eras-
mus+ til að byggja upp listahátíð og
LungA skólann. – srs
LungA hlaut
viðurkenningu
9 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 f i m m T u d a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
E
-4
B
A
4
1
E
2
E
-4
A
6
8
1
E
2
E
-4
9
2
C
1
E
2
E
-4
7
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K