Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 18
Fyrirtæki í fjármála- og vátrygg- ingastarfsemi greiða tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi, að því er fram kemur í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja sem kemur út í dag. Hefur skatt- byrði umræddra fyrirtækja aukist um 233 prósent frá árinu 2010, en á sama tíma hefur tekjuskattsstofn- inn aðeins aukist um 79 prósent. Umfjöllun samtakanna er byggð á skýrslu fjármála- og efnahagsráð- herra um skatttekjur, skattrann- sóknir og skattaeftirlit sem lögð var fyrir síðasta löggjafarþing. Alls greiddi fjármála- og vátrygg- ingageirinn tæpa 50 milljarða króna í opinber gjöld í fyrra, en þar af greiddu aðildarfélög samtakanna tæpa 40 milljarða. Í ársritinu er auk þess bent á að arðgreiðslur stóru viðskiptabankanna þriggja – Arion banka, Íslandsbanka og Lands- bankans  – hafi numið um 200 milljörðum frá árinu 2013. Er hluti ríkisins í þeim um 150 milljarðar. Aðildarfélög samtakanna hafi þannig greitt tæplega 400 milljarða króna til ríkisins frá árinu 2009. Samtökin taka fram að hvergi í Evrópu sé skattlagning á fjármála- fyrirtæki hærri en hér á landi. Auk þess sé leitun að ríkjum sem leggi fleiri sérstaka skatta, eins og bankaskatt og fjársýsluskatt, á rekstur slíkra fyrirtækja. Segja samtökin sérstöku skattana rýra að óbreyttu heildarvirði banka- kerfisins um allt að 280 milljarða króna en ríkið fer sem kunnugt er með stærstan hluta eignarhalds þess. – kij Fjármálageirinn greiðir tæplega þriðjung allra opinberra gjalda Rannsókn embættis héraðssaksókn- ara á meintum innherjasvikum fyrr- verandi yfirmanns hjá Icelandair er nokkuð vel á veg komin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Hann getur þó ekki sagt hvenær gert er ráð fyrir að rannsókninni ljúki. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í júlí síðastliðnum beinist rannsókn héraðssaksóknara að umfangsmiklum viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group sem gerð voru í aðdraganda þess að félag- ið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Er hópur manna grunaður um að hafa nýtt sér í nokkur skipti inn- herjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Yfirmað- urinn var sendur í leyfi frá störfum þegar málið komst upp í lok maí- mánaðar á þessu ári. Mennirnir eru grunaðir um að hafa gert framvirka samninga við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samning- unum. – kij Rannsókn á meintum innherjasvikum vel á veg komin  Rann- sóknin beinist að viðskiptum með hlutabréf í Icelandair. AÐALFUNDUR Sögufélags verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18.30-19.30 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Höfundakvöld kl. 20 með kynningum og spjalli um nýjar bækur Sögufélags Stjórnin www.egodekor.is - Bæjarlind 12 Kópavogur. MODESTO LEÐURHORNSÓFI Stærð: 300X210cm Verð: 399.900,- TILBOÐSVERÐ: 359.910,- Ný innlána- og greiðslukerfi, sem Landsbankinn mun taka í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri íslenska bankakerfisins, að sögn Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Lands- bankans. Bankinn verður sá fyrsti hér á landi sem innleiðir kerfin. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB), segir að með tíð og tíma muni kerfin draga talsvert úr rekstrarkostnaði. Það sé mikilvægt, enda sé kostnaðurinn af upplýsingatækni veigamikill þáttur í heildarkostnaði bankanna og hærri en gengur og gerist erlendis. Nýju kerfin, sem leysa af hólmi mörg eldri tölvukerfi, hafa á undan- förnum árum verið þróuð í samstarfi við evrópska hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software. „Þetta er tvíþætt verkefni. Ann- ars vegar er verið að innleiða ný, stöðluð og alþjóðleg greiðslu- og innlánakerfi fyrir Landsbankann og Íslandsbanka frá Sopra Banking Software og hins vegar er verið að búa til nýtt samskipta- og gagnalag fyrir íslenskan fjármálamarkað sem mun einfalda til muna þróun nýrra lausna og samvinnu banka við þriðja aðila, svo sem fjártæknifyrirtæki,“ segir Friðrik Þór. „Þrátt fyrir að núverandi grunn- kerfi hafi á sínum tíma verið bylt- ingarkennt – sem fyrsta rauntíma- greiðslukerfi í heiminum – þá eru hlutar þess orðnir hátt í 40 ára gamlir og kostnaðurinn þar af leiðandi orð- inn nokkuð hár. Þeir byggja á gamalli tækni sem erfitt er að nýta til þess að mæta kröfum nútímafjármálastarf- semi,“ nefnir hann. Nýju kerfin verði hagkvæmari og einfaldari í rekstri. „Hagkvæmnin felst í því að um alþjóðlegt, staðlað kerfi er að ræða þar sem fjöldi erlendra fjármálafyrirtækja sam- nýtir þróunarlausnir og deilir þannig kostnaðinum, en stór hluti nýrra krafna til slíkra kerfa kemur til vegna breytinga á alþjóðlegum lögum,“ bætir Friðrik Þór við. Lilja Björk segir nýju kerfin gera það að verkum að bankinn muni geta brugðist hraðar við þörfum markaðarins. „Þau munu auðvelda okkur að bregðast við þegar eftir- spurn á markaðinum krefst þess eða þegar við sjáum tækifæri á borðinu. Í gamla kerfinu var það ekki ein- falt. Á tímum sem þessum, þegar bankaviðskipti eru að taka hröðum breytingum, er afar mikilvægt að við getum boðið upp á nýjungar sem henta markaðinum hverju sinni án þess að þurfa að ráðast í mikla for- ritunarvinnu eða fjárfestingu í fólki og ferlum.“ Um sé að ræða stöðluð alþjóðleg kerfi sem viðhaldið er af stóru fyrir- tæki sem hefur starfsemi víðs vegar í heiminum. Ákveðið öryggi sé fólgið í því. „Breytingin felur í sér einföldun á tækniumhverfi bankans þar sem hægt verður að fasa út ýmsum kerfum og viðbótum sem bankinn hefur þurft að byggja ofan á eldri grunnkerfi RB. Þetta er eitt af ótal verkefnum sem leggjast öll á eitt um að lækka kostnað í bankakerfinu.“ Lilja Björk segir að takmarkaður fjöldi fólks hafi getað haldið gamla kerfinu við. Það hafi verið orðin áskorun að manna viðhald og þróun til framtíðar. „Við horfum nú fram á breytt umhverfi og þá er mjög gott fyrir bankann að hafa traustan og öflugan grunn sem við getum byggt á til framtíðar. Við erum því í ólíkri stöðu miðað við marga vestræna banka sem hafa búið við sömu kerfin í áratugi og eiga eftir að uppfæra.“ Landsbankinn hyggst innleiða kerfið 20. nóvember en af þeirri ástæðu þarf að skerða þjónustu í net- bönkum bankans helgina 18. til 19. nóvember. kristinningi@frettabladid.is Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbank- ans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bank- inn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. Forstjóri Reiknistofu bankanna segir kostnað bankanna af upplýsingatækni hærri en gengur og gerist erlendis. Kerfin hafa verið í þróun í þrjú ár. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. FRéttaBLaðIð/Hanna markaðurinn 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -5 A 7 4 1 E 2 E -5 9 3 8 1 E 2 E -5 7 F C 1 E 2 E -5 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.