Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 38
Á YouTube eru margir stílistar og tískuvitar sem luma á ráðum fyrir þá sem vilja tolla í tískunni. YouTube- rásir þeirra allra vinsælustu hafa milljónir áskrifenda, svo framleið- endurnir geta lifað af auglýsinga- tekjum. Mikil tækifæri Talið er að þeir sem koma sér í góða stöðu á YouTube í dag standi vel að vígi þegar fram líða stundir, því eftirspurn eftir myndbands- efni eykst sífellt. Yngri kynslóðir eru líka mun vanari að sækja sér afþreyingu á YouTube og aðra streymismiðla en þær eldri, svo neyslan á slíku efni er líkleg til að aukast. YouTube býður upp á ýmis tækifæri. Þar er meðal annars hægt sýna persónuleika sinn og vera ein- lægur, sem er mikilvægt á markaði þar sem samkeppnin er hörð og margir að gera svipað efni. Einlægni borgar sig Einlægni skilar árangri á YouTube. Það getur verið erfitt fyrir tísku- bloggara sem koma úr blogg- og Instagram-heiminum og eru vanir að sýna glansmynd af sér að sýna að þeir séu ekki fullkomnir, en það vekur athygli. Glansmyndin sem sumir tískuvitar sýna getur líka farið illa í sumt fólk sem vill ekki hlusta á fólk sem býr í einhverjum glamúrheimi og það tengir ekki við. Þá getur verið mjög gagnlegt að nota miðil eins og YouTube til að sýna sinn innri mann og tala um áskoranir sínar og fortíð, svo fólk sjái ekki innantóma glansmynd. Það er því fjárhagslegur hvati til að vera einlægur. Alls kyns efni Efnið sem tískubloggarar framleiða er fjölbreytt. Sumir gera mynd- bönd með alls kyns tískuráðum og brellum, sumir fjalla um fatakaup, aðrir gera ferðadagbækur, sumir tala um daglegt líf og aðrir einbeita sér að kennslumyndböndum þar sem þeir kenna til dæmis förðun eða sýna fólki hvernig á að klæða sig við ýmis tækifæri. Slík myndbönd, svokölluð „outfit of the day“ eða „klæðnaður dagsins“ myndbönd, eru mjög vinsæl. Svo eru líka til „outfit of the night“ myndbönd sem sýna klæðnað sem hentar fyrir skemmt- anir og stefnumót og svokölluð „lookbook“ myndbönd, sem sýna klæðnað fyrir marga daga í einu. Um leið og notendur finna einn tískuvita sem þeim líkar verður mjög auðvelt að finna fleiri við sitt hæfi í gegnum þjónustu YouTube og fá alls kyns hugmyndir um hvað hentar líkama manns og útliti. Fimm fræknir YouTube-arar Hér eru fimm tískubloggarar sem hafa gert góða hluti á YouTube. Auðvitað er þetta bara brot af þeim sem hafa náð langt. Zoella er með 12 milljónir áskrifenda. Hún fjallar aðallega um tísku og fegurð. Hún vinnur mikið með ASOS og stofnaði sinn eigin bókaklúbb með bókabúðinni WHSmith. Bethany Mota er með rúmlega 10 milljónir áskrifenda og talar mikið um föt en er líka með alls kyns ráð og brellur. Hún stofnaði sína eigin fatalínu og hefur vakið athygli fyrir léttan persónuleika og fagmennsku. Michelle Phan er með 9 millj- ónir áskrifenda og er af mörgum talin ein sú allra besta. Hún hefur verið á YouTube í áratug og var líklega fyrsti fegurðargúrúinn þar. Hún stofnaði svo fyrirtækið Ipsy, sem hefur malað gull. Fyrir um ári hætti hún hins vegar á YouTube vegna persónulegra vandamála. Ingrid Nilsen er með 4 milljónir áskrifenda. Hún fjallar mikið um snyrtivörur og málefni samkyn- hneigðra og er líka með vinsælan hlaðvarpsþátt. Í fyrra fékk hún að taka viðtal við Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Kathleen Lights er með rúmlega 3 milljónir áskrifenda og fjallar aðallega um förðun. Hún er þekkt fyrir kennslumyndböndin sín og selur líka sinn eigin varalit. Tískuheimurinn á YouTube Á YouTube er hægt að finna vinsæla tískuvita sem tala um og kenna allt sem viðkemur tísku. Þeir allra vinsælustu hafa áskrifendafjölda sem flestar sjónvarpsstöðvar væru stoltar af. Bethany Mota er ein þeirra sem hafa slegið í gegn með myndböndum um tísku á YouTube. Michelle Phan var frumkvöðull í fegurðarbloggi á YouTube. Zoella, réttu nafni Zoe Sugg, er einn allra vinsælasti fegurðarbloggarinn á YouTube. MYNDir/NOrDiCPHOTOS/GETTY YouTube hefur haft gríðarleg áhrif á neysluhætti og fjölmiðlun. Smart föt, fyrir smart konur Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nanni Jakki með satin kraga Kr. 9.800.- Str. S-2XL - 2 litir: svart, dökkblátt 365.is+ Fáðu 11 gígabæt í símann, endalaust mörg símtöl og sms ásamt aðgangi að Maraþon Now. Nánari upplýsingar um tilboðið á 365.is eða í síma 1817. MARAÞON NOW OG 11GB Á 3.990 KR.* *á mánuði 8 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 9 . N Óv E M B E r 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -6 9 4 4 1 E 2 E -6 8 0 8 1 E 2 E -6 6 C C 1 E 2 E -6 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.