Fréttablaðið - 09.11.2017, Side 46
Körfubolti Íslenska kvenna-
landsliðið í körfubolta mætir
Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í
undankeppni EM 2019 í Laugardals-
höllinni á laugardaginn. Stelpurnar
eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu
viku en þær ráðast ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur. Báðar
þessar þjóðir voru á EM síðast og
eru gríðarlega sterkar.
Íslenska liðið sýndi að það er á
góðri leið í undankeppni HM þegar
það lagði Ungverjaland hér heima
og það er leikur sem stelpurnar
horfa til fyrir þessa tvo hrikalega
erfiðu leiki.
„Sá leikur gaf okkur mjög mikið
og það er gott fyrir okkur að rifja
upp hvernig þetta var. Það var
gaman í Höllinni fyrir framan
íslenska áhorfendur með fullt hjarta
af baráttu. Ef skotin detta þá getum
við gert ýmsa hluti,“ segir Helena
Sverrisdóttir.
„Við lendum á móti svakalegum
liðum en það er engin ástæða til að
vera hræddar við þetta. Þvert á móti
förum við óhræddar inn í verkefnið
og gerum okkar allra besta.“
Helena er óumdeilanlega besta
körfuboltakona Íslands fyrr og síðar
en inn í liðið undanfarin misseri
hafa verið að koma gríðarlega efni-
legar ungar stúlkur sem gætu seinna
meir gert tilkall til titils Helenu sem
sú besta. Lætur hún þessar stelpur
samt ekki vita á æfingum hver er
enn þá númer eitt?
„Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég
þarf frekar að reka þær í hina áttina
svo þær verði aðeins kokhraustari.
Við þurfum líka að vera svolítið
kokhraustar á laugardaginn á móti
Svartfjallalandi ef við ætlum að
gera eitthvað,“ segir Helena og hlær
við, en þessar ungu stelpur eru nú
reyndari og styrkja liðið mikið.
„Það er búið að vinna hægt og
rólega í því að koma þessum ungu
stelpum inn í þetta. Nú eru þær
búnar að fá eitt til þrjú ár með
A-landsliðinu og það er stórt fyrir
þær. Svo erum við eldri í bland við
þær. Einnig erum við komnar aftur
með Hildi Björgu úr háskólaboltan-
um þannig að blandan er góð,“ segir
Helena Sverrisdóttir. tomas@365.is
Mega vera kokhraustari
Helena Sverrisdóttir er komin aftur í
landsliðið. Fréttablaðið/Eyþór
fótbolti Stjarnan tekur á móti
Tékklandsmeisturum Slavia Prag í
fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Stjörnukonur unnu sinn riðil í for-
keppni Meistaradeildarinnar örugg-
lega og drógust svo eins og venjulega
á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í
32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í
Garðabænum lyktaði með 1-1 jafnt-
efli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir
og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér
sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn.
Og þar drógust Garðbæingar á móti
Slavia Prag sem hefur orðið tékk-
neskur meistari undanfarin fjögur ár.
„Við erum spenntar fyrir verk-
efninu og teljum að við eigum alveg
möguleika á að fara í 8-liða úrslit.
En við þurfum að gera allt rétt, spila
okkar leik og vonast eftir góðum
úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörns-
dóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali
við Fréttablaðið.
Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði
Stjarnan getað fengi mun erfiðari
mótherja, eins og Frakklands- og
Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk
Gunnarsdóttur og stöllur hennar í
Wolfsburg.
„Þetta hefði getað verið verra. Það
voru þrjú lið sem við töldum okkur
eiga einhverja möguleika gegn og
þetta lið var eitt þeirra. Við vorum
alveg ánægðar með það og það er
gaman að fara inn í 16-liða úrslit og
eiga möguleika,“ sagði Katrín sem
segir Slavia Prag vera með öflugt
lið, enda með marga landsliðsmenn
innan sinna raða.
„Þær eru flestar í tékkneska lands-
liðinu og margar í byrjunarliðinu.
Þær eru líkamlega sterkar og pressa
hátt uppi á vellinum. Við höfum
séð Slavia Prag spila þannig og þær
opna vörnina og svæðið milli varnar
og miðju. Við þurfum að nýta okkur
það og keyra á þær þegar við fáum
tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í
íslenska landsliðinu sem mætti því
tékkneska í undankeppni HM í síð-
asta mánuði. Leikar fóru 1-1.
Katrín segir að það hjálpi Stjörn-
unni að Ísland og Tékkland hafi
mæst fyrir rúmum tveimur vikum.
„Það hjálpar. Það eru margar í
Slavia Prag sem spila fyrir lands-
liðið. Varnarleikurinn er þeirra veik-
leiki og við höfum farið yfir hvernig
við getum sótt á þær. Við höfum
leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“
sagði Katrín.
Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok
september og því er leikformið ekki
mikið hjá leikmönnum Stjörnunn-
ar, nema hjá þeim sem voru í lands-
liðinu. Katrín segir þó að það hafi
gengið ágætlega hjá Stjörnukonum
að halda sér við og undirbúningur-
inn fyrir leikina gegn Slavia Prag
hafi verið góður.
„Það hefur gengið vel. Stelpurnar
fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí
og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær
vikur höfum við æft á fullu og tekið
æfingaleiki við stráka. Það er hátt
tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég
er mjög ánægð með hvernig æfing-
arnar hafa gengið,“ sagði Katrín.
Slavia Prag vinnur alla leiki heima
fyrir með miklum yfirburðum en
liðið er á toppi tékknesku deildar-
innar með 28 stig eftir 10 leiki og
markatöluna 77-9.
„Það er mjög erfitt að bera deild-
ina hjá þeim og deildina hér heima
saman. Við höfum aðallega skoðað
leikina þeirra við Minsk í 32-liða
úrslitunum. Við styðjumst mest við
þá,“ sagði Katrín.
Hún segir að Evrópuleikirnir gefi
tímabilinu, þar sem enginn titill
kom í hús í Garðabænum, smá lit.
„Við vissum snemma í septem-
ber að Íslandsmeistaratitillinn væri
genginn okkur úr greipum og bikar-
inn líka en þetta kórónar sumarið
að vera komnar svona langt. Og við
vitum að við getum farið enn lengra.
Þetta heldur okkur gangandi. Þetta
er skemmtileg tilbreyting í nóvem-
ber,“ sagði Katrín að lokum.
ingvithor@365.is
Vitum að við getum farið enn lengra
Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, telur að liðið eigi góða möguleika gegn Slavia Prag í 16-liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu. Margir leikmenn Slavia Prag spila með tékkneska landsliðinu sem mætti því íslenska fyrir rúmum tveimur vikum.
Stjörnukonan lorina White á æfingu með Stjörnunni í gærkvöldi en það er ekki á hverju ári sem það er Evrópuleikur í nóvember á islandi. Fréttablaðið/VilHElm
Síðustu tvær vikur
höfum við æft á
fullu og tekið æfingaleiki við
stráka.
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
Kynning í Lyfjum & heilsu, Kringlunni.
20% afsláttur af Skyn Iceland út sunnudag.
Kaupauki fylgir með ef verslað
er fyrir meira en 6.900 krónur.
9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f i m m t u D A G u r34 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
E
-9
F
9
4
1
E
2
E
-9
E
5
8
1
E
2
E
-9
D
1
C
1
E
2
E
-9
B
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K