Fréttablaðið - 09.11.2017, Page 12

Fréttablaðið - 09.11.2017, Page 12
 Takið vel á móti fermingarbörnunum Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar PIPA R \ TB W A • SÍA • 122 90 0 kvika.is Fyrirtækjaráðgjöf Kviku, fyrir hönd Lindarhvols ehf., auglýsir Lyu hf. til sölu. Lya er stærsta keðja apóteka og heilsuverslana á Íslandi en samtals rekur félagið 50 apótek, útibú og verslanir um land allt undir merkjum Lyu, Apóteksins og Heilsuhússins. Einnig á Lya dótturfélagið Heilsu ehf. sem sérhæ­r sig í inn‚utningi og drei­ngu á matvörum, vítamínum, snyrtivörum og almennri apóteksvöru. Ríkissjóður er eigandi félagsins en Lindarhvoll ehf. sér um umsýslu þess og hefur falið fyrirtækja- ráðgjöf Kviku að selja félagið í opnu söluferli. Frá og með ­mmtudeginum 9. nóvember 2017 geta áhugasamir árfestar sem undirrita trúnaðary­rlýsingu og skila umbeðnum upplýsingum fengið afhent ítarleg sölugögn um félagið. Áhugasömum bjóðendum er boðið að skila inn óskuldbindandi tilboði fyrir kl. 16 föstudaginn 15. desember. Þeim sem eiga hagstæðustu tilboðin verður boðin áframhaldandi þátttaka í ferlinu og munu þeir fá aðgang að rafrænu gagnaherbergi með ítarlegri gögnum, kynningu á félaginu frá stjórnendum Lyu hf. og gefst kostur á að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu. Áhugasamir árfestar eru beðnir um að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Kviku með tölvupósti á netfangið lya@kvika.is og munu þeir í framhaldinu fá stutta kynningu á félaginu og frekari upplýsingar um söluferlið. Lya hf. – Opið söluferli Bandaríkin Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Banda- ríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demó- krata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta transkonan sem Bandaríkja- menn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti sík- inn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókrat- ar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stór- sigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meiri- hluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabar- áttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem  verður að öllum líkindum fyrsta transkonan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Kjósendur vildu senda forseta Bandaríkjanna skýr skilaboð. Einna mesta athygli vekur sigur transkonu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatara Virginíu. Transkonan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálf- titlaða hommahataranum Bob Marshall. NoRDicphoTos/AFp Hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans. Danica Roem, Demókrati Samkvæmt útgöngu- spám vildu kjósendur einna helst senda Donald Trump skýr skilaboð. Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri transkona. Einnig náði trans- konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíu- þing sem hefði sett strangar reglur um notkun transfólks á almennings- salernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þing- mannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hin- segin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýs- ingu sem í sagði að innihald bækl- ingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. thorgnyr@frettabladid.is 9 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 F i m m T U d a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -9 5 B 4 1 E 2 E -9 4 7 8 1 E 2 E -9 3 3 C 1 E 2 E -9 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.