Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 52
Myndlistarmað-u r i n n B i r g i r A n d r é s s o n var um margt bæði einstakur listamaður og
heillandi einstaklingur. Birgir lést
árið 2007 aðeins 52 ára að aldri
en þá lá þegar eftir hann mikið og
heillandi höfundarverk. Kristján
Loðmfjörð kvikmyndagerðarmaður
heillaðist ungur af verkum Birgis en
í kvöld fer í almennar sýningar í Bíói
Paradís heimildarmyndin Blindra-
hundur, um list og ævi Birgis í leik-
stjórn Kristjáns.
Kristján segir að upphaflega hafi
hann tekið viðtal við Birgi árið 2003.
„Á þessum tíma var ég í myndlistar-
námi í Hollandi en fór heim í jóla-
frí þrátt fyrir að hafa trassað eitt-
hvað listasöguverkefni. Kennarinn
bað mig því um að gera eitthvað
á meðan ég væri heima og að það
mætti þess vegna vera vídeóvinnsla
þar sem ég var ekki kominn með
hollenskuna á hreint. Ég hafði áður
heillast af mörgum af verkum Birgis
og fannst hann vera spennandi
karakter. Hann hafði kennt vinum
mínum einhverja kúrsa í Listahá-
skólanum heima og ég fékk þá til
þess að kynna mig fyrir honum
og það varð úr að ég hékk með
honum eina helgi á vinnustofunni.
Birgir var einstaklega skemmtilegur
maður og ég átti alltaf þetta viðtal
enda þótti mér vænt um hann eftir
þessa stund á vinnustofunni. Þetta
viðtal var svona kveikurinn að því
að gera þessa heimildarmynd en
síðan var snemma tekin ákvörðun
um að nota það ekki heldur fara þá
leið að Birgir birtist aldrei í mynd.“
Kristján segir ástæðuna fyrir því
vera að myndin sé unnin mikið til
í anda verka Birgis. „Það er mikið af
myndmáli þarna sem rímar annars
vegar við frásagnirnar hverju sinni
eða þá stök myndlistarverk eftir
Birgi. Það er þá myndmál sem ég bý
til sjálfur en þetta byggir allt á þeirri
nálgun sem var snemma ákveðin og
miðar að því að stíga inn í mynd-
heim Birgis og hugmyndaheim.“
Huglæg mynd
Birgir var fæddur í Vestmannaeyjum
en móðir hans féll frá þegar hann
var aðeins þriggja ára gamall. Andr-
és, faðir Birgis, var blindur og fluttu
þeir feðgar þá í hús Blindrafélags-
ins við Hamrahlíð. Þar átti Birgir
sín uppvaxtarár hjá föður sínum og
stjúpmóður sem var einnig blind.
Kristján segir að óneitanlega hafi
þessar sérstöku aðstæður á upp-
vaxtarárum Birgis haft mikil áhrif
á að móta hann sem listamann.
„Birgir nýtti þetta og vann til að
mynda mikið með lýsingar í sínum
verkum. Stór hluti hans verka eru
textaverk sem ganga aðallega út á
lýsingar eins og t.d. textar sem hann
fann í gömlum bókum um mannlíf,
íslenska þjóðhætti og sitthvað fleira
í þeim dúr. Hann sótti mikið í efni
á borð við þetta og sagði sjálfur að
honum þætti miklu einfaldara að
búa til mynd með texta og leyfa
síðan áhorfendunum að ákveða
hvernig hún liti út. Þannig að það
að búa til myndir í huganum var
stór þáttur í hans myndlist og þess
vegna vildi ég fremur gera slíka
mynd. Mynd sem væri í raun frekar
huglæg en efnislæg.“
Sveit í borg
Þó svo ferill Birgis hafi um margt
verið farsæll, hann var til að mynda
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum 1995, þá var hann á ein-
hvern hátt alla tíð á jaðrinum ef
svo má segja. „Já, hann skar sig úr.
Hann gerði það á marga vegu og við-
fangsefni verkanna áttu sinn þátt í
því. En þegar Birgir byrjaði í mynd-
list þá gekk hann eiginlega SÚM
kynslóðinni á hönd og tók upp það
verklag og form.
En síðan þroskast hann og fer að
öðlast meira sjálfstæði og það var
ekki síst fyrir þann sagnfræðilega
vinkil sem birtist svo víða í hans
verkum. Þetta reyndar leiddi til þess
að hann náði til mjög breiðs hóps
listunnenda vegna þess að hann var
að vinna með íslenskan menningar-
arf þar sem hann dró fram þetta sér-
vitra og sérstaka. Eitthvað sem hafði
í raun verið reynt að sópa undir
teppið af sagnfræðingum síðustu
aldar þegar það var verið að móta
ímynd Íslands út á við.
Hús Blindrafélagsins og það sam-
félag sem þar var að finna var svo
einmitt að miklu leyti þetta gamla
Ísland sem var að hverfa í uppgangi
borgarasamfélagsins í Reykjavík.
Þarna voru einbúar og ýmsir kyn-
legir kvistir sem fluttu í þetta hús
úr sveitinni vegna blindu eða sjón-
skerðingar og Birgir tók inn alla
þessa menningu og mannlíf sem því
fylgdi.“ Kristján segir að einstök verk
vísi mjög skýrt í þennan bakgrunn
en einskær áhugi hans á menning-
ararfinum hafi þó verið lykilatriði.
„Hann var heillaður af þessari gömlu
sveitamennsku og þessum hverfandi
menningararfi sem má eflaust rekja
til þessa bakgrunns. Til þess að alast
upp í gamalli sveit en inni í miðri
borg á sama tíma.“
Ein saga
En eiga verk Birgis mikið erindi í
dag? „Já, tvímælalaust. Það er ekki
hægt að segja að hann hafi verið
alþýðulistamaður vegna þess að
hann vinnur innan lögmála sam-
tímamyndlista. Hann er einn af
fremstu listamönnum síns tíma en
um leið tekur hann inn þessi elem-
ent sagnfræðinnar á myndrænan
hátt og leiðir þar fram þetta gamla
samfélag með einstökum hætti.
Þetta er list sem á eftir að eiga erindi
við okkur um ókomna tíð.“
En hvort skyldi Kristján þá
leitast við að segja sögu Birgis eða
verkanna? „Upprunalega kom ég
til Birgis til þess að ræða um verkin
hans en hann var sjálfur gríðar-
lega mikill sagnamaður. Það sem
var heillandi við þessa heimsókn
var að það voru alltaf einhverjar
sögur, ýmist fyndnar eða alvöru-
gefnar á bak við hvert einasta verk
sem höfðu svo reyndar ekkert með
lokaútkomuna að verkinu að gera.
Þannig að það sem heillaði mig er
hvað þetta tvinnast mikið saman,
karakterinn og verkin, hugmyndin
með myndinni er því að segja það
sem eina sögu.“
Listin að búa til
myndir í huganum
Blindrahundur, ný heimildarmynd um
líf og list Birgis Andréssonar myndlistar-
manns, eftir Kristján Loðmfjörð, fer í
almennar sýningar í Bíói Paradís í kvöld.
Kristján Loðmfjörð, leikstjóri heimildarmyndarinnar Blindrahundur, sem sýnd er í Bíói Paradís. FréttaBLaðið/Hanna
Stilla úr myndinni Blindrahundur sem segir frá ævi og list Birgis andréssonar.
ÞArnA voru einBúAr
og ýmsir KynLegir
Kvistir sem fLuttu í ÞettA
hús úr sveitinni vegnA
BLindu eðA sjónsKerðingAr
og Birgir tóK inn ALLA ÞessA
menningu og mAnnLíf sem
Því fyLgdi.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Bækur
Amma best
HHHHH
Höfundur: Gunnar Helgason
Útgefandi: Mál og menning
Prentun: Bookwell, Finnlandi
Síðufjöldi: 192
Kápuhönnun: Rán Flygenring
Á nýafstöðnu barnabókaþingi í
ráðhúsi Reykjavíkur var rætt um
hve lítið er gefið út af barnabókum
hér á landi og að rithöfundar sjái
sér ekki hag í að skrifa slíkar bækur.
Þá var margbent á að íslensk börn
lesi ekki nógu mikið – að sumu
leyti vegna þess að það eru ekki
skrifaðar og gefnar út nógu margar
bækur. Gunnar Helgason hefur svo
sannarlega lagt sitt af mörkum til að
stækka hinn smáa íslenska barna-
bókamarkað og hefur alls sent frá
sér 12 barnabækur, þar af 9 hnaus-
þykkar á síðustu sjö árum. Geri aðrir
betur!
Hans nýjasta bók, Amma best, er
fjórða sagan um fermingarstúlkuna
Stellu, sorgir hennar og sigra. Fyrstu
tvær bækurnar hafa notið mikilla
vinsælda en ég er hrædd um að
margir hafi misst af þriðju bókinni,
Strákaklefanum, sem hægt er að lesa
ókeypis á vef Menntamálastofn-
unar. Amma best er beint fram-
hald fyrri bókanna þriggja og hefst
rúmum þremur vikum fyrir ferm-
ingu Stellu. Auk þessa stórviðburðar
fjallar bókin um kærastavandamál
og fjölskylduvandamál, sem einkum
tengjast ömmu best sem kemur alla
leið frá Köben til að vera við ferm-
ingu Stellu. Yfir öllu þessu svífur svo
bráðfyndinn kúkabrandari – sem er
líka dauðans alvara, í orðsins fyllstu
merkingu, og gerir Stellu ákaflega
skelkaða.
Vandræðin sem Stella
glímir við eru vandamál
sem langflestir ungling-
ar kannast við, jafnvel
þótt vandræði Stellu séu
ýktari og farsakennd-
ari en gengur og gerist
og meira að segja þótt
Stella sé með klofinn
hrygg og ferðist í hjóla-
stól. Stella er, þegar öllu
er á botninn hvolft,
alveg eins og aðrir vand-
ræðalegir unglingar og
því eiga lesendur auð-
velt með að spegla sig í
henni. Stella sjálf er við-
kunnanleg persóna sem
tekur út mikinn þroska
í bókunum en hún er hins vegar
langt í frá fullkomin. Fyndin er hún
en alls ekki jafn fyndin og aukaper-
sónur á borð við Hanna granna,
ömmu snobb og
Sigga litla bróður
sem á bágt með
að segja r. Lesandi
getur hreinlega
átt á hættu að
fá harðsperrur í
brosvöðvana við
lesturinn. Hins
vegar eru brand-
ararnir oft svo
yfirþyrmandi að
sagan sjálf týnist í
öllum húmornum.
Til dæmis finnst
mér sá hluti sög-
unnar sem snýr
að vandamálum
tengdum kúk –
svo ekki sé of mikið gefið upp hér
– mjög áhugaverður en húmorinn
leikur þar of stórt hlutverk og gerir
söguna hreinlega ótrúverðuga. Á
þetta til að mynda við um samskipti
Stellu og fjölskyldunnar við lækna-
stéttina.
Amma best er skemmtileg bók en
ekki sú besta í bókaflokknum um
Stellu en bæði finnst mér Mamma
klikk og Pabbi prófessor betur skrif-
aðar og fléttan úthugsaðri. Engu að
síður óska ég þess innilega að Gunn-
ar haldi áfram að skrifa um Stellu.
Íslensk börn þurfa sárlega á góðum
bókaflokkum að halda, skemmti-
legum og vel skrifuðum doðröntum
sem halda athygli þeirra og fá þau til
að flykkjast í bókasöfnin og athuga
hvort höfundurinn sé ekki búinn að
skrifa meira. Helga Birgisdóttir
NiðurstAðA: Ágæt viðbót við sérlega
vel lukkaðan bókaflokk. Haltu áfram að
skrifa, Gunnar!
Kúkabrandarar geta verið alvörumál
9 . N ó v e m B e r 2 0 1 7 F i m m t u D A G u r40 m e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð
menning
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
E
-6
4
5
4
1
E
2
E
-6
3
1
8
1
E
2
E
-6
1
D
C
1
E
2
E
-6
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K