Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 62
Íslands svara spurningum Tilnefndir til Hönnunarverðlauna Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í kvöld í Iðnó við hátíðlega athöfn og fimm framúrskarandi verk náðu í úrslit. Lífið fékk þá sem eru tilnefndir til verðlaunanna til að svara nokkrum spurningum um verk sín, ferlið og fleira. Ari MArTeinsson og ArnAr ÓMArsson. REITIR workshop – Tools for Collaboration Hvaða þýðingu hefur það að fá til- nefningu til Hönnunarverðlauna Íslands? REITIR workshop er ástríðuverkefni sem stendur okkur nærri og viðurkenning sem þessi hittir beint í hjartastað. Markmið bókarinnar REITIR – Tools for Colla- boration (hönnuð og ritstýrt af Sop- hie Haack) er að hún nýtist öðrum og veiti innblástur. Tilnefningin er ákveðinn gæðastimpill sem styður við það markmið. Við höfum einn- ig nýlokið við að halda alþjóðlega smiðju í Árósum sem var innblásin af REITIR workshop, og byggir á sömu aðferðafræði. Fleiri slík verk- efni eru í bígerð, og það að fá til- nefningu til Hönnunarverðlauna Íslands styður ómetanlega þá vinnu. Hvað er eftirminnilegast úr ferl- inu? Það er svo margt! Andrúms- loftið var alltaf svo tilraunakennt og ólíkt öðru sem við höfum gert. Ákvörðunin um að gera bókina var eftirminnilegur vendipunktur í ferl- inu – eftir að hafa þróað verkefnið í fimm ár voru ákveðin tímamót. Þá var kominn tími til að finna verk- efninu nýtt form og að draga saman lærdóm okkar af allri þessari vinnu. Í formi bókar hélt verkefnið áfram að þróast og hefur orðið grund- völlur fyrir nýjum verkefnum eftir okkur og aðra. Er þetta ykkar besta verk til þessa? Það er erfitt að svara því. Verkefnin okkar eru mjög fjölbreytt, en ef við horfum á smiðjur sem við höfum gert, þá trónir REITIR workshop á toppnum, án vafa. Það skiptir miklu máli að smiðjan er sjálfsprottin og við veittum okkur algert frelsi til að þróa hana, gera tilraunir og taka áhættur. Við byggjum mikið af vinnu okkar á hugmynda- og aðferðafræði REITIR workshop, sem hefur virkað frábærlega í öðru umhverfi og öðru samhengi. Smiðj- an heldur þannig áfram að veita okkur innblástur og er uppspretta annarra verkefna. Hvað einkennir góða hönnun að ykkar mati? Frumleg, krefjandi og framkvæmd af ástríðu. PálMAr KrisTMundsson, PKdM ArKiTeKTAr. Orlofshús BHM í Brekkuskógi Hvaða þýðingu hefur það að fá tilnefningu til Hönnunarverð- launa Íslands? Að fá tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands er ákveðin viðurkenning á því að maður er að gera eitthvað sem öðrum líkar, en er um leið hvatn- ing til að ganga lengra, ögra enn frekar. Hvað er eftirminnilegast úr ferlinu? Eftirminnilegt frá ferlinu er vafalaust kolaða timburklæðn- ingin, tilraunirnar við að brenna viðarklæðninguna, reyna að við- hafa þessa japönsku hefð að verja tré með því að brenna yfirborðið. Hvað einkennir góða hönnun að þínu mati? Það sem einkennir góða hönnun er samhengið milli hugmyndar, útfærslu og nota- gildis. Góð hugmynd, ef hún er ekki fagmannlega útfærð, fellur yfirleitt um sjálfa sig og nýtist ekki sem skyldi. sTeinþÓr Kári KárAson og ásMundur HrAfn sTurluson, eigendur KurT og PÍ, Í sAMsTArfi við AsK ArKiTeKTA. Marshall-húsið Hvaða þýðingu hefur það að fá tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands? Fyrst og fremst er þetta heiður. Heiður sem við deilum með öllum þeim aðilum sem gerðu það kleift að þetta verk varð að veru- leika Hvað er eftirminnilegast úr ferl- inu? Það sem er eftirminnilegast er að í þessu langa ferli kom aldrei neitt bakslag í það, heldur þokaðist verkið stöðugt áfram og varð þétt- ara og þéttara. Er þetta að ykkar mati ykkar besta verk til þessa? Hvert verk fer sína eigin leið, með sínar eigin for- sendur og eigin áherslur. Saman- burður verka er því mjög erfiður, en vissulega er þetta verk eitt af þeim verkum þar sem við fundum alla kubbana í púslinu. Hvað einkennir góða hönnun að þínu mati? Hönnun sem sprottin er upp úr umhverfi sínu, á við það samtal með tungutaki hönnuðar- ins, að honum sjálfum fjarstöddum. þráinn HAuKsson, lAndslAg. Stígur á Saxhól Hvaða þýðingu hefur það að fá til- nefningu til Hönnunarverðlauna Íslands? Hvatning til að leita uppi tækifærin sem felast í öllum verk- efnum. Hvað er eftirminnilegast úr ferlinu? Auk vettvangsferða í stórbrotnu landslagi voru það skemmtileg og gefandi samskipti við starsfólk Umhverfisstofnunar og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Er þetta þitt besta verk til þessa? Það mætti ætla það með sínar þrjár tilnefningar til verðlauna hérlendis og erlendis. En verkin eru margvís- leg og í raun ósambærileg. Hvað einkennir góða hönnun að þínu mati? Fegurð, „funksjón“ og frumlegheit. Hörður KrisTbjörnsson og dAnÍel freyr ATlAson, döðlur. Merki og heildarásýnd listahátíðarinnar Cycle Hvaða þýðingu hefur það að fá til- nefningu til Hönnunarverðlauna Íslands? Það hefur gríðarlega þýð- ingu fyrir okkur að vera tilnefnd og sérstaklega sem fulltrúar grafískrar hönnunar í hópi stórra og viðamik- illa verkefna að þessu sinni. Það veitir okkur mikla ánægju að vera í hópi þeirra og að okkar mati setur það í samhengi að góð hönnun getur verið hvað sem er og hvernig sem er. Hvað er eftirminnilegast úr ferl- inu? Þegar allt fór að hringsnúast í höndunum á okkur þá varð þetta mjög skemmtilegt og eftirminni- legt. Er þetta að ykkar mati ykkar besta verk til þessa? Er ekki alltaf nýjasta verkið manns það besta til þessa? Þetta verkefni er eitt af mörgum góðum og er eiginlega, ef við erum alveg hreinskilnir, eitt af þessum verkefnum sem maður bjóst ekk- ert endilega við að fólk myndi fatta. Það er mjög einfalt í sjálfu sér en byggt á góðri hugmynd sem leyfir því að verða miklu skemmtilegra og stærra en mann óraði fyrir. Það er í grunninn verið að hafa gaman og það virðist fá fólk til að brosa. Þá er takmarkinu náð. Hvað einkennir góða hönnun að þínu mati? Góð hugmynd. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r50 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð Lífið 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -9 A A 4 1 E 2 E -9 9 6 8 1 E 2 E -9 8 2 C 1 E 2 E -9 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.