Fréttablaðið - 09.11.2017, Qupperneq 30
Talsverð tímamót verða í inn-leiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar
tekin verður í notkun rafræn bygg-
ingargátt. Unnið hefur verið að gerð
gáttarinnar mörg undanfarin ár og
standa vonir til þess að hún verði
að fullu komin í notkun innan fárra
mánaða. Markmið byggingargáttar-
innar er að gera stjórnsýslu bygg-
ingarmála gagnsærri og skilvirkari
og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið
virki.
Gerð gagnagrunna og innleiðing
rafrænnar stjórnsýslu er eitt mikil-
vægasta verkefni Mannvirkjastofn-
unar þessi misserin. Vinna við bygg-
ingargátt byggir að vissu leyti á vinnu
og útboðum vegna rafmagnsöryggis-
gáttar sem er komin í víðtæka notkun
meðal rafverktaka, dreifiveitna og
skoðunarstofa um allt land. Um er að
ræða heildstætt upplýsingakerfi með
nokkrum sjálfstæðum kerfiseining-
um sem tengja rafverktaka, rafveitur
og skoðunarstofur saman við upp-
lýsingakerfi Mannvirkjastofnunar í
ferlum sem varða rafmagnsöryggi.
Rafmagnsöryggisgáttin hefur auð-
veldað öll rafræn skil á upplýsingum
og á sama tíma auðveldað mjög sam-
skipti á milli fyrrgreindra aðila.
Mikilvægir áfangasigrar hafa unnist
í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á
undanförnum misserum. Reynsla af
notkun rafmagnsöryggisgáttar er góð.
Sömu sögu er að segja af Brunaverði,
rafrænni gátt fyrir eldvarnaeftirlit.
Brunavörður auðveldar mjög störf
eldvarnaeftirlitsmanna en í hann
eru vistaðar úttektir slökkviliða og
þjónustuaðila og gögn sem tengjast
þeim. Enn má nefna rafrænar gáttir
sem halda utan um vatnsúðakerfi
og viðvörunarkerfi. Allar auðvelda
þessar gáttir störf eftirlitsaðila og
hagsmunaaðila í senn.
Öll gögn vistuð
Í rafrænu byggingargáttinni verða
vistuð öll gögn vegna mannvirkja,
allt frá umsókn um byggingarleyfi
til lokaúttektar. Þar verða vistaðar
umsóknir og útgefin byggingarleyfi,
öll gögn sem leyfin byggjast á, hönn-
unargögn, teikningar og skoðunar-
skýrslur. Þar verður að finna lista yfir
löggilta hönnuði og iðnmeistara
og byggingarstjóra með starfsleyfi
ásamt reglum um gæðastjórnunar-
kerfi byggingarstjóra, hönnuða og
iðnmeistara. Þar verða ennfremur
skoðunarhandbækur og verklags-
reglur faggiltra skoðunarstofa.
Mannvirkjastofnun hefur lokið
við gerð skoðunarhandbóka en þær
gegna lykilhlutverki í því að tryggja
einsleitt eftirlit. Þær stórauka einnig
möguleika framkvæmdaaðila til að
stunda eigið eftirlit. Lokið hefur verið
við gerð smáforrits fyrir snjallsíma
sem nýtist skoðunarmönnum þann-
ig að þeir skrá niðurstöður skoðunar
með stöðluðum hætti samkvæmt
skoðunarhandbókum.
Smíði byggingargáttarinnar er
mjög umfangsmikið og fjárfrekt
verkefni. Það er sannarlega tilhlökk-
unarefni fyrir okkur sem störfum að
mannvirkjamálum að geta tekið hana
að fullu í notkun.
Tímamót í stjórnsýslu
byggingarmála
Frumframleiðendur er samheiti yfir matvælaframleiðendur sem vinna afurðir beint úr auðlind-
um lands og sjávar. Um er að ræða
framleiðendur með leyfi til áfram-
sölu, sem útvega afurðir til mann-
eldis frá fyrstu hendi, yrkja landið,
rækta dýr og afurðir þeirra (svo sem
egg, hunang og fleira), sækja föng í sjó
og vötn, eða sækja og safna afurðum
beint úr villtri náttúru (svo sem jurt-
um, berjum, eggjum villtra fugla og
annars sem nýta má til manneldis).
Hugtakið frumframleiðandi kemur
fyrir í búvörulögum nr. 99/1993 með
síðari breytingum, og er aðgreint frá
hugtakinu „afurðastöð“, sem nær
yfir hvern þann aðila sem vinnur
úr afurðum frá frumframleiðanda,
en frumframleiðandi getur að auki
verið afurðastöð og unnið úr eigin
frumframleiðslu sjálfur.
Frumframleiðendur gegna gífur-
lega mikilvægu hlutverki í mögu-
leikum samfélags til sjálfbærni, við-
halds og framþróunar, þar sem þeir
eru þeir aðilar sem útvega samfélag-
inu afurðir til að matast á eða vinna
mat úr. Ísland er gjöfult land og á sér
sterkar og langar hefðir í frumfram-
leiðslu á flestum sviðum þeirrar fram-
leiðslu. Mikilvægt er að halda áfram
því góða starfi sem unnist hefur í átt
að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum
frumframleiðslu (og um leið endur-
vakningu sjálfbærni fyrri tíma, með
þróaðri hætti), til lands og sjávar. Í
því samhengi er áríðandi að huga
gaumgæfilega að þeim áhrifum sem
stórvægilegar aðgerðir geta haft á
náttúruleg vistkerfi, svo sem stóriðja,
orkuver og virkjanir, geta hugsanlega
haft á auðlindir og frumframleiðslu.
Samfara aukinni sjálfbærni á
öllum sviðum frumframleiðslu, er
mikilvægt að finna leiðir sem minnka
kostnað og skapa aðstæður sem auka
möguleika á því að frumframleið-
endur fái sanngjarnt verð fyrir þær
afurðir sem þeir framleiða. Að öðrum
kosti má vænta þess að kerfið falli um
sjálft sig á endanum.
Skv. upplýsingum frá Landssam-
tökum sauðfjárbænda er algengt
að íslenskir sauðfjárbændur fái í
sinn hlut um 25-41% af endanlegu
markaðsverði þeirra afurða sem
þeir framleiða. Þróunin undanfarið
veldur áhyggjum um frekari lækkun
á þessu hlutfalli. Þó hefur verið bent
á að það hlutfall sé jafnvel lægra en
kollegar þeirra víða annars staðar í
Evrópu eru að fá, en breskir bændur
séu til að mynda að fá nær 50% af
endanlegu verði.
Gróðahugsun
Afleiðing þeirrar hugsunar sem stýrt
hefur framleiðslu að miklu leyti frá
iðnvæðingu og leiðir af sér síaukinn
ágang á auðlindir með auðsöfnun
að markmiði í nafni auðsöfnunar,
er sú að frumframleiðendum fer
fækkandi. Carlo Petrini, einn stofn-
enda SLOW FOOD samtakanna og
formaður þeirra frá upphafi, benti
á í fyrirlestri sínum hérlendis í maí
síðastliðnum, að bændur væru í dag
um 3% þegna á Ítalíu. Eftir seinni
heimsstyrjöld hafi hlutfall þeirra
hins vegar verið um 50%. Erfiður
rekstrargrundvöllur sökum sífelldr-
ar lækkunar afurðaverðs til bænda
í krafti innkaupastefnu stórfyrir-
tækja, veldur því að æ fleiri bændur
sjá ekki tilgang í og hafa ekki getu til
áframhaldandi starfs. Sjá má fyrir
sér að gróðahugsun, þar sem auð-
söfnun auðsöfnunarinnar vegna er
markmið, verði á endanum að víkja
fyrir sjónarmiðum sem einkennast
fremur af virðingu og vernd.
Tekin hafa verið mikilvæg skref
á ýmsum sviðum frumframleiðslu
til að tryggja sjálfbærni auðlinda
Íslands, miklar framfarir hafa orðið
í vinnsluaðferðum í sjávarútvegi,
ekki síst hvað stærri fyrirtæki og
útgerð varðar. Framfarir til aukinnar
sjálfbærni og fyrirhyggja einkennir
í auknum mæli einnig landbúnað
og önnur svið, en komið hafa fram
mikilvæg verkefni þar sem grasrótin
er virkjuð, sem stuðla markvisst að
aukinni sjálfbærni, svo sem aðgerðir
sem færa landgræðslu heim í héruð,
eins og verkefnið Bændur græða
landið og styrkir Landbótasjóðs
Landgræðslunnar til umráðahafa
lands til uppgræðsluverkefna.
Þá má nefna verkefni eins og
Gæðastýrða sauðfjárrækt og Gæða-
stýringu í hrossarækt, sem taka til
landnota, búfjáreftirlits, lyfjanotk-
unar, áburðarnotkunar og upp-
skeru, fóðrunar dýranna og fleiri
þátta. Þá hafa verið tekin jákvæð
skref með aukinni vinnslu heima á
býlum, svo sem sjálfbærum og vist-
vænum býlum, t.a.m. á Þorvalds-
eyri Hvolsvelli, Vallanesi á Fljóts-
dalshéraði, Erpsstöðum í Dölum
og Sólheimum í Grímsnesi og
handverkssláturhúsi á Seglbúðum
Kirkjubæjarklaustri, sem eru fyrir-
myndir sem horfa ber til.
Ekki síst eru mikilvæg þau skref
sem hinn almenni neytandi virðist í
auknum mæli taka í átt að sjálfbær-
ari og vistvænni lífsstíl, sem greina
má í auknum áhuga á bændamörk-
uðum, auknum áhuga á afurðum
beint frá frumframleiðendum og
áhuga á meðvitaðri neyslu, minnkun
matarsóunar og umhyggju fyrir nátt-
úrunni.
Greinin er annar hluti greinaraðar-
innar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.
Frumframleiðendur og
sérstaða Íslands
í alþjóðasamhengi
Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru
tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu
að í fyrsta skipti var keyrð árásaaug-
lýsingaherferð í opinberum fjöl-
miðlum, sjónvarpi og útvarpi.
Við höfum áður séð nafnlausar
netsíður sem dreifa árásum og lygum
á netinu en árásaherferð Samtaka
skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi
aðferð, árásir samtaka sem eru sér-
staklega stofnuð í áróðursskyni til
hliðar við flokkana, eru stór hluti af
kosningabaráttu í Bandaríkjunum
en lítið beitt í Evrópu nema af hægri
öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á
Íslandi eru nýjar fréttir og vekur
spurningar.
Hvaðan koma peningarnir?
Herferð Samtaka skattgreiðenda
hafði greinilega mikið fjármagn á bak
við sig. Kostnaðurinn nam örugglega
milljónum jafnvel tugum milljóna.
Það er sjálfsagt að Samtökin birti
kostnaðinn og hverjir greiddu hann.
Krafan um að upplýsa um uppruna
auglýsingafjár er talin besta leiðin til
að stemma stigu við falsauglýsingum
og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar
aðgerðir Evrópusambandsins, Facebo-
ok og Twitter. Í lögum er þess krafist
að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan
fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf
ekki sama að gilda um samtök sem
beita sér í kosningabaráttu? Alþingi
og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.
Hvaða stjórnmálafl stendur að
baki herferðinni?
Góð vísbending um það er að skoða
að hverjum árásin beinist. Herferð
Samtaka skattgreiðenda beindist
gegn Vinstri grænum og miðja stjórn-
málanna vill yfirleitt ekki beita svona
harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn,
þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á
Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn
stæði að baki þessu. Einnig má leita
vísbendinga um hvaða stjórnmála-
flokkur eða stuðningsmenn hvaða
flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í
þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn sem hefur það fjársterka
bakhjarla að þeir geti kostað auka
auglýsingaherferð – til hliðar við stóra
opinbera auglýsingaherferð flokksins.
Þá er vert að athuga hvaða fólk
stendur að baki Samtökum skatt-
greiðanda. Síðasta dag herferðarinnar
var nafn formanns samtakanna birt í
auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðis-
maðurinn Skafti Harðarson.
Borga árásaauglýsingar sig?
Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri
Arnalds orðið í Silfrinu: „… reynslan
hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að
neikvæðar auglýsingar virka betur
en jákvæðar …“
Fylgi VG féll mikið á meðan á
herferðinni stóð. Virkaði níðher-
ferðin svona vel? Munu þá ekki allir
fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag
útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar? Munum við sjá Félag
fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokk-
inn með auglýsingum? Ég efast um að
þau hafi efni á því og það er dapurlegt
ef kosningabarátta framtíðar verður á
jafn lágu plani og Samtök skattgreið-
enda innleiddi núna.
Löglegt eða siðlaust?
Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er
ólögleg, en það er allavega ólöglegt að
birta ósannindi í auglýsingum. Sumar
fullyrðingar í auglýsingum Samtaka
skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan
sannleika.
Önnur spurning er hvort níð sé sið-
laust? Dæmi nú hver fyrir sig.
Lýðræðislegt?
Jafnræði þegnanna er ein af undir-
stöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt
að þeir sem hafa mikla fjármuni valti
yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir
kosningar? Þeir sem hafa vald ættu
að fara með það af tillitsemi gagnvart
þeim sem ekki hafa það – líka þeir
sem hafa auðvald.
Stóru tíðindin
Sveinn
Margeirsson
forstjóri Matís
Rakel
Halldórsdóttir
annar stofn-
enda Frú Laugu
bændamarkaðar,
stjórnarmaður
SLOW FOOD
Reykjavík og ráð-
gjafi hjá Matís
Páll Gunnar
Pálsson
sérfræðingur hjá
Matís
Björn Karlsson
forstjóri Mann-
virkjastofnunar
Sverrir
Björnsson
hönnunarstjóri
Krafan um að upplýsa um
uppruna auglýsingafjár
er talin besta leiðin til að
stemma stigu við falsaug-
lýsingum og falsfréttum.
Og þú hitar bílinn með
fjarstýringu – Webasto bílahitari
-8°
-6°
-7°
0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 1 27.10.17 14:2
21° Tilfinning
BÍLASMIÐURINN HF
BÍLDSHÖFÐA 16
SÍMI: 567-2330
www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is
9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
E
-9
F
9
4
1
E
2
E
-9
E
5
8
1
E
2
E
-9
D
1
C
1
E
2
E
-9
B
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K