Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 4
Rafvirkjar
LED lampar
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
BANDARÍKIN Yfir 400 bandarískir
milljónamæringar og milljarða
mæringar hafa í bréfi til bandaríska
þingsins hvatt Repúblikanaflokkinn
til að hverfa frá áætlununum um að
lækka skatta hjá þeim sem ríkastir
eru.
Hópurinn, Responsible Wealth,
segir slíkar áætlanir auka á ójöfnuð
og auka skuldir. Í staðinn eigi að
hækka skatta hjá þeim efnameiri.
Meðal þeirra sem hafa undirritað
bréfið eru læknar, lögmenn, frum
kvöðlar og forstjórar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
og þingmenn Repúblikanaflokksins
hafa sagt að skattalækkanir hjá
þeim efnameiri stuðli að innspýt
ingu í efnahagskerfið og auki fjár
festingar. – ibs
Auðmenn vilja
hærri skatta
StjóRNmál Þeir þingmenn Sjálf
stæðisflokksins, VG og Framsóknar
flokksins sem Fréttablaðið hefur
rætt við eru nokkuð bjartsýnir á
stjórnarmyndunarviðræðurnar
sem hófust formlega í gær. Þeir
telja að stjórnarsamstarf þessara
flokka sé besti möguleikinn til að
auka stöðug leika í stjórnmálunum.
Að þeirra mati er engin önnur ríkis
stjórn líklegri til að geta setið út
fjögurra ára kjörtímabil.
Fulltrúar flokkanna í viðræð
unum hófu fundahöld um klukkan
hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna
upp ramma stjórnarsáttamálans
þannig að við einbeitum okkur að
útlínunum á honum og hvaða atriði
það eru sem þurfa að komast að en
síðan verður framhaldið að fylla inn
í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Formenn flokkanna hafa sagt að
það sé möguleiki á að ná samstöðu
um ýmis brýn mál. Innviðafjárfest
ing, stöðugleiki á vinnumarkaði og
möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar
að kjaraviðræðum eru á meðal
þeirra mála sem sett verða á oddinn.
En það þarf líka að snerta á
nokkrum viðkvæmum málum,
komi til samstarfs. Einn þing
maður Sjálfstæðisflokksins nefndi
að ágreiningur gæti komið upp um
atvinnumál og umhverfismál. Þar
gæti til dæmis verið tekist á um
uppbyggingu fiskeldis og uppbygg
ingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar
ekki alltaf verið samstíga í utanríkis
málum, þótt afstaðan til Evrópu
sambandsins sé vel samrýmanleg.
„Skattamál,“ sagði einn þing
maður VG þegar Fréttablaðið spurði
hann hvar gæti einna helst orðið
erfitt fyrir flokkana að ná saman.
Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt
af mörkum til að stuðla að sátt á
vinnumarkaði, en kjarasamningar
á almenna markaðnum eru lausir
á næsta ári. „Við höfum dregið upp
nokkuð skýra mynd af því hvað við
teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri
ASÍ.
Annars vegar sé að bregðast við
úrskurði kjararáðs frá því í fyrra
haust, sem hafi torveldað allt samtal
á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi
Píratar þó verið eini þingflokkurinn
sem vill að Alþingi bregðist við þeim
hækkunum sem þá voru samþykkt
ar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur
áhugi sé á að taka upp vinnumark
aðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ
telur hins vegar að samhliða þurfi að
byggja upp norrænt velferðarkerfi.
„Það er lögð áhersla á að tryggja
stöðugleika á félagslega sviðinu.
Þar höfum við dregið upp ýmis
áhersluatriði, fyrir utan almenn
velferðarmál; heilbrigðismál og
menntamál. Atriði sem lúta að
vinnumarkaðnum. Atvinnuleysis
bætur eru í sögulegu lágmarki
miðað við kaupgjald, fæðingar
orlofið er langt undir meðaltekjum
og ábyrgðarsjóður launa er ekki að
bæta launatap vegna þess að þar
eru einhverjar hámarksviðmiðanir í
engu samræmi við kaupgjald,“ segir
Gylfi. jonhakon@frettabladid.is
Ágreiningur gæti orðið um
atvinnumál og umhverfismál
Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarvið-
ræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. Þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins telur að mögulega geti orðið ágreiningur um atvinnuuppbyggingu og umhverfismál.
Formenn flokkanna funduðu í gær í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm
Gylfi
arnbjörnsson,
forseti aSÍ
EVRóPUSAmBANDIÐ Hópur Evrópu
þingmanna leggur áherslu á að öll
aðildarríki Evrópusambandsins, ESB,
flýti sér að búa til svartan lista yfir
skattaskjól og staði sem notaðir eru
til peningaþvættis.
Þingmennirnir segja að breyta þurfi
lögum sé þess þörf til að koma í veg
fyrir að menn greiði ekki til samfélags
neyslunnar. Þeir benda á að greiða eigi
skatta þar sem menn þéna peningana.
Þörf sé á meira gegnsæi varðandi við
skipti fyrirtækja og skattaskil.
Umræðan um skattaskjól hófst á ný
í kjölfar leka á gögnum, svokölluðum
Paradísarskjölum, frá lögmannsstof
unni Appleby sem er með aðalstöðvar
á Bermúda. 13,4 milljónum skjala var
lekið. – ibs
ESB vill lista
yfir skattaskjól
evrópuþingmenn vilja meira gagnsæi.
DómSmál Íslenska ríkið tapaði
tveimur dómsmálum í gær sem
varða innflutningstakmarkanir
á erlendum landbúnaðarvörum.
Annars vegar í Héraðsdómi Reykja
víkur og hins vegar fyrir EFTAdóm
stólnum.
Í gærmorgun kvað EFTAdóm
stóllinn upp þá niðurstöðu sína að
innflutningstakmarkanir íslenskra
laga á fersku kjöti, eggjum og
mjólkurvöru brytu gegn ákvæðum
EESsamningsins.
Um hádegisbil dæmdi Héraðs
dómur Reykjavíkur síðan ríkið til að
endurgreiða 355 milljónir króna til
Haga, Sælkeradreifingar og Innness
vegna ólögmætra tollkvóta. Þetta
er í annað sinn á tveimur árum sem
ríkið er dæmt til að endurgreiða
ólögmætt útboðsgjald en það gerð
ist einnig í janúar í fyrra í Hæsta
rétti. Sömu þrjú fyrirtæki stóðu þá
að málinu en upphæðin nam um
hálfum milljarði króna.
Hæstiréttur taldi fyrir ári að með
tollkvótunum væri ráðherra í raun
falið skattlagningarvald. Ákvæðum
laga var breytt í kjölfarið en héraðs
dómari taldi framsal skattlagningar
valds enn vera of mikið.
„Íslenska ríkið hefur brotið
gegn EES og um leið hagsmunum
íslenskra neytenda með því að
koma í veg fyrir innflutning á vörum
sem hefði stuðlað að aukinni sam
keppni og líklega lægra vöruverði,“
segir Þorgerður Katrín Gunnars
dóttir, starfandi sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra. Hún segir
að breyta þurfi lögunum.
„Að mati samtakanna mun
niðurstaða dómsins að óbreyttu
geta valdið íslenskum landbúnaði
miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu
og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili
að evrópskum tryggingarsjóðum
sem bæta tjón ef upp koma alvar
legar sýkingar í landbúnaði og þyrfti
ríkisvaldið ásamt bændum að bera
slíkar byrðar,“ segir í yfirlýsingu frá
Bændasamtökunum vegna niður
stöðu EFTAdómstólsins. – jóe
Fyrirkomulag innflutningstakmarkana
dæmt ólögmætt tvisv r sama daginn
landbúnaðarráðherra segir að
ríkið hafi ekki aðeins brotið gegn
eeS-samningnum heldur einnig gegn
neytendum. Fréttablaðið/erNir
VIÐSKIPtI Arion banki hefur afskrif
að 3,7 milljarða af átta milljarða
lánveitingu sinni til United Sili
con. Áður hafði bankinn afskrifað
hlutafé sitt í fyrirtækinu sem nam
1,1 milljarði króna. Þetta kemur fram
í uppgjöri bankans fyrir fyrstu þrjá
fjórðunga ársins 2017.
Í uppgjörinu kemur einnig fram að
hagnaður bankans á tímabilinu nam
10,4 milljörðum króna samanborið
við 17,3 milljarða á sama tímabili
í fyrra. Sé aðeins litið til þriðja árs
fjórðungs þá var afkoma bankans
neikvæð sem nemur um hundrað
milljónum króna samanborið við
7,5 milljarða hagnað á fjórðungnum
í fyrra. Ástæðan fyrir því eru áður
nefndar afskriftir vegna United Sili
con.
Heildareignir bankans í lok sept
ember voru tæpir 1.145 milljarðar
króna og hafa þær aukist um 109
milljarða króna frá áramótum. Eigið
fé hluthafa í bankanum nam tæpum
222 milljörðum króna og hefur það
aukist um ellefu milljarða frá upphafi
árs. Eiginfjárhlutfall bankans var 27
prósent og er óbreytt frá í upphafi árs.
Í tilkynningu frá bankanum segir
að efnahagur bankans sé sterkur og
að mikil áhersla hafi verið lögð á að
tryggja lausafjárstöðu í tengslum við
afnám fjármagnshafta og afborganir
skuldabréfa sem eru á gjalddaga í
upphafi næsta árs.
„Það er um ár síðan verksmiðja
United Silicon var gangsett og fljót
lega kom í ljós að óreiða var á starf
semi félagsins. Nú liggur jafnframt
fyrir að verksmiðjan var ekki full
kláruð þegar hún var gangsett,“ segir
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri
Arion banka, í yfirlýsingu.
„Neikvæð áhrif vegna United Sili
con nema ríflega 2% af eigin fé bank
ans og niðurfærsla lána nemur innan
við 0,4% af lánabók bankans.“ – jóe
Arion afskrifar tæpa fjóra milljarða króna vegna United Silicon
höskuldur h. Ólafsson, forstjóri
arion banka. Fréttablaðið/GVa
1 5 . N ó V E m B E R 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U R4 f R é t t I R ∙ f R é t t A B l A Ð I Ð
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-4
1
1
C
1
E
3
7
-3
F
E
0
1
E
3
7
-3
E
A
4
1
E
3
7
-3
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K