Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 27
Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval
sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið.
Við mætum þínum þörfum með traustri
ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum
markaðarins.
Saman stefnum við að árangri
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega
vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða
fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir
tilteknum fjármálagerningum.
Veldu samferðamann
með úthald og reynslu
boði eru tvenns konar vörur eða
sparnaðarform þegar kemur að við-
bótarlífeyrissparnaði. Annars vegar
hefðbundinn séreignarsparnaður
og hins vegar lífeyristryggingar,“
segir Ólafur Páll Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðs-
ins. „Á þessu tvennu er mikill munur
en við markaðssetningu og kynn-
ingu á séreignarsparnaði eru þessi
ólíku sparnaðarform á hinn bóginn
oft lögð að jöfnu. Ég benti meðal
annars á þetta í grein árið 2014.“
Aðspurður útskýrir Ólafur Páll að
samningar um séreignarsparnað,
sem gerðir eru við lífeyrissjóð eða
banka, kveði á um að iðgjald skuli
varðveitt á bundnum innlánsreikn-
ingi eða í sérstakri fjárfestingarleið.
„Slíkir samningar byggja á sjóðs-
söfnun. Helstu einkenni slíks sparn-
aðar eru að hægt er að taka inneign
út að hluta eða í heild eftir sextugt.
Unnt er að flytja inneign á milli
vörsluaðila með litlum eða engum
tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki
þótt greiðslur falli niður í lengri eða
skemmri tíma. Þóknanir eru líka
almennt lágar og engin þóknun er
við upphaf samnings.
Þá er hægt að nýta þennan sparn-
að skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð
hvort sem er með greiðslum inn á
lán eða með söfnun,“ segir hann.
Ólafur Páll segir að lífeyristrygg-
ing sé annars eðlis en hefðbundinn
séreignarsparnaður. „Samningur
um kaup á lífeyristryggingu felur í
sér langtímaskuldbindingu – oft til
margra ára eða áratuga – af hálfu
kaupandans. Inntak slíkra samninga
er eðli máls samkvæmt annað en
samninga um lífeyrissparnað enda
er um tryggingarsamning að ræða.
Heimilt er að flytja réttindi sem
byggja á lífeyristryggingu til ann-
arra vörsluaðila og taka réttindi út
eftir sextugt.“
Hafa beri í huga að í mörgum til-
vikum taki kaupandi lífeyristrygg-
ingar á sig afföll sem rýra inneign-
ina, til dæmis ef taka á inneignina
hraðar út en samningur kveður á
um. „Viðkomandi getur þurft að
sjá á eftir töluverðum fjárhæðum
vegna þessa. Slíkt á ekki við um
hefðbundinn séreignarsparnað.
Við andlát rétthafa lífeyristrygg-
ingar rýrist inneignin sem rennur
til erfingja. Inneign í hefðbundnum
séreignarsparnaði rennur á hinn
bóginn óskert til erfingja.
„Þóknanir vegna lífeyristrygginga
eru mun hærri og sérstaklega í upp-
hafi en það eru einmitt verðmætustu
iðgjöld viðskiptavinarins. Þá getur
hluti inneignar tapast ef greiðslur
falla niður, til dæmis vegna atvinnu-
leysis eða náms,“ nefnir Ólafur Páll.
FME getur beitt sér
Rúnar útskýrir að erlendu vátrygg-
ingafélögin, svo sem Allianz og
Bayern, sem nefnd voru í fyrirspurn
Markaðarins til FME, hafi nýtt
sér staðfesturétt sinn á grundvelli
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið til þess að veita þjón-
ustu hér á landi. Í slíkum tilvikum
fari eftirlitið í heimaríkjum fyrir-
tækjanna, Þýskalandi í umræddu
tilfelli, með eftirlit með starfsemi
félaganna.
„Félögin lúta þannig eftirliti þýska
fjármálaeftirlitsins. En á grundvelli
laga um vátryggingastarfsemi eigum
við hjá FME að grípa inn í ef við
verðum þess vör að erlend félög séu
ekki að fara að lögum hér á landi, til
dæmis hvað varðar upplýsingagjöf,
svo dæmi sé tekið. Við myndum þá
ávallt grípa til slíkra ráðstafana að
höfðu samráði við eftirlitið í heima-
ríkinu.
Í undantekningartilvikum mynd-
um við geta gripið beint inn í starf-
semi erlendra félaga ef, eins og segir
í lagatextanum, þau með grófum
hætti eða ítrekað brjóta hérlend lög
eða reglugerðir og ekki hefur verið
unnt með kröfum eða aðgerðum að
fá bætt úr því sem úrskeiðis hefur
farið,“ nefnir hann.
Aðspurður nefnir Rúnar að
erlendu vátryggingafélögunum sé
ekki skylt að skila FME upplýsingum
um starfsemi sína, eins og til dæmis
fjárhagsupplýsingum, í ljósi þess að
að eftirlitið í Þýskalandi fari með
eftirlit með félögunum. „Þær upp-
lýsingar sem við fáum um starfsemi
erlendra vátryggingafélaga hér á
landi eru upplýsingar um iðgjalda-
magn, þannig að við eigum með tíð
og tíma að vera í stakk búin til þess
að hafa upplýsingar um umfang við-
skipta þessara félaga hér á landi.“
Auk þess fái Fjármálaeftirlitið
upplýsingar um fjárhag félaganna
þegar þau hefja starfsemi hér á
landi. Eftirlitið í heimaríkinu þurfi
þá að staðfesta að fjárhagur félag-
anna sé í lagi og að félagið uppfylli
fjárhagslegar kröfur, svo sem hvað
varðar gjaldþol.
„Í hreinskilni sagt finnst mér að
neytendavernd mætti vera meiri
þegar kemur að lífeyristrygg-
ingum,“ segir Ólafur Páll. „Það er
okkar upplifun að margir geri sér
alls ekki grein fyrir muninum sem
er á lífeyristryggingum annars vegar
og séreignarsparnaði hins vegar.“
Hann bendir auk þess á að innlendir
vörsluaðilar, svo sem lífeyrissjóðir
og bankar, lúti eftirliti Fjármála-
eftirlitsins hér á landi á meðan
sölu aðilar erlendra lífeyristrygginga
lúti eftirliti heimaríkis. „Það eftirlit
virðist ekki jafn virkt,“ segir hann.
„Við höfum alltaf bent okkar við-
skiptavinum á að kynna sér þær
vörur vel sem eru í boði á þessum
markaði. Séreignarsparnaðurinn
hefur reynst sérlega vel sem sparn-
aðarform. Í mörgum tilvikum eru
þetta fjárhæðir sem skipta miklu
máli hjá fólki og munu örugglega
gera það í framtíðinni eftir því sem
höfuðstóllinn vex. Það er því mikil-
vægt að fólk sé meðvitað um eðli
vörunnar og kynni sér málin vel,“
segir Ólafur Páll.
Óheimilt að greiða í söluþóknanir
Fjármálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2010 að óheimilt
væri að ráðstafa iðgjöldum þeirra sem eru með viðbótarlífeyrissparnað
í þóknanir til sölumanna. Einungis mætti ráðstafa iðgjöldunum í beinan
sparnað til öflunar lífeyrisréttinda.
Viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir að það hljóti
að teljast í besta falli vafasamt að stór hluti óskattlagðra iðgjalda – en
iðgjöld launþega til aukningar lífeyrisréttinda eru undanþegin tekjuskatti
lögum samkvæmt – renni beint í vasa sölumanna erlendra lífeyristrygg-
inga. Slíkar iðgjaldagreiðslur eigi að renna til viðbótarsparnaðar. Annað
standist vart skattareglur.
Þess má geta að Morgunblaðið greindi frá því sumarið 2014 að
þóknanagreiðslur til söluaðila erlendra tryggingafélaga hér á landi hafi
numið fjórum milljörðum króna á árunum 2009 til 2013.
Fréttablaðið greindi frá því í september árið 2010 að Arion banki
og KB ráðgjöf hefðu ákveðið að hætta að bjóða upp á nýja samninga í
lífeyrissparnaðarleiðinni Vista í kjölfar þess að fregnir bárust af því að sex
greiðslur mánaðarlegra iðgjalda hefðu ekki runnið í lífeyrissparnað við-
skiptavina, heldur í upphafsþóknun til KB ráðgjafar. Fjármálaráðuneytið
gerði athugasemd við umrætt fyrirkomulag og tók skýrt fram í svari til
Fréttablaðsins að „iðgjaldi eða iðgjaldshluta samkvæmt samningi um
séreignarsparnað skal einungis verja til öflunar lífeyrisréttinda. Ekki sé að
finna nein frávik frá þeim lögum.“
908
milljónir króna er saman-
lagður hagnaður Allianz á
Íslandi árin 2015 og 2016.
706
milljónir króna er saman-
lagður hagnaður Sparnaðar
árin 2011 til 2015.
Í hreinskilni sagt
finnst mér að
neytendavernd mætti vera
meiri þegar kemur að
lífeyristryggingum.
Ólafur Páll Gunn-
arsson, fram-
kvæmdastjóri
Íslenska lífeyris-
sjóðsins
markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . n ó V e M b e R 2 0 1 7 A A
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-4
6
0
C
1
E
3
7
-4
4
D
0
1
E
3
7
-4
3
9
4
1
E
3
7
-4
2
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K