Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Æska ein- staklinga á ekki að fara í að berjast við kerfið fyrir sjálfsögðum mannrétt- indum heldur í að lifa lífinu. Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda ein-staklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri? Við lauslega samantekt nú í byrjun nóvember 2017 kemur í ljós að meðalaldur nýkjörinna þing- manna er 49 ár. Sá elsti er 68 ára og sá yngsti 26 ára. Eftir kosningarnar nú í lok október komu 16 nýir þingmenn inn á Alþingi. Meðalaldur þeirra er 48 ár. Sá elsti er 63 ára og sá yngsti 34 ára. Hressir með kollinn í lagi Um það bil 40 þúsund eldri borgarar voru með kosn- ingarétt í kosningunum í október síðastliðnum eða um 16 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Aðeins einn úr þeirra hópi situr á Alþingi eða 1,6 prósent þingmanna. Við vitum að margt eldra fólk er haldið sjúk- dómum og ellihrörnun en í þessum hópi eru líka margir hressir og kátir og með kollinn í lagi. Þess vegna vaknar sú spurning hvers vegna eldri borgarar eigi svo fáa úr sínum hópi á þingi. Vanþekking og fordómar? Getur verið að eitthvað djúpt í meðvitund þjóðar- innar virki eins og ósýnileg hindrun? Vanþekking og fordómar? Kannski finnst okkur að eldri borgarar séu best geymdir niðri við Tjörn með barnabörnum að gefa öndum brauð eða spila bingó úti í bæ. Þá eru þeir allavega ekki að þvælast fyrir þeim sem yngri eru. Í öðrum löndum láta þeir sem eldri eru til sín taka í stjórnmálum. Sem dæmi má nefna að Ronald Reagan var rétt tæplega sjötugur þegar hann tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Hann sat svo í embætti í átta ár. Bernie Sanders öldungadeildar- þingmaður lætur enn til sín taka á Bandaríkjaþingi 76 ára gamall. Donald Trump var sjötugur í janúar síðastliðnum þegar hann varð forseti. Ellismellir á Alþingi! Ingimundur Gíslason augnlæknir Kannski finnst okkur að eldri borgarar séu best geymdir niðri við Tjörn með barnabörn- um að gefa öndum brauð eða spila bingó úti í bæ. Það er margt fólgið í því að eiga sér mann-sæmandi líf í nútíma samfélagi. Að eiga til hnífs og skeiðar, hafa þak yfir höfuðið, tækifæri til menntunar, rétt til starfa og eiga þess kost að lifa eins og manneskja í félagsskap við aðrar slíkar. Mannskepnan er nefnilega félagsvera í eðli sínu og þarf á samneyti við annað fólk að halda til þess að þroskast, dafna og líða bærilega. Þessi réttur til félagslegs samneytis er mikilvægur okkur öllum og þá ekki síst ungu fólki sem þarf á því að halda að tengjast jafningjum, bera sig saman við þá og deila með þeim lífsreynslu. Það verður því að teljast til stórtíðinda að Hæsti- réttur Íslands hafi fyrir skömmuð úrskurðað um að mannréttindi einstaklings til félagslegs lífs bæru minna vægi en eignarréttur ríkissjóðs. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði þá máli þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í niðurstöðu dómsins var þeim rökum beitt að ekki væri til nægjanlegt fjármagn í túlkasjóði til þess að standa straum af þessum kostnaði. Áslaug Ýr er daufblind og sumarbúðirnar sem hún sótti voru fyrir önnur daufblind ungmenni og bauðst sænska ríkið til þess að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Túlkasjóður hefur áður verið til umræðu og þá ekki síst fyrir þær sakir að vera ekki fjármagnaður með viðunandi hætti. Þar sem sjóðurinn er á fastri fjárlagatölu eru skilaboð stjórnvalda að það sé aðeins svo og svo mikið, eða öllu heldur lítið, til skiptanna til grundvallarmannréttinda þeirra sem þurfa á sjóðnum að halda. Að sjóðurinn tæmist eða að Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sé almennt í þeirri stöðu að þurfa að stýra því hver eigi að njóta fullra mannréttinda og hver ekki er auðvitað rót vandans. En ef Hæstiréttur Íslands er farinn að taka að sér aðhald með ríkissjóði þá er það ekki síður alvarlegt umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt. Hið sama má svo segja um margendurteknar sneypufarir íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En það sem er ekki síður umhugsunarefni fyrir íslenskt samfélag í heild sinni er að fjöldi Íslendinga þarf að eyða miklu af tíma sínum, peningum og orku í að berjast við ríkið fyrir sjálfsögðum mannrétt- indum. Æska einstaklinga á ekki að fara í að berjast við kerfið fyrir sjálfsögðum mannréttindum heldur í að lifa lífinu. Læra, þroskast, dafna og skemmta sér með jafnöldrum og jafningjum í samfélagi sem lætur sig varða um einstaklingana sem mynda þessa blessuðu þjóð. Dómur Hæstaréttar og þröng staða túlkasjóðs felur í sér ákveðna höfnun á þessu. Höfnun á því að einstaklingar sem þurfa að takast á við takmarkanir á hverjum degi fái að lifa lífinu í samfélagi við annað fólk. Í því er líka fólgin jaðarsetning á einstaklingum sem eru hluti af þessu samfélagi rétt eins og hvert annað mannsbarn, einstaklingum sem er sagt að vera úti svo ríkissjóður geti nú haft fjármagnið inni. Vertu úti Framsókn Formlegar stjórnarmyndunar- viðræður hófust í gær þegar formenn flokkanna sem að þeim standa hittust í þingflokksher- bergi Framsóknarflokksins. Hefð er fyrir því að ríkisstjórnir fái nafn og hafa þau verið mjög fjölbreytt á lýðveldistímanum. Stefanía, Nýsköpunarstjórnin, Emilía og Viðreisn eru dæmi um nöfn á stjórnum fyrri ára. Í ljósi þess að formaður Fram- sóknarflokksins var hvata- maður að því að flokkarnir þrír hófu samtal og að fundarhöld fara fram í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins kann ein- hver að stinga upp á að stjórnin, verði hún að veruleika, muni heita Framsókn. Kaldhæðni Flokkarnir þrír hafa allir sterka tengingu við bændastéttina og fyrirfram er kannski ekki að vænta mikilla breytinga á landbúnaðarkerfinu í átt að auknu frelsi. Þess vegna er það því sem næst ljóðrænt að EFTA- dómstóllinn skuli dæma í máli varðandi innflutningsbann á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Sam- dægurs skuli héraðsdómur svo kveða upp þrjá samhljóða dóma þar sem íslenska ríkið var dæmt til að endurgreiða innflutnings- fyrirtækjum útboðsgjald, sem innheimt er vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur. jonhakon@frettabladid.is 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A G U r14 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -3 7 3 C 1 E 3 7 -3 6 0 0 1 E 3 7 -3 4 C 4 1 E 3 7 -3 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.