Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 30
Nýr formaður
Keahótela
Ný stjórn hefur tekið
til starfa hjá Kea-
hótelum eftir að
fjárfestingasjóðir
frá Alaska í Banda-
ríkjunum gengu frá
kaupum á 75 prósenta
hlut í hótelkeðjunni í ágúst síðast-
liðnum. Þá hefur Fannar Ólafsson
einnig tekið sæti í stjórn Keahótela
en hann er á meðal fjárfesta sem
eiga fjórðungshlut í hótelkeðjunni í
gegnum félagið Tröllahvönn. Margrét
Tryggvadóttir, aðstoðarforstjóri
fjarskiptafyrirtækisins Nova, er nýr
stjórnarformaður en aðrir í stjórn
félagsins eru meðal annars Jonathan
Rubini, annar eigenda JL Properties,
og Hugh Short, stofnandi PT Capital
Advisors, en sá sjóður keypti einnig
helmingshlut í Nova fyrr á árinu.
Blæs út
Í nýju ársriti Sam-
taka fjármálafyrir-
tækja er bent á að á
sama tíma og banka-
kerfið hafi minnkað
umtalsvert á undanförnum árum
hafi kostnaður fjármálafyrirtækja
vegna opinbers eftirlits hækkað
mikið. Þannig nam rekstrarkostnaður
Fjármálaeftirlitsins, en Unnur Gunn-
arsdóttir er forstjóri stofnunarinnar,
um 1,1 milljarði króna árið 2010 en
var kominn í yfir tvo milljarða króna
í fyrra. Kostnaðurinn hefur þann-
ig hækkað um milljarð á sjö árum.
Þetta þykir fjármálafyrirtækjum full
mikið af hinu góða. Er tekið fram í
ritinu að fulltrúar þeirra í sérstakri
samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila
hafi lagt til að ráðist verði í allsherjar-
rekstrarúttekt á FME.
Lítil viðbrögð
Ekki er hægt að segja
að fjárfestar hafi
brugðist að neinu
ráði við nýju virðis-
mati IFS greiningar
á Marel sem birt
var í lok síðustu viku.
Sérfræðingar IFS meta gengi hluta-
bréfa félagsins á 426,1 krónu en
gengið var 331 króna þegar markaðir
lokuðu í gær. Munurinn er tæplega
30 prósent. Margir fjárfestar velta
því nú fyrir sér hvort stjórnendur
Marels hafi hug á því að skrá félagið
í erlenda kauphöll. Forstjórinn, Árni
Oddur Þórðarson, sagði í samtali
við ViðskiptaMoggann um daginn að
engin slík ákvörðun hefði verið tekin
að svo stöddu.
Spá kólnun á sænskum fasteignamarkaðiSkotsilfur
Húsnæðisverð í Svíþjóð hefur náð hámarki, að mati bankastjóra tveggja sænskra banka, og má búast við kólnun á markaðinum á næstu misserum.
Á það sérstaklega við um húsnæðisverð í höfuðborginni, Stokkhólmi, þar sem hækkunin hefur verið hvað mest undanfarin ár. „Við sjáum viðvör-
unarmerki alls staðar,“ segir Johan Torgeby, bankastjóri SEB. Húsnæðisverð er þegar byrjað að lækka samkvæmt nýjum tölum. FréTTablaðið/EPa
Það er þetta með persónu-leikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru
margir, sumir heillandi aðrir ekki.
Hvað með vörumerki?
Þú hefur 5 sekúndur, hver er per-
sónuleiki þíns vörumerkis? Varstu
í vandræðum með að svara þessu,
skiptir það máli?
Já, það er vissara að vera með
þetta á hreinu og hvað vörumerkið
stendur fyrir. Mikilvægt er að þú
finnir þetta út fyrir þitt vörumerki,
ekki láta samkeppnina skilgreina
þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir
einnig miklu máli þegar kemur að
uppbyggingu og viðhaldi merkisins,
sérstaklega þegar lögð er áhersla á
samþætta markaðssetningu þar
sem öll skilaboð sem fyrirtækið
sendir frá sér, frá samskiptum við
viðskiptavini á samfélagsmiðlum
til atvinnuauglýsinga og almanna-
tengsla, séu í takt og innihaldi í
grunninn sama rödd en aðlöguð
fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá
vinnu að skilgreina persónuleika
vörumerkisins verða samskipti við
viðskiptavini og starfsmenn mark-
vissari og skýrari.
Gott er að nota mannleg ein-
kenni við að finna röddina, ef
vörumerkið væri persóna, hver
væri hún? Kona, karlmaður eða
hvorugt, aldur, hvernig hagar hún
sér og hvaða skoðanir hefur hún.
Hvað elskar persónan og hvað
myndi hún aldrei segja eða gera?
Hugsaðu um hvernig þú vilt að
markhópurinn upplifi vörumerkið
og hvaða tilfinningar og viðbrögð
það veki.
Dæmi um þetta er vörumerki
þar sem persónuleikinn er fágað-
ur, yfirvegaður og heiðarlegur, þá
stingur í stúf ef auglýsingar tækju
mið af því en á samfélagsmiðlum
myndi vörumerkið birtast sem
kjánalegt og svara með gríni og
hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei,
á meðan vörumerkið er í notkun
verður að sinna því og viðhalda.
Ef því er ekki sinnt er hætta á því
að skilaboð til viðskiptavina verði
ómarkviss og úr karakter, sem gefur
samkeppninni tækifæri til að láta
til sín taka. Mörg íslensk vöru-
merki eiga mikið inni skilgreini
þau sinn persónuleika og noti til
að aðgreina sig frá samkeppninni
og ná betur í gegn með sannri rödd
þar sem skilaboð og tónn styðja
hvort annað.
Það er enginn betri í að vera þú
en einmitt þú, sama á við um vöru-
merki.
Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur
Ósk Heiða
Sveinsdóttir
markaðskona og
FKA-félagskona
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Sam-g ö n g u á æ t l u n o g ríkisfjármálaáætlun
þarf að uppfæra í ljósi þess að auka
þarf framkvæmdir og aukið fjár-
magn þarf í innviðaframkvæmdir
á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf
að móta heildstæða stefnu um upp-
byggingu innviða – innviðastefnu –
enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni
á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar
samfélagsins. Innviðir skapa hag-
vöxt, störf og lifandi samfélag. Með
fjárfestingu í samgöngum, orku-,
vatns-, og hitaveitum, skólum og
sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og
fleiri innviðum er fjárfest í lífs-
gæðum þjóðarinnar, samkeppnis-
hæfni atvinnulífsins og hagvexti
framtíðarinnar.
Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og
Félags ráðgjafarverkfræðinga sem
kom út fyrir skömmu og fjallar um
ástand og framtíðarhorfur inn-
viða hér á landi kemur fram að
hluti innviða er í slæmu ástandi
og þarfnast nauðsynlega viðhalds.
Í skýrslunni kemur fram að upp-
söfnuð viðhaldsþörf innviða sé í
heild 372 milljarðar króna. Verst
er ástand vega og fráveitna en þar
er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150
milljarðar.
Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil
vegna þess að innviðum hefur ekki
verið sinnt sem skyldi síðustu ár.
Þannig hefur, svo dæmi sé tekið,
fjárfesting hins opinbera verið lítil
í samgöngum á undanförnum árum
þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi
margfaldast með meiri efnahags-
umsvifum og auknum fjölda ferða-
manna. Er nú svo komið að tafir og
slys af þessum völdum eru veruleg-
ur kostnaður fyrir samfélagið allt.
Í umræðum stjórnmálaflokk-
anna fyrir kosningar til Alþingis
kom glögglega fram að einhugur
er hjá flokkunum um þörfina fyrir
að fara í nauðsynlegar umbætur
innviða á því kjörtímabili sem nú
er hafið. Kom það til dæmis skýrt
fram á fundi sem Samtök iðnaðar-
ins héldu með frambjóðendum
allra flokkanna rétt fyrir kosningar
að þau skynjuðu vandann og þörf-
ina á að bregðast hratt við honum.
Nú þegar hægir á hagvextinum
og fram undan er tímabil þar sem
slaknar á spennunni í hagkerfinu
er rétti tíminn til að huga að upp-
byggingu innviða. Umfang verk-
efnisins er mikið og þarfnast tals-
verðs tíma í undirbúningi. Einnig
er framkvæmdatími langur, oft
nokkur ár. Því er þörf að fara strax
í þessa vinnu þannig að tryggt sé að
við nýtum það svigrúm sem efna-
hagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu
skapa til að fara í þessar fram-
kvæmdir en aðstæðurnar munu
samkvæmt spám einkennast af
mun minni hagvexti en verið hefur
og vaxandi atvinnuleysi.
Fjárhagsleg staða hins opinbera
hefur batnað mikið á síðustu árum
og er það því betur í stakk búið en
áður var til að fara í innviðafram-
kvæmdir. Bent hefur verið á að
ríkið getur nýtt það svigrúm sem
rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna
skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf
innviða er hins vegar það mikil að
ljóst er að hið opinbera ræður ekki
eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt
er að fjármagn úr einkageiranum
getur aðstoðað hið opinbera í
uppbyggingu innviða. Höfum við
dæmi um það hér á landi og mörg
vel heppnuð dæmi eru um það
erlendis frá. Má í þessu sambandi
benda á ágæta greiningu Grein-
ingardeildar Arion banka um þetta
efni þar sem meðal annars kemur
fram að sparnaður einkaaðila hér
á landi hefur aukist á síðustu árum
sem gefur þeim aukið svigrúm
til þess að taka þátt í svona fram-
kvæmdum.
Innviðauppbygging verður að
fá veglegan sess í stjórnarsáttmála
nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert
aukið umfang í fjárlögum næstu
ára. Með forgangsröðun og skipu-
lagningu höfum við núna tækifæri
til þess að gera þarft átak á þessu
sviði til hagsbóta fyrir samfélagið
allt án þess að það raski stöðug-
leikanum.
Forgangsröðun í þágu innviða
ingólfur bender
aðalhagfræð-
ingur Samtaka
iðnaðarins
Innviðauppbygging
verður að fá
veglegan sess í
stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar og umtalsvert
aukið umfang í fjárlögum
næstu ára.
Ingólfur Bender hagfræðingur
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A G U r10 markaðurInn
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
7
-5
E
B
C
1
E
3
7
-5
D
8
0
1
E
3
7
-5
C
4
4
1
E
3
7
-5
B
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K