Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 22
Allianz á Íslandi hagnaðist samanlagt um 908 milljónir króna á árunum 2015 og 2016. Félagið opnaði skrifstofu hér á landi árið 1994, en höfuðstöðvarnar eru í Hafnarfirði. FréttAblAðið/Anton brink
Ko s t n a ð a r h l u t f a l l í samningum um lífeyristryggingar umboðsaðila þýska tryggingafélagsins Allianz hér á landi er
að meðaltali tæplega 25 prósent á
ári fyrstu fimm ár samningstímans
ef samið er til meira en 40 ára.
Innlendir keppinautar umboðs
aðila erlendra tryggingafélaga hafa
bent á að hefðbundinn séreignar
sparnaður og lífeyristryggingar séu
ólík sparnaðarform sem séu engu
að síður lögð að jöfnu við markaðs
setningu og kynningu.
Eyjólfur Lárusson, framkvæmda
stjóri Allianz á Íslandi, segir ekki
þýða að líta aðeins til kostnaðar
við samning fyrstu ár samnings
tímans, heldur skipti mestu hvað
viðskiptavinurinn fái greitt til baka
í samningslok.
Ólíkt innlendum vörslu aðil
um segir hann Allianz sýna við
skiptavinum með nákvæmum hætti
hver þróun lífeyristryggingarinnar
verður.
Hátt kostnaðarhlutfall í samn
ingum umboðsaðila erlendra
tryggingafélaga hér á landi hefur
endurspeglast í miklum hagnaði
umræddra fyrirtækja á síðustu
árum. Sem dæmi hagnaðist Alli
anz á Íslandi samanlagt um 1.274
milljónir króna á árunum 2011
til 2016, þar af um 908 milljónir
á árunum 2015 og 2016, og þá var
samanlagður hagnaður Sparnaðar,
umboðs aðila þýska trygginga
félagsins BayernVersicherung, 706
milljónir króna á árunum 2011 til
2015, en félagið hefur ekki skilað
ársreikningi fyrir síðasta ár. Rétt er
að taka fram að ekki liggur fyrir hve
stór hluti tekna Sparnaðar kemur til
vegna sölu lífeyristrygginga.
Þau þýsku tryggingafélög sem
starfa hér á landi lúta ekki eftirliti
Fjármálaeftirlitsins (FME), líkt og
keppinautar þeirra, heldur þýskra
yfirvalda. Þeim ber þannig ekki að
láta FME í té upplýsingar um fjárhag
sinn og þá eru heimildir FME til þess
að grípa inn í starfsemi slíkra félaga
afar takmarkaðar.
Rúnar Guðmundsson, aðstoðar
framkvæmdastjóri eftirlitssviðs
FME, bendir þó á að í tilfelli stórra
vátryggjenda, líkt og Allianz og
Bayern, sem starfa víða í Evrópu,
hafi eftirlit í ríkjum álfunnar náið
samstarf sín á milli og fylgist með
stöðu félaganna í þeim ríkjum þar
sem þau veita þjónustu. „Aukinn
kraftur hefur verið settur í að reyna
að virkja betur samvinnu eftirlita á
milli ríkja, til dæmis þegar einhverj
ir erfiðleikar koma upp,“ segir hann.
Útreikningar, sem byggðir eru á
gögnum frá Allianz á Íslandi, leiða í
ljós að kostnaðarhlutfall í samningi
um lífeyristryggingu, sem gerður er
við félagið, er á milli 30 og 40 pró
sent á fyrsta ári samningstímans.
Hlutfallið fer lækkandi eftir því
sem lengra líður á samningstímann
en er, eins og áður sagði, að meðal
tali um 24,6 prósent á ári fyrstu
fimm árin ef samið er til 42 ára og
mánaðarleg greiðsla er 30 þúsund
krónur.
Til samanburðar eru þóknanir
annarra fyrirtækja og sjóða sem
taka á móti viðbótarlífeyrissparn
aði, svo sem banka og lífeyris
sjóða, á bilinu 0,2 til 0,65 prósent af
meðal stöðu eigna á hverju ári.
Eyjólfur segir að í lífeyrismálum
skipti mestu máli hvað viðskipta
vinurinn fái greitt til baka í samn
ingslok og eins hvað eftirlifendur fái
í sinn hlut við fráfall viðskiptavinar.
Ekki þýði að skoða einungis kostn
að við samning fyrstu ár samnings
tímans. Samningar um lífeyristrygg
ingar séu gerðir til afar langs tíma,
30 til 40 ára.
„Allianz er ekki sjóður sem
greitt er í, heldur gera viðskipta
vinir samning við líftryggingafélag
Allianz í Þýskalandi. Kostnaður
við hvern og einn samning er afar
mismunandi þar sem upphæðin
fer eftir samningstímanum og upp
hæð iðgjaldagreiðslunnar. Það er
ekki eitthvað eitt sem gildir fyrir
alla. Hver og einn fær sinn eigin
útreikning,“ útskýrir hann.
Samkvæmt samantekt Fjár
málaeftirlitsins á ársreikningum
lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyris
sparnaðar fyrir árin 2015 og 2016
námu iðgjöld sjóðfélaga Allianz á
Íslandi vegna lífeyristrygginga 10,4
milljörðum króna á þessum tveimur
árum. Þjónustutekjur á sama tíma
bili námu 2,4 milljörðum króna
– en áætla má að um 90 prósent af
tekjum félagsins komi til vegna sölu
lífeyristrygginga – og var saman
lagður hagnaður 908 milljónir.
Í erindi félagsins til Alþingis í
fyrra kom fram að um 22 þúsund
Íslendingar ráðstöfuðu viðbótarlíf
eyrissparnaði sínum inn á lífeyris
tryggingarsamning hjá Allianz.
Allur arður af starfseminni rennur
til eina eiganda Allianz á Íslandi,
Íslandsbanka, sem er að fullu í eigu
íslenska ríkisins.
Yfir 100 þúsund manns greiða í
viðbótarlífeyrissparnað hér á landi.
Nemur bein eign í slíkum sparnaði
um 400 milljörðum krónum, en til
samanburðar eiga um 20 þúsund
manns skráð verðbréf í kauphöll
hérlendis fyrir um 100 milljarða
króna. Í því sambandi bendir við
mælandi Markaðarins á að um verð
bréfaviðskipti gildi afar ítarleg lög
gjöf, sem byggi á Mifidtilskipunum
Evrópusambandsins, sem hafi það
að markmiði að tryggja neytenda
vernd og heilbrigða viðskiptahætti.
Sérstök áhersla sé lögð á að fjár
málafyrirtæki haldi viðskiptavinum
sínum, sem eigi í verðbréfaviðskipt
um, upplýstum og veiti þeim viðeig
andi ráðgjöf. Því skjóti það skökku
við hve takmarkað eftirlit sé haft
með umboðsaðilum erlendra trygg
ingafélaga miðað við hve umsvifa
miklir þeir séu.
Segir allt uppi á borðinu
Eyjólfur tekur fram að í útreikningi
á bak við samning félagsins komi
skýrt fram hvert iðgjaldið sé, hvaða
kostnaður falli til og eins – það sem
mestu skipti – hvað tryggt sé að við
skiptavinurinn muni fá greitt til
baka í samningslok. Allar helstu
upplýsingar og forsendur liggi ljósar
fyrir.
„Við sýnum okkar viðskipta
vinum með nákvæmum hætti hver
þróun tryggingarinnar verður. Eng
inn íslenskur vörsluaðili gerir það,“
segir Eyjólfur.
Allianz leggi sig fram við að halda
viðskiptavinum vel upplýstum. Þeir
fái í hendurnar öll gögn og útreikn
inga sem viðkomandi samningar
byggja á.
Auk þess bendir Eyjólfur á að við
fráfall viðskiptavinar fá eftirlifendur
ávallt allt sem hefur verið inngreitt,
auk ávöxtunar, greitt til baka. Ef
viðskiptavinur ákveði hins vegar
að rifta samningi sínum þurfi hann
að taka á sig uppreiknaðan kostnað
við samninginn.
Eins og kunnugt er geta launþegar
valið að verja hluta launa, allt að
fjögur prósent, og mótframlagi frá
vinnuveitanda, upp á tvö prósent,
til viðbótarlífeyrissparnaðar.
„Það sem við höfum verið að
benda á í allnokkurn tíma er að í
Hátt kostnaðarhlutfall umboðsaðila
endurspeglast í miklum hagnaði
Meðalkostnaðarhlutfall í lífeyristryggingasamningum umboðsaðila Allianz á Íslandi er tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samn-
ingstímans ef samið er til meira en 40 ára. Samanlagður hagnaður var 908 milljónir króna árin 2015 og 2016. Framkvæmdastjóri Allianz
á Íslandi segir ekki þýða að skoða kostnað við samning fyrstu árin. Mestu skipti hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka að lokum.
Við sýnum okkar
viðskiptavinum
með nákvæmum hætti hver
þróun tryggingarinnar
verður. Enginn íslenskur
vörsluaðili gerir það.
Eyjólfur Lárusson,
framkvæmdastjóri
Allianz á Íslandi
Kristinn Ingi
Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A G U r6 markaðurinn
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-4
6
0
C
1
E
3
7
-4
4
D
0
1
E
3
7
-4
3
9
4
1
E
3
7
-4
2
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K