Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 43
Notkun Grasagarðsins breytist skömmu fyrir hátíðina og borga menn jafnvel kaffibolla með stórum seðlabúntum. Fréttablaðið/GVa útskrift Háskóla Íslands, voru enn tólf ferðakamrar á gangstéttinni framan við Laugardalshöllina,“ segir í umsögninni. Á minnisblaði vegna miðbæjar­ athvarfsins, sem er samstarfsverkefni skóla­ og frístundasviðs og velferðar­ sviðs Reykjavíkurborgar og lögregl­ unnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að gönguhópar voru starfandi í fyrsta sinn. Þar segir að eitt barn hafi komið í athvarfið hvort kvöld sökum ölvunar og annað kvöldið kom auk þess einstaklingur á 19 ári vegna ölv­ unar. Lögreglan færði tvo unglinga af hátíðarsvæðinu þann 15. júní vegna ölvunar. „Nokkuð var um unglinga á hátíðar­ svæðinu sem höfðu ekki aldur til að vera þar og töluvert af unglingum voru undir áhrifum vímugjafa inni á hátíðinni. Virtust unglingar eiga auðvelt með að nálgast áfengi inni á hátíðarsvæðinu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu á tónlistarhátíðinni og var það helst vegna ölvunar og fíkniefna­ mála en hátt í 50 fíkniefnamál komu upp sem talsverð vinna fór í. Það er mat undirritaðra að hátíðarsvæði hafi verið allt of stórt, auka þurfi eftir­ lit með sölu áfengis á hátíðinni ásamt því að auka gæslu á svæðinu sem og þjálfun þeirra sem sinntu gæslu á staðnum.“ Í umsögn Grasagarðsins kemur fram að vikurnar fyrir hátíðina breytist notkun garðsins og í raun dalsins. „Ákveðin sala sem ef til vill áður dreifðist á bílastæði í dalnum er komin á bekki og íverusvæði Grasa­ garðsins. Í fyrra tókum við eftir fólki sem sat á bekkjum sem jafnvel voru í skugga og dvöldu þar langtímum. Eitthvað hefur verið um að starfsfólk kaffihússins taki eftir stórum seðla­ búntum dregin upp úr vösum við borgun kaffibolla og lykt af hassreyk­ ingum skýtur upp kollinum hingað og þangað. Smáskammtapokar eru á víð og dreif og við höfum að minnsta kosti gert tvo felustaði fíkniefna upptæka. Eftir hátíðina heldur fólk áfram að sækja á undarlega staði í garðinum, dvelja í rjóðrum og safnast á staði sem gjarnan eru úr alfaraleið,“ segir meðal annars. Hverfisráð Laugardals leggur mikla áherslu á að hátíðin verði aftur þrír dagar en ekki fjórir. Þá er hátíðar­ svæðið sagt vera of stórt og sérstak­ lega verði þess gætt að leiksvæði og skólalóðir séu hreinsaðar fyrir mánu­ dagsmorgun. Einnig er vakin athygli á ítrekuðum athugasemdum slökkvi­ liðs höfuðborgarsvæðisins varðandi of mikla ruslsöfnun sem skapar eld­ hættu.“ benediktboas@365.is flestir í fínum málum og mjög mörg drukkin ungmenni fædd 1999- 2000.“ 21:25 „Hittum 2 drukknar stúlkur úr Tjörninni, báðar fæddar 2001 í áhorfendaskaranum fyrir framan stóra sviðið. Heyrðum í athvarfinu og mátum sem svo að mikilvægast væri að skipta liði og hitta á lögg- una. Okkur fannst mjög mikilvægt að vera á svæðinu kringum stóra sviðið á þeim tíma þar sem þar var greinilega yngsti hópurinn allur samankominn.“ 22:00 „Hittum armbandslausa unglinginn aftur, aftur með drykk af barnum og orðin nokkuð ölvuð.“ 00:55 Rölti lokið 50 FíknieFnamál komu upp á hátíðinni Secret SolStice. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ELDFJÖRUG FRÁSÖGN Ástarsaga, ferðasaga og þroskasaga Kraumandi mannlíf, ólgandi æska, stórbrotnar persónur Ný bók eftir sagnameistarann Einar Má Guðmundsson L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 27M i ð V i K U D A G U R 1 5 . n ó V e M B e R 2 0 1 7 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -5 4 D C 1 E 3 7 -5 3 A 0 1 E 3 7 -5 2 6 4 1 E 3 7 -5 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.