Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 9 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 5 . n ó V e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag sKoðun Ingimundur Gíslason vill ellismelli á Alþingi. 14 sport Margir leikmenn ollu vonbrigðum í Katar. 18 Menning Heimildarmyndin Varnarliðið – Kaldastríðsútvörð- ur verður frumsýnd í kvöld. 38 lÍFið Borgarráð Reykja- víkur hefur fengið tíu umsagnir um tón- listarhátíðina Secret Solstice og þar kemur ýmislegt miður fal- legt í ljós. 26 plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 BRÉF OG FRÁSAGNIR ÍSLENSKRA PILTA Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR MAMMA, ÉG ER Á LÍFI Jakob Þór Kristjánsson Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Skraut í stórafmæli sKattaMál Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrann- sóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjár- muni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stór- an þátt á einn aðili en vanframtald- ar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal ann- ars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skatt- rannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkis- saksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri. „Þetta er mikil blóð- taka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanfram- taldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jóns- sonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalaga- brot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadóm- stólsins. „Við þurftum að bíða eftir niður- stöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. – sks Mál sjómanna í skattaskjólum niðurfelld Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. Mörg mál varða íslenska sjómenn. ViðsKipti Kostnaðarhlutfall í samningum um lífeyristryggingar umboðsaðila þýska tryggingafélags- ins Allianz hér á landi er að meðaltali tæp 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Innlendir keppinautar umboðs aðila erlendra lífeyristrygg- inga  benda á að hefðbundinn sér- eignarsparnaður og lífeyristryggingar séu ólík sparnaðarform sem séu lögð að jöfnu við markaðssetningu. Framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi segir ekki þýða að líta ein- ungis til kostnaðar við samning fyrstu ár samningstímans. Mestu skipti hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka í samningslok. Ólíkt innlendum vörslu aðil um sýni Alli- anz viðskiptavinum með nákvæm- um hætti hver þróun lífeyristrygg- ingarinnar verður. – kij / sjá Markaðinn Hár kostnaður á fyrstu árunum Á meðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti landsliði Katar á heimavelli héldu knattspyrnustjörnur framtíðarinnar út á Vivaldivöllinn í vetrarkuldanum. Þeir létu haglélið ekki á sig fá, enda keppnisskapið mikið. Karlalandsliðið gerði jafntefli en á Seltjarnarnesi í gær voru allir þeir sem mættu Vetri konungi sigurvegarar. Fréttablaðið/SteFán 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 7 -2 8 6 C 1 E 3 7 -2 7 3 0 1 E 3 7 -2 5 F 4 1 E 3 7 -2 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.