Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 15
Myndu börnin mín kalla sig Þingeyinga þegar þau verða fullorðin ef við þyrft- um að flýja sveitina okkar fögru í dag vegna loftslagsbreytinga? Þau eru tveggja og fjögurra ára gömul og myndu eiga minningar úr sveit- inni, allavega minningar af sögum okkar foreldranna, sögum frá ömmu og afa. Eldri kynslóðin myndi ekki sleppa sinni sjálfsmynd en ég veit ekki með börnin. Þau myndu ekki þekkja Goðafoss og Aldeyjarfoss ef þeir væru farnir á kaf vegna hækk- andi sjávarmáls. Sagan af Þorgeiri Ljósvetningagoða myndi lifa, en það væri aldrei hægt að ganga í fót- sporin hans. Sveitin þar sem langafi ólst upp, heiðin sem pabbi byrjaði að smala þegar hann var 6 ára, það sem gaf merkingu og tilgang og ekki síst stolt. Það er farið. Landið sem langalangafi vann fyrir og eignaðist. Kirkjan þar sem afi var organisti, grafir forfeðr- anna. Allt farið. Auðvitað myndum við búa á nýjum stað. Eiga heimili. En hluti af því sem gerði okkur að þeim sem við erum, að minnsta kosti í eigin augum, er farið. Á Fídjíeyjum er þetta glíma yfir hundrað samfélaga. Það var tregi og reiði í rödd James, prestsins frá Fídjí sem er staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi þessara samfélaga, þegar ég ræddi við hann. Hann er hér sem fulltrúi fólks sem er búið að missa söguna sína, atvinnuvegina, lífsstílinn, heim- ilin, kirkjurnar og hluta menningar sinnar, vegna loftslagsbreytinga. Breytt samfélag Það er ekki bara hækkandi yfirborð sjávar sem ógnar þeim, undanfarna mánuði hefur metfjöldi fellibylja riðið yfir eyjarnar þar sem margir lifa enn hálfgerðu sjálfsþurftarlífi, hafa haft nóg í sig og á af gjöfum náttúr- unnar. En nú hefur súrnun sjávar, dauði kóralrifja og hrun fiskistofna líka sett það strik í reikninginn að ætt- bálkar sem lifðu kynslóðum saman á afskekktum eyjum hafa þurft að flytja í þéttbýlið. Án þess að vilja og án þess að hafa réttu kunnáttuna hafa fjöl- skyldur þurft að takast á við líf í gjör- samlega breyttu samfélagi. Þar hefur kirkjan leikið stórt hlutverk, sinnt hjálparstarfi og sálgæslu – tekið við reiðinni sem kraumar í James þegar hann ræðir ábyrgð okkar velstæðu og ríku landanna, sem sögulega berum svo gott sem alla ábyrgð á loftslags- breytingum og öðrum umhverfisvám á borð við plastmengun. Ákall Fídjí og margra annarra þjóða hér á COP23, loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, er að það verði settar skýrar leikreglur um það hvernig bætt verði fyrir tjón þeirra samfélaga sem bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum. Þar að auki er það krafa þeirra að hugað verði sérstaklega að stöðu kvenna en þær koma einna verst út í sam- félögum sem glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er líka ákall og stefna Lúth- erska heimssambandsins sem sendi mig á COP23 sem fulltrúa þjóð- kirkjunnar. Lútherska heimssam- bandið heldur utan um Lutheran World Relief, ein stærstu hjálpar- samtök í heimi og hafa langa reynslu af því að stunda þróunaraðstoð og björgunarstarf. Hér erum við hins vegar fyrst og fremst í því hlutverki að vera talsmenn þeirra 140 kirkna í 100 löndum sem eru aðildarkirkjur okkar. Margar þessara kirkna lifa við afleiðingar loftslagsbreytinga og með mér í sendinefndinni er ungt fólk frá Indlandi, Filippseyjum og Indónesíu sem hefur reynt á eigin skinni hvað auknir þurrkar, tíðari flóð og hækk- andi meðalhiti þýða fyrir lífsgæði venjulegs fólks á suðurhveli jarðar. Allar þjóðir setji sér skýr markmið Við erum heppin á Íslandi. Það er ein af stóru tilfinningunum sem ég finn fyrir inni í mér. En á sama tíma fæ ég á tilfinninguna að við séum líka skeyt- ingarlaus gagnvart lífum, örlögum og sögu allra þeirra sem þjást vegna þess- ara manngerðu hamfara. Ísland hefur ekki tekið þá afstöðu að vera meðal þjóðanna sem eru afdráttarlausar í stuðningi sínum við fátækustu og viðkvæmustu samfélög jarðar. Við fylgjum hinum vestrænu ríkjunum, pössum forréttindi okkar í staðinn fyrir að opna okkur fyrir því að við erum í raun og veru öll á sama báti. Þó að stafninn á Titanic hafi sokkið á undan skutnum breytir það ekki staðreyndinni að skipið liggur á hafs- botni. Loftslagsbreytingar virða engin landamæri. Það er ákall okkar í Lútherska heimssambandinu að allar þjóðir setji sér skýr og róttæk markmið um hvernig þau ætli að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum til að halda hækkun meðalhita jarðar undir 1,5°C. Eins er það ákall þeirra til okkar Íslendinga sem ríkrar þjóðar að við styðjum betur við systkini okkar sem eru að upplifa fordæmalausar hamfarir. Það er þörf á aðgerðum en fyrst þurfum við kannski að skilja að þó að hamfarirnar séu ekki að gerast hér þá eru þær samt að gerast. Þar í dag – hér á morgun. Þau í dag – þú á morgun. Snúum þróuninni við áður en það er of seint. Þau í dag – við á morgun Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um „Ábyrgð ríkisins á íþrótta- hreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfu- boltasambands Íslands á EES- reglum um frjálsa för launþega. Þessi mál eru þó ögn flóknari því keppnisleyfi íþróttamanns er ekki frá stjórnvöldum heldur við- komandi alþjóðasérsambandi þó stjórnvöld veiti atvinnuleyfið þegar um atvinnumennsku er að ræða sem getur nú verið í flestum ef ekki öllum greinum íþrótta. Það var nánast ógnvekjandi að verða vitni að bræði fulltrúa Afríkuríkja á þingi Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins IAAF skömmu eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þar keppti Zola Budd frá Suð- ur-Afríku fyrir hönd Breta eftir að hafa fengið breskan ríkisborgara- rétt eftir skamma dvöl í Bretlandi, en afi hennar hafði verið breskur. Suður-Afríka var þá útilokuð frá alþjóðaíþróttasamskiptum vegna stefnu stjórnvalda um aðskilnað kynþátta. Við flutning til annars lands gátu íþróttamenn á þeim tíma nánast keppt strax fyrir viðkomandi land eftir að hafa fengið ríkis- borgararétt, en skilyrði um ríkis- borgararétt voru og eru enn mjög mismunandi í löndum. Austur- Evrópuþjóðir höfðu einnig verið óhressar með hversu fljótt brott- flúnir íþróttamenn gátu fengið ríkisborgararétt í öðrum löndum og þar með keppnisleyfi fyrir við- komandi land. Eftir þetta voru samþykkt ákvæði um að íþróttamaður fengi ekki keppnisleyfi fyrir sitt nýja land fyrr en þremur árum eftir að hafa öðlast þar ríkisborgara- rétt nema sérsamband fráfarandi lands samþykkti og sem hefur þá óefað fengið eitthvað í staðinn. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í London kom oft fram í ágætum lýsingum S.Á.A., starfsmanns RÚV, að margir keppendur kepptu fyrir annað land en sitt fæðingarland. Þeir höfðu þá augljóslega skipt um ríkisfang. Einnig má benda á til áherslu um valdsvið íþróttahreyfingarinnar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið IAAF útilokaði Rússa almennt frá keppni á Ólympíuleikunum í Rio sem og Heimsmeistaramótinu í London vegna víðtækrar lyfja- misnotkunar. Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisað- stöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórn- valda á íþróttahreyfingunni er því mjög afmörkuð. Höfundur var formaður laga/ tækninefndar Frjálsíþróttasam- bands Íslands í 30 ár og sat mörg þing Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins og var dómari á alþjóða- mótum. Valdsvið stjórnvalda og íþróttahreyfingar Birgir Guðjónsson fv. formaður laga/tækni- nefndar Frjáls- íþróttasam- bands Íslands Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisaðstöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórnvalda á íþrótta- hreyfingunni er því mjög afmörkuð. lya.is Við getum aðstoðað S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 5 . n ó V e M B e R 2 0 1 7 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 7 -4 6 0 C 1 E 3 7 -4 4 D 0 1 E 3 7 -4 3 9 4 1 E 3 7 -4 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.