Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 2
Veður Hæg norðlæg eða breytileg átt á landinu. Víða léttskýjað, en dálítil él með norður- og austurströndinni. Kalt í veðri og gætu tveggja stafa frosttölur sést í öllum landshlutum. sjá síðu 22 ® Reykjavík Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breið- holtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lag- færingar. „Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endur- nýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurn- ingarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um fram- kvæmdina og komist að sameigin- legri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upp- hæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og ungl- inga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingar- innar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skipti- stöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræði- stofunnar Verkís og Bergrisa hug- búnaðar ehf. thorgnyr@frettabladid.is Einungis hægt að pissa með greiðslukorti Almenningssalerni í skiptistöð Strætó í Mjóddinni verða opnuð aftur á næstunni. Mun kosta 200 krónur og eingöngu verður hægt að greiða með greiðslukortum. Borgarfulltrúi segir að koma þurfi til móts við börn og aðra sem eiga ekki kort. Ein stærsta skiptistöð Strætó er í Mjóddinni. Fréttablaðið/anton brink Ég vil ræða prin- sippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslu- kort til að komast á salerni. Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Margt var um manninn á Jólamatarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. Íslenskir bændur, sjómenn og fleiri smáframleiðendur buðu þar upp á matarveislu sem meðal annars jólaglögg, flatköku-taco, hrútaberjasýróp og kaldreykt grálúða var á boðstólum. Fréttablaðið/anton brink Smökkuðu jólaglögg og kaldreykta grálúðu DaLvík Stefnt er að því að koma upp hjólabrettabraut í Dalvíkur- byggð. Áætlaður kostnaður við verkefnið er tæpar sex milljónir króna. Á fundi sveitarstjórnar Dal- víkurbyggðar í liðinni viku var erindi þessa efnis tekið fyrir. Fram kom að við fjárhagsáætl- unargerð síðastliðið vor hafi láðst að fjalla um þetta mál. Íþrótta- og æskulýðsráð óskaði eftir því við sveitarstjórn hvort hægt væri að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun ársins 2018. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum að leggja tillöguna fram til kynningar en áður hafði byggðarráð tekið vel í hugmynd- ina og vísað henni til sveitar- stjórnar. – jóe Sex milljóna hjólabrettabraut byggð á Dalvík sTjÓRNMáL Allir flokkarnir þrír, sem nú ræða ríkisstjórnarsamstarf, vilja fá ráðuneyti samgöngu- og sveitar- stjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðar- kjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokks- stofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða sam- starfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrir- liggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þing- flokka sína um hvaða ráðherra- embætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudag- inn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skipt- ingu fjármála- og efnahagsráðu- neytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn fái fimm ráðherra- stóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Bene- diktssyni að tryggja að Sjálfstæðis- flokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti. – aá, jóe Allir vilja fá samgöngumálin Stefnt er að fyrsta ríkis- ráðsfundi nýrrar ríkisstjórn- ar á föstudaginn, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. 2 7 . N Ó v e M b e R 2 0 1 7 M á N u D a G u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T a b L a ð i ð 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -E C B 4 1 E 5 3 -E B 7 8 1 E 5 3 -E A 3 C 1 E 5 3 -E 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.