Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 40
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Rakel Guðmundsdóttir (Ragga) Sólvangsvegi 1, áður til heimilis að Hörðuvöllum 4, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi að kvöldi mánudagsins 13. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Sigurlína Björgvinsdóttir Ögmundur Karvelsson Jón Már Björgvinsson Guðrún M. Jónsdóttir Guðmundur Björgvinsson Stefana B. Gylfadóttir Sigríður G. Björgvinsdóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og tengdasonur, Úlfar Þór Indriðason framkvæmdastjóri, lést sunnudaginn 19. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Endurhæfingar- og námssjóð fyrir Hring, son hins látna. Þórdís Wíum Yrsa Úlfarsdóttir Pétur Pétursson Hringur Úlfarsson Baldvin Narfi Úlfarsson Hrafnkell Úlfur Úlfarsson Indriði Úlfsson Helga Þórólfsdóttir Svanhvít Aðalsteinsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Dagbjört Svana Engilbertsdóttir sem lést fimmtudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Thorvald Imsland Albert Dagbjartarson Imsland Ólöf D. Bartels Jónsdóttir Engilbert Imsland Margrét Hannesdóttir Róbert Imsland Þórey Garðarsdóttir og barnabörn. Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og er því 90 ára gamalt í dag. Ólafur Örn Haraldsson, forseti félagsins, segir ýmsa framá-menn í samfélaginu hafa komið að stofnun þess á sínum tíma. „Þetta voru, kannski eðli málsins samkvæmt, menn sem höfðu kynnst fjallamennsku, útilífi og fjallaferðum í Noregi og suður í ölpum. Þarna voru ekki ómerkari menn en Jón Þorláksson ráðherra og ýmsir aðrir,“ segir Ólafur. Fljótlega breyttist þetta og hefur fólk víða að úr samfélaginu sótt í starfsemi Ferðafélagsins. Í dag starfar Ferðafélag Íslands á þremur kjörsviðum. „Í fyrsta lagi að efna til ferða og ferðalaga, ekki síst um óbyggðir. Í öðru lagi að sinna útgáfu- starfsemi þar sem flaggskipið er Árbók Ferðafélagsins sem hefur komið út óslitið síðan 1928. Í þriðja lagi er það rekstur og uppbygging skála og ann- arra mannvirkja á borð við göngubrýr og göngustíga. Markmið félagsins er að opna landsmönnum sýn á fegurð landsins og kynnast því og greiða fyrir för landsmanna um landið. Það er okkar höfuðmarkmið,“ segir hann. Ólafur segir áhuga á útivist og fjalla- mennsku hafa aukist undanfarin ár, af mörgum ástæðum. „Það hefur orðið gríðarleg aukning og það helst í hendur við aukinn áhuga á íslenskri náttúru og líka er fólk sem kann að meta þann félagsskap sem ferðirnar gefa og það að stunda heilbrigt og gott líferni,“ segir Ólafur. Heilsubyltingin sem orðið hefur í samfélaginu skili sér í þessum ferðum og félagið sé að fikra sig æ meir í átt að lýðheilsuverkefnum. „Ég get nefnt verkefni fyrir fólk sem hefur glímt við bakvandræði, ofþyngd, andlega krank- leika og fleira. Við höfum komið upp verkefnum þar sem fólk sem er að glíma við þetta getur fundið sér stað,“ segir Ólafur. jonhakon@frettabladid.is Áhuginn á útivist og fjallamennsku að aukast Ferðafélag Íslands er 90 ára gamalt í dag. Á meðal stofnenda var Jón Þorláksson, for- sætisráðherra og fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag sækir fólk víðar úr sam- félaginu í félagsskapinn. Heilsubyltingin í samfélaginu eykur áhuga á Ferðafélaginu. Á vegum Ferðafélagsins eru skipulagðar bæði lengri og styttri ferðir. Mynd úr morgungöngu á Mosfell vorið 2011. Fréttablaðið/GVa Ólafur Örn Haraldsson, forseti ferða- félags Íslands. Merkisatburðir 399 Anastasíus verður páfi. 1095 Úrban annar páfi lýsir yfir upphafi fyrstu krossferðar- innar. 1804 Trampe greifi verður amtmaður í Vesturamti. 1857 Tvö skip, Sölöven og Drei Annars, farast við Íslands- strendur og áhöfn og farþegar farast. 1903 Selvík á Skaga í Skagafirði verður löggiltur verslunar- staður. 1927 Ferðafélag Íslands er stofnað. 1950 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er stofnuð. 1956 Vilhjálmur Einarsson setur Norðurlandamet í þrístökki á Ól- ympíuleikunum í Melbourne. 1980 Utangarðs- menn gefa út fyrstu plötu sína, Geislavirkir. 1998 Dreamcast- leikjatölva Sega kemur út. 2005 Fyrsta andlitságræðslan er framkvæmd í Frakklandi. Kosið var til stjórnlagaþings á þessum degi fyrir sjö árum. 25 einstaklingar náðu kjöri, meðal annars Þorvaldur Gylfason, Pawel Bartoszek, Ómar Ragnarsson, Freyja Haraldsdóttir og Þórhildur Þor- leifsdóttir. Kjörsókn var hins vegar dræm og kusu aðeins 36 prósent kosninga- bærra manna. „Dræm kjörsókn í kosningunum til stjórnlagaþings á laugardag gæti haft já- kvæð áhrif á störf þingsins,“ var haft eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði, í fyrsta Fréttablaðinu sem gefið var út eftir kjördag. Morgunblaðið fjallaði um kosn- ingarnar á sömu nótum. „Þátttaka í stjórnlagaþingskosningunum var 36% sem er slakasta þátttaka í almennum kosningum á Íslandi frá lýðveldisstofnun. Til samanburðar var þátttaka í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Icesave fyrr á þessu ári um 62%.“ Hæstiréttur ógilti þó kosningarnar þann 25. janúar 2011 og var fjallað um sex kærur vegna framkvæmdar kosning- arinnar. Fimm annmarkar voru fundnir á framkvæmd kosninganna, þar af tveir sem töldust verulegir. Var strikamerking kjörseðla með núm- eri í samfelldri hlaupandi töluröð talin verulegur annmarki sem bryti í bága við ákvæði laga um leynilegar kosningar. Þá var eftirliti með framkvæmd kosning- anna einnig ábótavant, pappaskilrúm til að aðskilja kjörklefa þóttu ófullnægjandi, reglu um að brjóta skyldi saman kjör- seðla var ekki fylgt og ólæsanlegir kjör- kassar voru taldir annmarki. Stjórnlagaráð var skipað í kjölfar ógildingar kosninganna og fengu allir þeir sem náðu kjöri boð um að taka sæti í ráðinu. Þ etta g e r ð i st : 2 7 . N ÓV e M b e r 2 0 1 0 Kosningar til stjórnlagaþings Kosningar til stjórnlagaþings. 2 7 . n ó V E m b E r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r20 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 4 -0 5 6 4 1 E 5 4 -0 4 2 8 1 E 5 4 -0 2 E C 1 E 5 4 -0 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.