Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 4
Mannréttindi Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir tjáningar- frelsinu skipað skör lægra í stjórnar- skránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðal- fundi Dómarafélags Íslands á föstu- dag. Þar lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar per- sónur, og æra þeirra, þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöll- un og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku umtals- efni. Margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum, nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafs- sonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega ein- hliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttinda- dómstólsins, sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla, ef ekki hvoru tveggja,“ sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mann- réttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á friðhelgi einkalífsins, sem æra manns svo sannarlega er.“ Sigríður lýsti því hvernig grund- vallarréttindi borgaranna vegast á í þessum málum, tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einka- lífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra.“ – aá Ráðherra telur tjáningarfrelsi skipað skör lægra en rétti til einkalífs Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn föstudag. Meðal ræðumanna var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. FréttAblAðið/Anton brink LögregLuMáL „Ég tapaði verðmætum þarna,“ segir Björgúlfur Þorsteinsson, rafvirki og kennari við Tækniskól- ann, sem varð fyrir því í vikunni að óprúttnir aðilar brutust inn í Lexus- bifreið hans í Hafnarfirði og létu greipar sópa. Björgúlfur telur ljóst að þarna hafi farið tæknivæddir þjófar sem hafi notað tækni þar sem merki frá lykl- um bifreiða með lyklalausu aðgengi er notað til að opna þá. Hann telur fólk þurfa að gera ráðstafanir því að þjófar geti notað merki, þó veik séu, frá bíllyklum sem séu inni í húsum til að komast inn í bíla í dag, líkt og í hans tilfelli. Lögreglan telur ekki hægt að útiloka að þessi tækni sé komin til landsins. „Eftir að hafa tilkynnt málið til lög- reglu og bílaumboðsins fór ég að lesa mér til um þetta og sá að það er ekkert mál að fara inn í bíla með lyklalaust aðgengi og nokkuð algengt,“ segir Björgúlfur. „Ég sá að fólki hefur verið ráðlagt að geyma lyklana hreinlega inni í ísskáp en ég fann betri lausn, sem er að setja þá í kökubox úr málmi.“ Björgúlfur segir mikilvægt að fólk viti af þessum möguleika og verji eigur sínar og bíla. Mackintosh-dós- irnar fyrir jólin geti þannig öðlast nýtt hlutverk við að sporna gegn innbrot- um, sem Björgúlfur kveðst hafa heyrt að mikið hafi verið um í Hafnarfirði að undanförnu. Samhliða því að komast inn í læst- an bílinn virðast þrjótarnir einnig hafa komist hjá öðrum öryggisbúnaði bílsins, öryggismyndavél sem Björg- úlfur telur þjófana hafa ruglað meðan þeir athöfnuðu sig. Myndavélin hafi ekkert tekið upp meðan innbrotið átti sér stað en svo farið í gang þegar þegar hann kom að bílnum eftir á. Hann kveðst ekki í nokkrum vafa um að þetta sé þaulskipulögð starfsemi. „Þetta eru skipulagðir glæpir.“ Nokkur umfjöllun hefur verið um þessa tegund innbrota í bíla í erlend- um fjölmiðlum á borð við The New York Times og á tæknivefsíðunni Wired undanfarið. Þar er bent á að hægt sé að kaupa og smíða búnað til þessa tiltölulega ódýrt. Margeir Sveinsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, segir þessar aðferðir þekktar erlendis. „Það er búið að vera nokkuð um að farið sé inn í bíla hér. Ummerkja- laust, já. En hvort sú tækni sé notuð eða önnur hefur ekki verið skoðað sérstaklega. Þetta er þekkt erlendis og aðrar aðferðir en við getum ekki úti- lokað neitt. Það sem kemur erlendis berst oftar en ekki hingað.“ Margeir bendir á að mál sem þessi geti verið snúin, meðal annars þar sem tryggingafélögin líti svo á að ummerki um innbrot þurfi að vera til staðar svo fólk fái tjón sitt bætt. mikael@frettabladid.is Viss um að tæknivæddir þjófar hafi stolið úr bíl í Hafnarfirði Brotist var inn í læsta bifreið í Hafnarfirði í síðustu viku. Eigandinn telur þrjótana hafa nýtt sér tækni sem gerir þjófum kleift að magna upp merki frá lyklum bíla með lyklalaust aðgengi til að opna hann ummerkjalaust. Lögreglan segir aðferðina þekkta erlendis og að ekki sé hægt að útiloka að tæknin hafi náð hingað til lands. Þjófar geta hagnýtt sér tækni og brotist inn ummerkjalaust. norDicPhotoS/Getty hér má sjá dæmi um búnað til að opna bíla með þessum hætti sem tækniöryggisfyrirtækið Quihoo 360 smíðaði fyrir lítið fé. björgúlfur Þorsteinsson SkipuLagSMáL Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyll- ingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. Telja þeir óásættan- legt að aðgengi almennings að strand- lengju Kársness verði skert. „Ég vil einfaldlega ekki loka strand- lengjunni fyrir almenningi í þágu einkaaðila,“ segir Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Hún gagn- rýndi deiliskipulagsbreytingu Vestur- varar 40 til 50. Það gerði einnig Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks, sem benti á að samkvæmt náttúruverndarlögum sé lögð áhersla á að almenningur hafi aðgang að allri strandlengjunni. „Þarna er um 155 metra af 4.600 metra strandlengju Kársness að ræða þar sem gönguleiðin tekur smá hlykk. Umrætt svæði verður opið fyrir almenning og mun auka almenn lífs- gæði,“ bókaði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, á fundinum. Bæjarráðið vísaði tillögunni að breyttu deiluskipulagi til bæjarstjórn- ar. Ása greiddi atkvæði gegn henni og bókaði að hótelið væri fyrirhugað á lokuðu svæði en ekki almennings- svæði. Margrét Júlía sat hjá. – hg Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Umrætt svæði verður opið fyrir almenning og mun auka almenn lífsgæði. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs Ása richardsdóttir 2 7 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 M á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 4 -0 0 7 4 1 E 5 3 -F F 3 8 1 E 5 3 -F D F C 1 E 5 3 -F C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.