Fréttablaðið - 27.11.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 27.11.2017, Síða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Íslandsdeild Amnesty Inter­national og hugmyndastofan Serious Business Agency standa í sameiningu fyrir gagnvirkri ljósa­ innsetningu á Hallgrímskirkju dag­ ana 1. til 5. desember. Innsetningin ber nafnið Lýsum upp myrkrið og hefur það markmið, að sögn Bryndísar Bjarnadóttur herferða­ stjóra Íslandsdeildar Amnesty Inter national, að vekja athygli á stærsta árlega mannréttindavið­ burði í heimi sem kallast Bréf til bjargar lífi. „Þá fáum við hundruð þúsunda einstaklinga víða um heim til að grípa til aðgerða vegna einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og þrýsta á stjórnvöld að gera umbætur. Aðalstöðvar Amnesty International velja árlega 10 til 12 mál einstaklinga og hópa sem beittir eru grófum órétti og deildir samtakanna í yfir 150 löndum og landsvæðum hvetja almenning til að grípa til aðgerða vegna þeirra. Í ár berjumst við fyrir tíu ein­ staklinga og hópa, allt baráttufólk fyrir mannréttindum, sem brotið er gegn en mannréttindabrot gegn mannréttindafrömuðum færast stöðugt í aukana um allan heim.“ Gagnvirk þátttaka Þeir sem koma á ljósainnsetning­ una geta tekið þátt í Bréf til bjargar lífi á gagnvirkan hátt, segir Bryndís. „Um leið og þeir taka þátt við Hall­ grímskirkju og skrifa undir þessi tíu mál birtist nafn þeirra sem hluti af ljósainnsetningunni og logi á kerti sem varpað er á kirkjuna magnast. Þannig halda þeir sem taka þátt í ljósainnsetningunni loganum lifandi.“ Aðalmarkmið er hins vegar að fá fólk til að skrifa undir á vefsíðunni amnesty.is. „Það er mjög auðvelt og þægilegt að lesa þar upplýsingar um málin tíu og skrifa undir þau öll í einu. En þessi alþjóðlega samstaða og þrýstingur hundraða þúsunda um heiminn allan skiptir sköpum fyrir þá sem við vinnum fyrir. Og hann hefur áhrif. Við sjáum það á hverju ári að þetta getur skipt sköpum í lífi fólks. Sam­ viskufangi er leystur úr haldi, fangi á dauðadeild er náðaður, pyndari er sóttur til saka og ómannúðlegri löggjöf er breytt.“ Spenna fram undan Hugmyndin að ljósainnsetning­ unni varð til í samstarfi við hug­ myndastofuna Serious Business Agency sem staðsett er í Mün chen. „Þar áttum við fund með Helgu Ósk Hlynsdóttur, gleðigjafa og andlegum leiðtoga hugmynda­ stofunnar. Undirbúningurinn er í fullum gangi og þetta er allt að taka á sig lokamynd. Við erum mjög spennt að upplifa þetta verða að veruleika.“ Hún segir starfsmenn Íslands­ deildarinnar hafa sterka trú á verkefninu og að almenningur eigi eftir að leggja herferðinni Bréf til bjargar lífi lið sem verkefninu er ætlað að vekja athygli á. „Því hvetjum við alla til að grípa til aðgerða og þrýsta á stjórnvöld í máli þessara einstaklinga og hópa með því að mæta að Hallgríms­ kirkju dagana 1. til 5. desember milli kl. 17 og 22 eða með því að fara á amnesty.is og skrifa undir málin tíu.“ Lýsum upp myrkrið: Magnús Sigurjón Guðmundsson, Bryndís Bjarnadóttir, Torfi Geir Jónsson, Anna Lúðvíksdóttir og Anna Dóra Valsdóttir. MYND/ERNIR Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Fyrir falleg heimili Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl. Kínverskar gjafavörur Ath! Eingöngu afgreitt fyrir hópa Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is fyrir hópa Aðeins 3.900 kr. á mann! Öðruvísi Jólahlaðborð Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Rjómalöguð sjávarréttasúpa Karrísíld Rússnesk rauðrófusíld Grafinn lax og karfi Tvíreykt sauðahangikjöt Forréttir Jólalambakótilettur í raspi Grillsteikt lambalæri bernaise Dönsk purusteik Allt góða og hefðbundna meðlætið Aðalréttir Hjónabandssæla Ís og ávextir Eftirréttir Starri Freyr Jónsson starri@365.is Framhald af forsíðu ➛ Allt það helsta úr heimi TÍSKUNNAR á einum stað GLAMOUR.IS .is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 4 -1 E 1 4 1 E 5 4 -1 C D 8 1 E 5 4 -1 B 9 C 1 E 5 4 -1 A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.