Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 6
Mannskæð sprenging stjórnsýsla Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls bún- aðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Frétta- blaðið. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráð- herrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í fram- haldi hafi ráðherra sett Samgöngu- þing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferð- inni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refs- ingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendur- skoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendur- skoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frum- varp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórn- arkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 pró- sent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara texta skilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoð- ar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur. jonhakon@frettabladid.is Ekki búið að hækka sektir við snjallsímanotkun ökumanna Ráðherra hefur ekki enn hækkað sektir fyrir snjallsímanotkun við akstur, eins og Ríkissaksóknari lagði til. Breytingin líklegast gerð samhliða breytingum á umferðarlögum. Aðalvarðstjóri í umferðardeild segir fyrir- komulagið í dag ekki hafa nein forvarnaráhrif og að sektirnar þurfi að fara úr 5 þúsundum í 40 þúsund. Stór hluti nemenda í framhaldsskólum notar snjallsíma undir stýri. Flestir tala í símann. NordicPhotoS/Getty Guðbrandur Sigurðsson Að minnsta kosti tveir fórust og þrjátíu slösuðust þegar sprenging varð í verksmiðju í kínversku hafnarborginni Ningbo. Sprengingin var svo öflug að næstu byggingar hrundu við höggið. Sprengingar sem þessi eru tíðar í Kína og hefur ítrekað verið kallað eftir bættum öryggisreglugerðum og eftirliti. Ríkisstjórn Kína sagði í tilkynningu að unnið væri að því að herða refsingar fyrir þá aðila sem brjóta á öryggisreglugerðum. NordicPhotoS/AFP Indónesía Rauð viðvörun er í gildi á indónesísku eyjunni Balí þar sem talið er að Agung-fjall sé við það að gjósa stóru gosi. Öskuský hafa í tví- gang rokið upp úr fjallinu í vikunni og hefur það valdið töluverðum trufl- unum á flugsamgöngum. Starfsemi flugvalla var haldið áfram í gær en þó höfðu allnokkur flugfélög aflýst ferðum sínum vegna öskuskýs- ins. Þá hafa yfirvöld hafið dreifingu öndunargríma á þeim svæðum sem öskufall er hvað mest. „Það er enn öruggt að ferðast til Balí, nema til hættusvæðisins umhverfis Agung-fjall,“ sagði í yfirlýs- ingu frá almannavörnum Indónesíu í gær. Var þeim tilmælum jafnframt beint til innfæddra sem og ferða- manna að allir innan 7,5 kílómetra frá eldfjallinu ættu að yfirgefa svæðið í snatri. – þea Agung-fjall á barmi stórgoss Agung-fjall er á barmi eldgoss. NordicPhotoS/AFP sImbabve Robert Mugabe mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í simbabv- eskum stjórnmálum þrátt fyrir að hafa sagt af sér forsetaembættinu á dögunum. Þetta sagði Fidelis Mukon- ori, prestur sem miðlaði málum á milli Mugabe og hersins, í viðtali við BBC í gær. Mugabe sagði af sér á þriðjudag í kjölfar þess að herinn tók völdin í landinu viku fyrr. Sagði Mukonori að hlutverk Mugabe myndi felast í því að veita hinum nýja forseta, Emmerson Mnangagwa, ráðgjöf sem honum reyndari maður. Mnangagwa, lang- tímabandamaður Mugabe, var rek- inn úr varaforsetaembættinu fyrr í mánuðinum og leiddi sú ákvörðun forseta að lokum til þess að Mugabe missti sæti sitt. Mukonori vildi þó ekki staðfesta fréttir þess efnis að Mugabe hefði fengið 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir að segja af sér. – þea Mugabe ekki verkefnalaus robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve. NordicPhotoS/AFP bandaríkIn Glee-stjarnan Naya Rivera hefur verið ákærð fyrir heim- ilisofbeldi gegn eiginmanni sínum, Ryan Dorsey. Frá þessu greindu miðlar vestanhafs í gær en Rivera, sem lék klappstýruna Santana Lopez í þáttunum, var handtekin í Vestur- Virginíu á dögunum. Samkvæmt skýrslu lögreglu voru lögregluþjónar kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. Kemur þar fram að Dorsey hafi sagt þeim að Rivera hafi lamið hann í höfuðið. Sýndi Ryan lögregluþjónum myndbönd, tekin á síma hans, sem studdu mál hans. „Eins og alltaf þá er ákæran á hendur Rivera einungis ásökun. Hún er álitin saklaus uns sekt er sönnuð,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. – þea Ákærð fyrir heimilisofbeldi 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U d a G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 4 -1 4 3 4 1 E 5 4 -1 2 F 8 1 E 5 4 -1 1 B C 1 E 5 4 -1 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.