Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 16
GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Við látum framtíðina rætast. Volkswagen Caddy 2.0 TDI kostar frá 2.990.000 kr. (2.392.000 kr. án vsk) EIGUM NOKKRA TIL AFHENDINGAR STRAX Veglegur aukahlutapakki fylgir Caddy TDI til áramóta. - Bakkmyndavél - Webasto miðstöð með fjarstýringu - Verðmæti 215.000 kr. Sögulegur árangur Snorri einarsson gerði frábært mót á Heimsbikarmóti í skíðaíþróttum í ruka í Finnlandi um helgina. Snorri hafnaði í 22. sæti í 15 km skíðagöngu. Þetta er besti árangur Íslendings síðan Kristinn Björnsson var upp á sitt besta. Hann kórónaði svo helgina með því að verða í 27. sæti í eltigöngu með frjálsri aðferð. Snorri er sem stendur í 34. sæti heildarstigalista Heimsbikarsins. eyjamenn áFram Í evrópu ÍBv verður í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslita í áskor- endabikar evrópu. liðið sigraði lið HC gomel frá Hvíta-rússlandi örugglega í seinni leik liðanna í þriðju umferðinni í vestmanna- eyjum um helgina. lokatölur í leiknum voru 32-27, en ÍBv leiddi 18-11 í hálfleik. Sigur- bergur Sveinsson var atkvæða- mestur í liði ÍBv með níu mörk. DómaraHneyKSli Í SlóvaKÍu FH tapaði með þremur mörkum fyrir Tartan preson í fyrri leik lið- anna í þriðju umferð eHF-bikarsins í Slóvakíu um helgina. lokatölur urðu 24-21, en í stöð- unni 22-20 var löglegt mark dæmt af óðni Þór ríkharðssyni og í staðinn fyrir að minnka muninn í eitt mark komust Slóvakarnir í þriggja stiga forystu. einar rafn eiðsson var marka- hæstur í liði FH með átta mörk. næstur kom arnar Freyr ársælsson með fjögur. Seinni leikurinn í einvígi liðanna fer fram í Kaplakrika um næstu helgi, laugardaginn 2. desember. SJÚKT. Staðan 22-20 Óðinn stekkur 30 cm frà teignum og þeir dæma LÍNU !!!!!! HA. endursýnt. Ég er hættur að horfa á handbolta. Get ekki svona meira. Þetta fyllti mælinn. Lína þegar það er ekki lína!!!! Logi Geirsson @logigeirsson Körfubolti Ísland mætir Búlgaríu í öðrum leik liðsins í undankeppni Hm 2019 í körfubolta í laugardals- höll í kvöld. Fyrsti leikur undan- keppninnar tapaðist gegn Tékkum ytra á föstudaginn. Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki að spila með íslenska landsliðinu í þeim leik, en lið hans valencia hleypti honum ekki í leikinn vegna þátttöku liðsins í euroleague. alþjóðakörfuboltasambandið, FiBa, er í hálfgerðu stríði við for- ráðamenn euroleague. Deildin er óháð FiBa og er gagngert að setja leikdaga sína þegar FiBa setur landsleikjahlé, að því virðist til þess að koma í veg fyrir að þeir bestu spili með landsliðum sínum. Tryggvi Snær lenti á milli í þessu stríði, en hvernig upplifði hann það? „Ég hef lítil áhrif á þetta þann- ig, er bara á hliðarlínunni og stíg upp ef ég er beðinn um að standa upp,“ sagði Tryggvi á æfingu lands- liðsins í laugardalshöll í gær. „Það er leiðinlegt að lenda á milli í þessu stríði. Þetta eru tvær stóru körfu- boltahliðarnar og ef þeir eru að ríf- ast þá er það eina sem maður getur gert að sitja og vona það besta. vona að KKÍ og valencia geti græjað þetta fyrir mann og geta tekið þátt. Það er alltaf skemmtilegt að taka þátt og geta hitt Íslendingana.“ Það fór svo að Tryggvi kom ekkert við sögu í leik valencia á fimmtu- dagskvöldið. Hann vildi þó ekki meina að það gerði það sárara að hafa ekki fengið að taka þátt í lands- liðsverkefninu. „Það eru margar hliðar á þessu. Það yrði frekar rangt að hleypa mér en engum öðrum. Það var helsta vandamálið. Þeir ákváðu eftir að hafa fundað um þetta að hleypa mér þar sem ég missi ekki af neinum leikjum. Ég missi af einhverjum 2-3 æfingum, sem er leiðinlegt, en þeir ákváðu að hleypa mér og telja að ég geti grætt meira á því að spila hér með lands- liðinu þar sem ég get tekið meiri þátt,“ sagði norðlendingurinn efni- legi. „Ég er bara spenntur,“ sagði Tryggvi aðspurður um hvernig honum lítist á leik kvöldsins. „Spennandi að taka leik hérna á Íslandi fyrir framan alla áhorfend- urna, vonandi verða sem flestir. Það er heiður að fá að spila fyrir Ísland.“ Búlgarar töpuðu naumlega gegn Finnum, 80-82, á föstudag. Finnar eru með sterkt lið og unnu Íslendinga eftirminnilega á euro- basket fyrr í haust. Því má búast við hörkuleik í laugardalshöll í kvöld. Tryggvi var þó ekki í vafa um að íslenska liðið ætti möguleika á sigri. Hann sagði lykilinn að sigr- inum vera baráttuna. „við þurfum að spila eins og við setjum leikinn upp. eins og vanalega þá erum við „underdogs“, við erum alltaf minna liðið. við þurfum að vinna okkur upp og vera ákveðnari en hitt liðið. rífa niður fráköstin og skjóta eins og það sé enginn morgundagur,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. astrosyr@365.is Græði meira með landsliðinu Tryggvi Snær Hlinason er aðeins tvítugur en á að baki 24 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Hann er bjartsýnn á möguleikana gegn Búlgaríu. FréTTABlAðið/AnTon Brink 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n u D A G u r16 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð SporT 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -F 6 9 4 1 E 5 3 -F 5 5 8 1 E 5 3 -F 4 1 C 1 E 5 3 -F 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.