Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 13
Björgvin Halldórsson · Gissur Páll · Jóhanna Guðrún · Júníus MeyvanT
Katrín Halldóra Sigurðardóttir · Páll Óskar · Ragga Gísla · Svala
SÉRSTAKUR GESTUR stefán karl stefánsson OG jólasTJARNAN 2017
Viðkomum með
jólin til þín!
www.jolagestir.is
Jolagestir
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · GISSUR PÁLL · JÓHANNA GUÐRÚN · JÚNÍUS MEYVANT · KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
PÁLL ÓSKAR · RAGGA GÍSLA · SVALA SÉRSTAKIR GESTIR STEFÁN KARL · STURLA ATLAS OG JÓLASTJARNAN 2017
SÍÐUSTU FOR
VÖÐ!
EKKI HÆGT AÐ
BÆTA VIÐ FLE
IRI
TÓNLEIKUM
Uppselt á þrenna tónleika · þökkum ótrúlegar viðtökur
AUKATÓNLEIKAR 12. DESEMBER
FÁIR MIÐAR EFTIR !
Eitt það mikilvægasta sem hvert samfélag getur boðið börnum og ungmennum er tækifæri til
að afla sér vandaðrar menntunar sem
setur jafnræði, vandvirkni og fram-
farir ofar öllu.
Allt frá árinu 2008 hefur mennta-
löggjöf á Íslandi og aðalnámskrá
leik-, grunn- og framhaldsskóla frá
2011 kveðið á um að stuðla beri að
þroska og framförum allra nemenda
og virkri þátttöku þeirra í lýðræðis-
þjóðfélagi með því að bjóða hverjum
og einum nám við hæfi. Nemendum
skal veitt tækifæri til að nýta sköp-
unarkraft sinn og afla sér þekk-
ingar og leikni í stöðugri viðleitni til
menntunar og þroska. Skólastarfið
skal leggja grundvöll að frumkvæði
og sjálfstæðri hugsun nemenda
og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs
við aðra. Í skóla án aðgreiningar
er gengið út frá því að allir fái jöfn
eða jafngild tækifæri til náms og að
námið sé á forsendum hvers ein-
staklings. Borin er virðing fyrir fjöl-
breytileika og mismunandi þörfum,
hæfileikum og einkennum nemenda
og lögð er áhersla á að sneiða hjá allri
mismunun og aðgreiningu í skólum.
Í þeirri viðleitni mennta- og
menningarmálaráðuneytisins að
styrkja skólastarf á grundvelli okkar
heildstæðu menntastefnu um skóla
án aðgreiningar og efla gæðastarf
á öllum skólastigum var árið 2015
leitað til Evrópumiðstöðvar um nám
án aðgreiningar og sérþarfir með það
í huga að gera úttekt á framkvæmd
stefnunnar á Íslandi á leik-, grunn-
og framhaldsskólastigi. Samstarfs-
aðilar ráðuneytisins í þessari vegferð
voru velferðarráðuneyti, Samband
íslenskra sveitarfélaga, Kennara-
samband Íslands, Heimili og skóli
og Skólameistarafélag Íslands. Fagna
ber sérstaklega þeirri breiðu sam-
stöðu sem myndaðist um þetta mál
og skuldbindingu allra aðila til að
nýta niðurstöðurnar skólastarfi til
framdráttar.
Evrópumiðstöðin vann að úttekt-
inni árið 2016 í samstarfi við alla þá
aðila sem hlut eiga að máli. Úttektar-
hópurinn var skipaður starfsmönn-
um miðstöðvarinnar sem höfðu sér
til aðstoðar ráðgjafa með sérþekkingu
á þessum sviðum. Í mars á þessu ári
skilaði Evrópumiðstöðin lokaskýrslu
þar sem niðurstöður úttektarinnar
voru kynntar og jafnframt var gerð
grein fyrir tillögum sem byggðar eru
á þeim. Mennta- og menningarmála-
ráðuneytið hefur nú látið þýða loka-
skýrsluna á íslensku og er hana að
finna á vefsíðu ráðuneytisins.
Niðurstöður úttektarinnar eru
teknar saman í sjö meginköflum og er
í hverjum þeirra fjallað um eitt þeirra
áherslusviða sem voru til skoðunar.
Gleðilegt er að lesa í skýrslunni
að flestir sem sinna menntamálum
hér á landi deila þeirri skoðun að
mikilvægt sé að vinna að menntun
án aðgreiningar til að auka efnahags-
lega og félagslega velferð í landinu. Að
stefna beri að því að koma til móts
við þarfir allra barna og sjá til þess
að þau hafi tækifæri til að spjara sig í
menntakerfi sem gerir þeim kleift að
Menntun fyrir alla á Íslandi
Kristján Þór
Júlíusson
mennta- og
menningarmála-
ráðherra
ná árangri í námi og tilheyra því sam-
félagi sem þau lifa í.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að einn helsti styrkleiki íslenska
menntakerfisins er traustur grunnur
laga og stefnumótunar sem tekur mið
af alþjóðasamningum og sáttmálum
er varða réttindi nemenda. Mennta-
kerfið einkennist einnig af lýðræðis-
legum stjórnarháttum sem breið sam-
staða er um meðal allra hópa íslensks
skólasamfélags.
Er kemur að umfjöllun í skýrslunni
um framlög til leik-, grunn- og fram-
haldsskóla kemur fram að útgjöld til
þessara skólastiga eru allmiklu hærri
á Íslandi en sem nemur meðaltali
OECD-landanna. Þá er Íslandi raðað
í 3. sæti þeirra 29 landa sem athuguð
voru í rannsókn UNICEF á velferð
barna (2013).
Þrátt fyrir að fullyrða megi að skóli
án aðgreiningar á Íslandi standi á
sterkum grunni þá eru mörg mikilvæg
verkefni er varða innleiðingu stefn-
unnar stutt á veg komin eða á eftir að
hrinda í framkvæmd. Skýrsla Evrópu-
miðstöðvarinnar dregur fram á mjög
skýran hátt þau verkefni og setur fram
tillögur að aðgerðum sem við þurfum
að ráðast sameiginlega í á næstu árum
sem samfélag, til að byggja upp enn
betri menntun fyrir alla.
Stofnaður hefur verið stýrihópur
verkefnisins undir forystu mennta-
og menningarmálaráðuneytisins með
þátttöku fulltrúa allra samstarfsaðila
úttektarinnar. Stýrihópurinn vinnur
nú að innleiðingu samþykktra
aðgerða í fyrsta hluta verkefnisins,
sem nær til ársloka 2019, en þá verður
lagt mat á hvernig til hefur tekist.
Það er ósk mín að vel takist til
við áframhaldandi uppbyggingu á
menntun fyrir alla á Íslandi. Til að svo
megi verða þurfa allir aðilar máls að
kynna sér þær tillögur sem settar eru
fram í skýrslu Evrópumiðstöðvarinn-
ar, ræða þær hver á sínum vettvangi
og vinna saman að því að koma þeim
í framkvæmd, börnum okkar og ung-
mennum til farsældar.
Í skóla án aðgreiningar er
gengið út frá því að allir fái
jöfn eða jafngild tækifæri til
náms og að námið sé á for-
sendum hvers einstaklings.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M Á n u D A G u R 2 7 . n ó v e M B e R 2 0 1 7
2
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
4
-0
0
7
4
1
E
5
3
-F
F
3
8
1
E
5
3
-F
D
F
C
1
E
5
3
-F
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K