Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 18
Draumamark Gylfa í miðri martröð Everton
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark fyrir Everton gegn Southampton í gær. Það dugði skammt því að stjóralaust lið Everton tapaði 4-1 og er í vondum málum.
fótbolti Í dag eru nákvæmlega
fimm vikur síðan Ronald Koeman
var látinn taka pokann sinn hjá
Everton eftir 2-5 tap fyrir Arsenal
á Goodison Park. Nú, fimm vikum
síðar, er staða Everton engu skárri.
Liðið er enn stjóralaust og tapar
hverjum leiknum á fætur öðrum.
Í síðustu tveimur leikjum hefur
Everton mátt þola auðmýkjandi
töp fyrir Atalanta og Southampton.
Ítalirnir komu á Goodison Park í
Evrópudeildinni á fimmtudaginn og
fóru heim með 1-5 sigur í farteskinu.
Og í gær rúllaði Southampton yfir
Everton, 4-1, á velli heilagrar Maríu.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark
Everton og það var af dýrari gerð-
inni. Íslenski landsliðsmaðurinn lék
þá á tvo varnarmenn Southampton
og skaut boltanum í slána, stöngina,
aftur í slána og inn og jafnaði metin
í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Aldrei séð svona mark
„Ég hef aldrei séð mark þar sem
boltinn fer þrisvar sinnum í tré-
verkið áður en hann fer inn. Því-
líkt mark,“ skrifaði Southampton-
hetjan Matt Le Tissier á Twitter.
Það er maður sem veit sitthvað um
falleg mörk enda skoraði hann þau
nokkur á sínum tíma.
Mark Gylfa, sem var hans fyrsta
fyrir Everton í ensku úrvalsdeild-
inni, var þó aðeins plástur á sárið
því Southampton var miklu sterkari
aðilinn í leiknum í gær. Hálfleiks-
tölurnar gáfu alls ekki rétta mynd
af gangi mála.
Dusan Tadic kom Southamp-
ton yfir á 18. mínútu eftir frábæra
Leikmaður helgarinnar
Raheem Sterling var maðurinn á bak við
sigur Manchester City á nýliðum Hudders
field. Sterling fiskaði vítaspyrnuna sem
Sergio Aguero jafnaði leikinn úr þegar
seinni hálfleikur var nýhafinn og hann
skoraði svo sigurmarkið á 84.
mínútu. Sterling var besti
maður vallarins á John
Smith’s leikvanginum í
Huddersfield og með sigur
markinu minnka vonir nágrannanna í
Manchester United um að hægt sé að
ná í hælana á City liðinu. Mark Sterlings
var hans áttunda í ensku úrvalsdeildinni
á tímabilinu og tólfta í öllum keppnum.
Englendingurinn er nú þegar búinn að ná
sínum besta árangri í markaskorun og eru
aðeins átján leikir búnir af tímabilinu, en
hann hefur aldrei áður skorað meira en 11
mörk á tímabili.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Tvær mínútur voru
komnar fram yfir
venjulegan leiktíma
þegar Mamadou
Sakho skoraði sigur
mark Crystal Palace gegn Stoke á
Selhurst Park. Undir stjórn Roys
Hodgson hefur Palace rétt úr
kútnum og er nú aðeins þremur
stigum frá öruggu sæti.
Hvað kom á óvart?
Stjóralaust lið West
Brom fór á Wemb
ley og náði í stig
gegn Tottenham. Gary
Megson stýrði West Brom
á laugardaginn og teiknaði upp
sterkan varnarleik sem Totten
ham átti í miklum vandræðum
með að brjóta niður. Harry Kane
skoraði á endanum en West Brom
getur vel við stigið unað.
Mestu vonbrigðin
Everton fær þennan
titil enn og aftur.
Eftir frábært jöfn
unarmark Gylfa
Þórs Sigurðssonar
rétt fyrir lok fyrri hálfleiks voru
vonir um að Everton næði að
rétta úr kútnum. Liðið spilaði hins
vegar hrikalega illa og var komið
tveimur mörkum undir þegar
korter var liðið af seinni hálfleik.
skyndisókn og sendingu Ryans
Bertrand sem átti skínandi góðan
leik eins og hinn bakvörðurinn,
Cédric Soares.
Bertrand lagði upp annað mark
heimamanna fyrir Charlie Austin
á 52. mínútu. Sex mínútum síðar
skoraði Austin nánast alveg eins
mark, með skalla eftir fyrirgjöf
frá vinstri. Þremur mínútum fyrir
leikslok skoraði Steven Davis, fyrir-
liði South ampton, svo fjórða markið
með góðu skoti.
Dýrlingarnir eru vel spilandi en
oftast nær mjög bitlausir. Fyrir leik-
inn í gær var liðið aðeins búið að
skora níu mörk í 12 deildarleikjum.
Stíflan brast hins vegar gegn Everton
sem hefur nú fengið á sig 28 mörk
í ensku úrvalsdeildinni, flest allra
liða.
Hræðilegur varnarleikur
Everton hefur ekki náð að fylla
skarðið sem Romelu Lukaku skildi
eftir sig í framlínunni. Það er slæmt
en til að bæta gráu ofan á svart kann
liðið ekki lengur að verjast.
Phil Jagielka og sérstaklega
Ashley Williams hafa elst hratt, Mic-
hael Keane hefur valdið vonbrigð-
um eftir að hafa komið frá Burnley
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 13. umferðar 2017-18
West Ham - Leicester 1-1
01 Marc Albrighton (8.), 11 Manuel Lanzini
(45.).
Crystal Palace - Stoke 2-1
01 Xherdan Shaqiri (53.), 11 Ruben Loftus
Cheek (56.), 21 Mamadou Sakho (90+2.).
Man. Utd. - Brighton 1-0
10 Lewis Dunk, sjálfsmark (66.).
Newcastle - Watford 0-3
01 Will Hughes (19.,) 02 DeAndre Yedlin,
sjálfsmark (45+1.), 03 Andre Gray (62.).
Swansea - Bournemouth 0-0
Tottenham - West Brom 1-1
01 Salomon Rondon (4.), 11 Harry Kane
(74.),
Liverpool - Chelsea 1-1
10 Mohamed Salah (65.), 11 Willian (85.).
Southampton - Everton 4-1
10 Dusan Tadic (18.), 11 Gylfi Þór Sigurðs
son (45.), 21 Charlie Austin (52.), 31 Charlie
Austin (58.), 41 Steven Davis (87.).
Burnley - Arsenal 0-1
01 Alexis Sanchez, víti (92.).
Huddersfield - Man. City 1-2
10 Nicolás Otamendi, sjálfsmark (45+1.),
11 Sergio Agüero, víti (47.), 12 Raheem
Sterling (84.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 13 12 1 0 42-8 37
Man. Utd. 13 9 2 2 28-6 29
Chelsea 13 8 2 3 24-11 26
Arsenal 13 8 1 4 23-16 25
Tottenham 13 7 3 3 21-10 24
Liverpool 13 6 5 2 25-18 23
Burnley 13 6 4 3 12-10 22
Watford 13 6 3 4 22-21 21
Brighton 13 4 4 5 13-14 16
S’ton 13 4 4 5 13-15 16
Huddersf. 13 4 3 6 9-19 15
Leicester 13 3 5 5 17-19 14
B’mouth 13 4 2 7 11-14 14
Newcastle 13 4 2 7 11-17 14
Stoke 13 3 4 6 16-26 13
Everton 13 3 3 7 13-28 12
West Brom 13 2 5 6 10-19 11
West Ham 13 2 4 7 12-26 10
Swansea 13 2 3 8 7-15 9
C. Palace 13 2 2 9 8-25 8
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum á Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Skoraði eina mark Everton
sem steinlá fyrir South
ampton. Þetta var fyrsta mark Gylfa
í deildinni á tímabilinu.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Var ekki með í 02 sigri á
Nottingham Forest vegna
meiðsla.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Kom inn á 73. mínútu í
markalausu jafntefli við
Sheffield Wednesday.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Var ekki í leikmannahóp
Aston Villa sem sigraði
Ipswich Town 20.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Spilaði allan leikinn í ótrú
legum 23 endurkomu
sigri á Hull City.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var með bestu mönnum
vallarins í tapi gegn
Arsenal og átti besta færi
Burnley í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni þegar hann jafnaði metin á síðustu mínútum fyrri hálfleiks í leik liðsins gegn Southampton. Mark Gylfa var einkar glæsilegt, en boltinn fór í stöngina, slána,
aftur í stöngina og að lokum í netið. Þetta var aðeins annað mark Gylfa á tímabilinu. NoRDiCPHoToS/GETTy
2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r18 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
2
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
4
-0
A
5
4
1
E
5
4
-0
9
1
8
1
E
5
4
-0
7
D
C
1
E
5
4
-0
6
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K