Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 1

Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 1
F I M M T U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  28. tölublað  105. árgangur  KLASAR SAMEINA KRAFTA SÍNA SPENNANDI UPPFÆRSLA SAMEIGINLEG ÁSTRÍÐA Í TÓNLISTINNI ANDAÐU 31 REGGÍ OG SINFÓ NORD 30VIÐSKIPTAMOGGINN Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 FATAEFNI DAWOOD STÓLAR 20-80% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR SÆNGURFATNAÐUR 30% AFSLÁTTUR ÚTSÖLU LOK 20-80% AFSLÁTTUR Yfir Vesturbraut í Grindavík sveif fuglinn og blakaði vængj- um. Dumbungur með blýgráum himni var yfir en útkoman falleg mynd þar sem bæjarfjallið Þorbjörn er í baksýn. Þetta er tekið í eldri hluta bæjarins, sem myndaði leiktjöldin þegar kvikmyndin Salka Valka, byggð á skáldsögu Halldórs Lax- ness, var að hluta til filmuð. Hermt er að margt í sögunni eigi sér fyrirmyndir frá fyrri tíð í salfiskbænum Grindavík, sem ofan í kaupið er þá líka bær bókmennta og sögupersóna sem öðlast hafa sjálfstætt líf í minni þjóðarinnar. Svífandi silfraður fugl á slóðum Sölku Völku Dumbungur yfir saltfiskbænum og bæjarfjallið Þorbjörn í baksýn Morgunblaðið/RAX  Þróunarfyrirtæki fyrir stórskipa- höfn í Finnafirði verður stofnað á þessu ári, að því er Maritime Journ- al hefur eftir Lars Stemmler, yfir- manni erlendra verkefna hjá Bre- menports sem eiga aðild að Finnafjarðarverkefninu með sveit- arfélögum á Norðausturlandi, ís- lenska ríkinu og Eflu. Hlutverk fé- lagsins verður að afla verkefna fyrir höfnina og fá fjárfesta til þró- unar hennar. Stemmler segir að ef allt gengur eftir geti framkvæmdir hafist á árinu 2020. Þróunarfélag stofn- að um Finnafjörð Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í gær varð mesta lækkun Úrvalsvísi- tölunnar frá því í bankahruninu árið 2008, þegar vísitalan lækkaði um 6,07%. Lækkunin var leidd af 23,98% lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, en sú lækkun er mesta gengislækk- un félags á Aðalmarkaði frá því 27. september árið 2010, þegar Eik Banki lækkaði um 41%. Lækkun Úrvalsvísitölunnar er ennfremur fimmta mesta eins dags lækkun vísitölunnar frá upphafi. Lækkunin á gengi Icelandair Group tengist afkomuspá sem félag- ið sendi frá sér í gær þar sem gert er ráð fyrir að EBITDA hagnaður þessa árs verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 210- 220 milljóna dala EBITDA hagnað á síðasta ári. Helstu ástæður eru hægari bók- anir og meiri lækkun meðalfargjalda en spár höfðu gert ráð fyrir. Þá þróun megi rekja til aukinnar samkeppni og óvissu í alþjóðastjórn- málum. Ennfremur spili óhagstæð gjaldmiðlaþróun og olíuverðshækk- un inn í. Aðilar á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu tilkynningu Icelandair valda von- brigðum, og sögðu hana virka „sjokkerandi“ á markaðinn. Nefndu sumir að félagið hefði getað sent skilaboð út á markaðinn fyrr, til dæmis hvað varðar stöðu bókana. Lækkun félaga eins og Marels um 2,9%, Össurar um 5,1% og Eimskips um 4,2%, er talin afleiðing af lækkun Icelandair. Almennt telja menn þó að tiltrú á markaðinn hafi ekki minnkað. Mesta verðlækkun hlutabréfa frá hruni  26,4 milljarða lækkun á markaðsvirði Icelandair Group MViðskiptaMogginn Lækkun hlutabréfaverðs Icelandair frá áramótum 25 22 19 16 02.01. ‘17 01.02. ‘17 Markmið N1 er að ekki verði meira en 100 kílómetrar á milli hrað- hleðslustöðva fé- lagsins hringinn um landið, en fé- lagið rekur 95 af- greiðslustaði um landið. Um tals- verða fjárfestingu er að ræða af hálfu fyrirtækisins því stöð af þessu tagi kostar um þessar mundir vart undir 10 milljónum króna. Fyrsta skrefið verður stigið innan skamms þegar unnt verður að aka á rafbílum milli Reykjavíkur og Akureyrar, í kjölfar þess að settar verða upp stöðvar á Blönduósi og við Staðarskála í Hrútafirði á næstu mánuðum, en fyrirtækið rekur nú þegar hraðhleðslustöð í Borgarnesi. »ViðskiptaMogginn Veðja á rafmagnið  N1 rafhleðsluvæðir leiðina til Akureyrar Rafbílar Mun fjölga ört.  Sú óvissa sem ríkir um viðbrögð Ríkis íslams og stuðningsmanna í Evrópu við því ef samtökin tapa yf- irráðum sínum í Írak og Sýrlandi hefur áhrif á mat á hryðjuverkaógn í Evrópu og hér á landi. Greining- ardeild ríkislögreglustjóra telur í skýrslu um hryðjuverkaógn líklegt að samtökin muni bregðast við mót- læti á vígvöllum Mið-Austurlanda með hertum árásum í Evrópu. »6 Óvissa ríkir um við- brögð Ríkis íslams bbbbm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.