Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 ÚTSALAN í fullum gangi 30-50% afsláttur af öllum vörum Flottir í fötum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Opna Reykjavíkurskákmótið verður haldið í Hörpu dagana 19.-27. apríl. Mótið er eitt hið þekktasta og vin- sælasta í skákheiminum. Að þessu sinni er mótið haldið mánuði seinna en venja hefur verið, til þess að skákmennirnir „geti notið Íslands betur í hlýrra loftslagi og vorlit- unum,“ eins og segir í kynningu. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem GAMMA er aðal- styrktaraðili mótsins. Alls eru núna 177 skákmenn skráðir til leiks þrátt fyrir að enn séu um 2½ mán- uður í mót, að sögn Gunnars Björnssonar, for- seta Skáksambands Íslands. Þar af eru 46 íslenskir skákmenn og 131 er- lendur skákmaður frá 39 löndum. Í fyrra tóku 235 skákmenn þátt og þar af 145 erlendir. Það stefnir því í afar góða þátttöku í ár, en íslensku skák- mennirnir skrá sig oft seint til leiks, að sögn Gunnars. Flestir hinna erlendu keppenda eru Indverjar og Bandaríkjamenn, en þaðan hafa 16 skráð sig frá hvoru landi. Næstir eru Kanadamenn og Þjóðverjar með 10 keppendur hvor þjóð. 25 stórmeistarar eru skráðir til leiks, sem er verulega gott, en 24 stórmeistarar tóku þátt í fyrra. Ljóst er að það á eftir að bætast við í þann hóp, m.a. íslenskir stórmeist- arar. Mótið nú verður umtalsvert sterkara í ár en í fyrra, að sögn Gunnars. Stigahæstur þeirra sem hafa skráð sig er hollenski stór- meistarinn Anish Giri (2.769) sem er þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára á topp 10 í heiminum. Giri teflir afar sjaldan á opnum skákmótum og því er afar gaman að fá hann til landsins nú, segir Gunnar. Næststigahæstur keppenda er Dmitry Andreikin (2.734), 28 ára Rússi, með afar kröft- ugan skákstíl. „Einn allra mest spennandi kepp- andi mótsins er án efa Georgíu- maðurinn Baadur Jobava (2.701). Sá teflir afar frumlega og minnir stíll hans oft á Mikhail Tal. Og talandi um Tal og léttleikandi skákmenn. Lettinn Alexei Shirov (2.683) teflir nú á fyrsta skipti á Reykjavíkur- skákmóti í 25 ár, en árið 1992 sigraði hann á mótinu ásamt Jóhanni Hjart- arsyni. Shirov er þekktur fyrir sinn leiftrandi stíl og hikar ekki við að fórna mönnum þegar svo hentar,“ segir Gunnar. Öflugar skákdrottningar Skákdrottningarnar láta sig ekki vanta að sögn Gunnars. Hin ind- verska Tania Sachdev, sem stal sen- unni í fyrra þegar hún vann kvenna- verðlaunin og tók um leið áfanga að stórmeistaratitli, tekur þátt. Landa hennar, Harika Dronavalli (2.539), sem er sjöunda stigahæsta skák- kona heims, er meðal keppenda. Tvær kornungar skákkonur frá Kas- akstan, Zhansaya Abdumalik Ah- ansaya (2.430) og Dinara Saduakas- sova (2.428), eru einnig meðal keppenda. Sú fyrrnefnda er núver- andi heimsmeistari undir tvítugu. Mögulega mun svo allra sterkasta skákkona heims taka þátt en það mun skýrast á næstu dögum. EM kvenna er á sama tíma og því vantar nokkuð sterkar evrópskar skák- konur. Stefnir í afar sterkt Reykjavíkurskákmót  Mótið er nú haldið mánuði seinna en venja hefur verið Morgunblaðið/Eggert Harpa Það er þétt setinn bekkurinn á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið er afar vinsælt meðal skákmanna og áhugamanna um skák, sem fjölmenna í Hörpu.Gunnar Björnsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Húsnæðið uppfyllir ekki þau skil- yrði sem gerð eru til geymslu safn- muna og því sögðum við upp samn- ingi við Ísafjarðarbæ um leigu á geymsluhúsnæði í Norðurtanganum á Ísafirði,“ segir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vest- fjarða, en sumarið 2015 komst á samkomulag milli Ísafjarðarbæjar og Hraðfrystihúss Norðurtanga um 10 ára leigu í Norðurtanganum und- ir geymslur fyrir Byggðasafnið, skjala-, ljósmynda- og listaverkasafn bæjarins. „Í húsinu var ekkert brunavarnar- kerfi og engir neyðarútgangar. Slíka aðstöðu getum við ekki sætt okkur við og verðum því að leita annað,“ segir Jón. Sárvantar geymslupláss Byggðasafn Vestfjarða býr yfir stóru safni muna og eru allar geymslur safnsins fullar. Jón segir safnið þurfa nýtt húsnæði undir geymslur bæði til að flokka, vinna og geyma muni milli sýninga. „Líkt og í flestum söfnum er að- eins hluti þeirra muna sem safnið á til sýnis hverju sinni. Þess vegna er mikilvægt að hafa gott geymslu- húsnæði.“ Spurður hvort safnið geti þá ekki tekið við fleiri munun eða hvort munir liggi undir skemmdum segir hann svo alls ekki vera. „Við höfnum aldrei góðum munum og þeir sem nú eru í vörslu safnsins eru í góðri geymslu. Við þurfum hins vegar stærra húsnæði til að geta styrkt starfsemina.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ísafjörður Frá leiksýningu fyrir utan byggðasafnið í Neðstakaupstað á Ísa- firði, sett upp fyrir farþega skemmtiferðaskipanna á björtum sumardegi. Geymsluhúsnæði safnsins ónothæft Byggðasafn » Byggðasafn Vestfjarða hefur sagt upp leigusamningi við Ísa- fjarðarbæ. » Geymsluhúsnæði í Norður- tanganum uppfyllir ekki skil- yrði safnsins. » Ekkert brunavarnarkerfi eða neyðarútgangar. » Þrátt fyrir plássleysi tekur safnið enn við öllum góðum gripum.  Byggðasafn Vestfjarða í vanda Á Reykjavíkurskákmótinu er mikil áhersla á að krækja í undrabörn að sögn Gunnars. Má þar nefna að Magnús Carlsen tefldi hér fyrst kornungur. Meðal keppenda nú er hinn indverski Ramesh Praggnanandhaa (2.437 Elo-stig), sem er aðeins 11 ára. Hann er af mörgum talinn líkleg- ur til að slá met Karjakin sem yngsti stórmeistari skáksög- unnar (12 ára og 7 mánaða). Og svo eru það goðsagnirnar. Þar má fyrst nefna Eugenio Torre (2.495) frá Filippseyjum, sem er að tefla á sínu fyrsta Reykjavík- urskákmóti í 37 ár. Hann er 64 ára og enn í fantaformi, hlaut 10 vinninga af 11 á síðasta Ólympíu- skákmóti. Hann hefur teflt á 23 Ólympíuskákmótum, sem er met. 11 ára meist- ari teflir hér UNDRABÖRN EFTIRSÓTT Ungur Ramesh Praggnanandhaa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.