Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 14

Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Þá er sjónvarpsstöðin N4 flutt á efstu hæðina úr miðbænum, en þó- nokkur hluti norðurenda Linduhúss- ins hefur verið lítið notaður síðustu misseri, síðan Tónlistarskólinn á Ak- ureyri var fluttur í Hof.    Norðurslóð Arngríms Jóhanns- sonar, margvísleg sýning um sögu, lífshætti og náttúru á norðurslóðum, var opnuð á laugardaginn með pomp og prakt. Norðurslóð - Into the Arc- tic er neðst á Oddeyri, í húsinu þar sem skemmtistaðurinn Oddvitinn var síðast.    Fjöldi fólks var viðstaddur opn- unina og gerður var mjög góður rómur að sýningunni, en hún er enn „í fæðingu“ eins og Arngrímur tók til orða. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, opnaði Norðurslóð formlega ásamt Arn- grími með því að klippa á lopafléttu. Í ávarpi við þetta tækifæri velti Ólaf- ur Ragnar því meðal annars fyrir sér hvað fólki væri boðið að skoða. Væri þetta sýning, setur eða safn? Kom svo með þá líkingu að á Norð- urslóð væri fólki væri frekar boðið í ferðalag. Fólki væri boðið í ferð þar sem víða væri komið við og stutt heimsókn gæfi fjölbreytilega mynd af norðurslóðum og innsýn í heim sem væri flestum framandi og geysi- mörgum alveg ókunnugur.    Svo skemmtilega vill til að starfs- ferill Arngríms, þessa kunna flug- stjóra til áratuga, hófst í húsinu þar sem Norðurslóð er núna. Þar var BSA til húsa, fyrirtæki Kristjáns bílakóngs sem svo var kallaður og Arngrímur sendill hjá Kristjáni!    Látra-Björg virðist skyndilega komin í tísku, þrjú hundruð árum eftir að hún fæddist. Skáldsaga kom út um Björgu fyrir jólin og minn- isvarði um þessa merku skáldkonu og sjósóknara var afhjúpaður við Stærri-Árskógskirkju á Árskógs- strönd fyrir nokkrum dögum. Þar er hún talin fædd og þaðan sér yfir á Látraströndina. Grenvíkingar gerðu sjálfir minnisvarða um Látra-Björgu og var hann afhjúpaður á sjó- mannadaginn, 5. júní 2010. Grýtu- bakkahreppur bar kostnað af verk- efninu og stendur minnisvarðinn við Útgerðarminjasafnið á Grenivík.    Leikverkið Sóley Rós ræsti- tæknir sem María Reyndal og Sól- veig Guðmundsdóttir skrifuðu upp úr viðtali við norðlenska konu, verð- ur sýnt í Samkomuhúsinu á morgun, föstudag og á laugardag.    Verkið fjallar um alvöru norð- lenska hvunndagshetju, líf hennar, ástir og örlög. Hún verður fyrir sár- um missi og verkið segir frá því hvernig það hefur áhrif á hennar lífssýn og lífsspeki. „Meinfyndið og grátbroslegt verk um samtímann sem tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll,“ segir í tilkynningu.    Sóley Rós ræstitæknir var frumsýnt í Reykjavík í september. Sýningin var valin ein af bestu leik- sýningum ársins 2016 af gagnrýn- endum Morgunblaðsins og Frétta- blaðsins. Leikferðin norður er í samstarfi við Háskólann á Akureyri í tilefni af 30 ára afmæli háskólans. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Vænn afli Þrátt fyrir sjómannaverkfall berst fiskur að landi alla daga, mörgum til ómældrar ánægju. Trillukarl- arnir Ingólfur Vilhjálmsson og Jón Sævar Grétarsson á Finni EA lönduðu í smábátahöfninni í Sandgerðisbót á Ak- ureyri um hádegisbil í gær. Aflinn var milli sjö og átta hundrað kíló, uppistaðan þorskur, sem veiddist í firðinum. „Ferðalag“ um Norðurslóðir Ljósmynd/Þorgeir Norðurslóð Arngrímur Jóhannsson og Ólafur Ragnar Grímsson, sem opn- uðu norðurslóðasetur Arngríms formlega með því að klippa á lopafléttu. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Segja má að mikið líf hafi færst í gamla Linduhúsið á Oddeyri á fyrstu vikum ársins. Þaðan lagði súkkulaðiilm yfir Eyrina í gamla daga þegar Eyþór í Lindu réð ríkj- um í sælgætisgerðinni en nú er það brauðilmur. Axels bakarí flutti nefnilega á jarðhæðina á dögunum. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 20 17 Lýsing á breytingu á aðalskipulagi á Akranesi vegna Sementsreits Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir Sementsreit skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði er í breytt í miðsvæði og íbúðarsvæði auk þess sem hluta hafnarsvæðis er breytt í miðsvæði. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt. Lýsing á breytingu á aðalskipulagi á Akranesi vegna Dalbrautar - Þjóðbrautarreits Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi sem er hluti miðsvæðis M4, milli Dalbrautar og Þjóðbrautar, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í því að miðsvæði M4 er stækkað til norðurs og mun svæðið vera með blandaðri landnotkun. S8/V6/A7 mun minnka að sama skapi. Breyting á deiliskipulagi Dal- braut-Þjóðbraut verður kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi. Hægt er að nálgast lýsingarnar á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögurnar eiga að vera skriflegar og berast fyrir 20. febrúar 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is. Opinn kynningarfundur Opinn kynningafundur á lýsingum fyrir Sementsreit og Dalbraut-Þjóðbraut verður haldinn þann 16. febrúar í sal Grundaskóla á Akranesi frá kl. 18:00 til 20:00. Nánar auglýst síðar. Áströlsku hjónin David og Gail Wil- son, sem grófu sig í snjó á Lang- jökli eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp á vegum Mountaineers of Iceland hafa leitað aðstoðar lög- manns til að kanna skaðabóta- skyldu fyrirtækisins. Árni Helga- son lögmaður þeirra sagði í samtali við mbl.is í gær að forsvarsmenn Mountaineers of Iceland höfnuðu algjörlega bótaskyldu. „Þau leituðu til mín hjónin og ég tók að mér þeirra mál. Ég sendi almenna fyrir- spurn á fyrirtækið til að kalla eftir gögnum og spyrja út í þeirra af- stöðu og fékk það svar að þeir höfnuðu alfarið bótaskyldu,“ segir Árni. Fékk hann send gögn og seg- ir málið vera í vinnslu en endanleg ákvörðun um framhaldið liggur fyrir á næstu vikum. „Við reiknum fastlega með því að mál verði höfðað og þá verði þetta bara eitthvað sem verður tek- ist á um fyrir dómstólum.“ Fyrir- spurn Árna snerist um bætur vegna beins tjóns og miskabætur vegna þeirrar erfiðu lífsreynslu sem atvikið var. „Þau voru auðvit- að þarna í lífshættu,“ bætir Árni við. Hafna bótaskyldu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.