Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 Tveir meðlimir rússnesku leyni- þjónustunnar FSB voru handteknir í síðustu viku ásamt starfsmanni Kaspersky-hugbúnaðarfyrirtæk- isins. Mennirnir þrír eru sakaðir um að hafa framið landráð í þágu Bandaríkjanna. Mennirnir þrír eru allir sérfræð- ingar í tölvu- og netöryggismálum, sem leiddi til vangaveltna um að málið tengdist forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðasta haust, en Rússar eru grunaðir um að hafa staðið að gagnaleka úr herbúðum bandaríska Demókrataflokksins. Dmitri Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði að engin tenging væri þarna á milli, af þeirri einföldu ástæðu að Rússar hefðu ekki haft neitt með netárásina á demókrata að gera. Samkvæmt Ivan Pavlov, lögfræð- ingi eins mannanna, gætu málaferl- in gegn þremenningunum dregist á langinn, og eru fleiri grunaðir um aðild að málinu. Þrír handteknir fyrir að fremja landráð RÚSSLAND Ryan Lock, tví- tugur piltur frá Vestur-Sussex í Englandi, lét lífið í bardaga við vígasveitir Ríkis íslams í sýrlensku borginni Raqqa 21. desember sl. Var hann þar í landi sem sjálf- boðaliði til að berjast við hlið YPG, sem er vopnaður hópur Kúrda. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að Lock hafi, ásamt nokkrum liðsmönnum YPG, verið umkringdur af vígamönnum og í kjölfarið ákveðið að beita eigin vopni á sjálfan sig í stað þess að vera handsamaður af óvininum. Jarðneskar leifar piltsins verða sendar fjölskyldu hans í vikunni. RAQQA Í SÝRLANDI Kaus sjálfsvíg til að forðast Ríki íslams James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær til Japan og Suður-Kóreu í þeim tilgangi að funda með ráðamönnum ríkjanna og styrkja sambönd þjóðanna enn frek- ar. Er þetta fyrsta skipti sem ráð- herra úr ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fer í opinbera heimsókn til erlends ríkis. „Ferðin er til marks um þær skuldbindingar sem Bandaríkin hafa í garð bandamanna okkar Japan og Suður-Kóreu og farin í þeim tilgangi að styrkja samvinnu ríkjanna þegar kemur að öryggismálum,“ segir í til- kynningu frá Pentagon, varnar- málaráðuneytinu í Washington DC. Í kosningabaráttu sinni talaði Donald Trump meðal annars um að ríkin tvö ættu að leggja meira af mörkum til varnarmála, en um 28.500 bandarískir hermenn eru nú í Japan og um 47.000 í Suður-Kóreu. Þá hefur talsmaður Pentagon einnig tilkynnt um sameiginlega heræfingu Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu í mars nk., en æfingarnar eru haldnar árlega. AFP Herveldi James Mattis varnarmálaráðherra sést hér fyrir utan Pentagon. Mattis í opinbera heimsókn til Asíu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, útnefndi í fyrrakvöld alríkis- dómarann Neil Gorsuch til hæstarétt- ar Bandaríkjanna. Er honum ætlað að fylla það skarð sem andlát Antonin Scalia skildi eftir í réttinum, en nærri því heilt ár er liðið síðan hann lést. Ekki gekk hins vegar að skipa nýjan dómara á þeirri stundu, þar sem repúblíkanar í öldungadeild Banda- ríkjaþings neituðu að staðfesta Mer- rick Garland, sem Barack Obama, þá- verandi Bandaríkjaforseti, útnefndi til starfans. Sá yngsti í 26 ár Gorsuch, sem er 49 ára gamall, dæmir við áfrýjunardómstól alríkis- ins í Denver í Colorado. Hann hefur getið sér gott orð meðal samdómara sinna og annarra lögfræðinga, þykir lipur í lagamáli og skýr í úrskurðum. Verði útnefning Gorsuchs staðfest verður hann yngsti hæstaréttardóm- arinn síðan Clarence Thomas, þá 43 ára, hlaut útnefningu George Bush eldri árið 1991. Líkt og Scalia er Gor- such talinn horfa aftur til „upprun- ans“ þegar kemur að túlkun hans á stjórnarskrá Bandaríkjanna, það er, að hann vill nálgast hana út frá þeirri merkingu sem stofnendur Bandaríkj- anna lögðu sjálfir í skjalið. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs segja að Trump hafi komið nokkuð á óvart með útnefningunni á Gorsuch, þar sem forsetinn hefur látið mikið til sín taka og þótt óhefðbundinn í lausn- um þann skamma tíma sem hann hef- ur verið í embætti. Gorsuch sé hins vegar „merkilega hefðbundið“ val í embætti hæstaréttardómara. „Millj- ónir kjósenda sögðu að [val á nýjum hæstaréttardómara] væri mikilvæg- asta kosningamálið þegar þeir kusu mig sem forseta,“ sagði Trump þegar hann kynnti Gorsuch til leiks. Útnefningarferlið ekki búið Útnefning Gorsuchs þýðir þó ekki að hann sé sjálfkjörinn í embættið, þar sem nú þarf öldungadeild þings- ins að staðfesta útnefninguna, en repúblíkanar hafa einungis 52 þing- menn af 100 í deildinni og 60 atkvæði þarf til að koma í veg fyrir málþóf. Gorsuch þarf því að sannfæra minnst átta demókrata um að hann sé réttur maður til þess að gegna embættinu. Trump útnefndi Gorsuch AFP Útnefndur Trump Bandaríkjaforseti (til hægri) var ánægður með val sitt á Neil Gorsuch í embætti hæstaréttardómara, sem hér sést þakka fyrir valið.  Trump þykir hafa komið á óvart með því að útnefna „hefðbundinn“ kandídat í hæstarétt Bandaríkjanna  Gorsuch þarf að sannfæra minnst átta demókrata Blóðug átök milli Úkraínuhers og rússneskumælandi uppreisnar- manna héldu áfram í iðnaðarbæn- um Avdiivka í gær, en um er að ræða mestu átök í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Frétta- veita AFP greinir frá því að minnst 19 hafi fallið er hermenn og upp- reisnarmenn skiptust á skotum. Ljósmyndari AFP náði mynd af því þegar Úkraínuhermenn hituðu máltíð yfir opnum eldi í Avdiivka. Fyrir aftan þá má sjá tjald sem reist var til að halda hita á íbúum bæjar- ins, en orkuver þar eru mörg hver óvirk eftir langvarandi átök. Átökin í austurhluta Úkraínu halda áfram Stund milli stríða í vetr- arkuldanum AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.