Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 26

Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Hjálmar Herbertsson, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal, á 50ára afmæli í dag. Þau Gunnhildur Gylfadóttir, kona hans, tókuvið búinu af afa og ömmu Gunnhildar árið 1994. Hjálmar er hins vegar úr Skagafirði, ólst upp á Dalvík frá tveggja ára aldri og bjó þar þangað til þau hjónin fluttu að Steindyrum. „Ég lærði vélstjórann og starfaði sem slíkur nokkur ár á sjónum, en það blundaði alltaf í mér að verða bóndi, hafði verið í sveit í Svarf- aðardal mörg sumur. Svo þegar búið á Steindyrum bauðst okkur stukk- um við á það.“ Þau eru með blandaðan búskaup, um 60-70 kýr, 100 aðra nautgripi, 100 ær, hesta og geitur Hjálmar og Gunnhildur eru núna stödd fyrir sunnan. „Bænda- samtökin eiga íbúð í Kópavogi, við erum þar og ætlum að hafa það náð- ugt á afmælisdaginn.“ Þau voru þó að sjálfsögðu stödd fyrir norðan um síðustu helgi, en þá var haldið þorrablót í Svarfaðardalnum. „Það er alltaf stór veisla og mikill fjöldi mætir og þetta var hörkufjör. það er oft margt um manninn heima á Steindyrum svo sem um verslunarmanna- helgi þegar hátíðin „Halló Steindyr“ er haldin og síðan réttirnar en þá efnum við til stórrar veislu á Steindyrum og höfum opið hús.“ Meðal fastra viðburða er að þá er horft á Áramótaskaupið frá 1985. „Annars er ekkert nýtt að frétta úr búskapnum. Við vorum að taka íbúðarhúsið í gegn, það hefur verið verkefni vetrarins, og erum að klára það.“ Börn Hjálmars og Gunnhildar eru Herbert, f. 1991, smiður, maki hans er Þórdís Halldórsdóttir og búa þau á Ytri-Hofdölum í Skagafirði, Jón Bjarki, f. 1993, kláraði Kvikmyndaskóla Íslands um áramót, Gylfi Már, f. 1995, býr heima, og Kristrún Birna, f. 1998, býr heima. Fjölskyldan á Steindyrum Hjálmar, Gunnhildur og börnin. Hefur það náðugt sunnan heiða Hjálmar Herbertsson er fimmtugur í dag U nnur fæddist í Reykja- vík 2.2. 1957 en fjöl- skyldan flutti til Bandaríkjanna þegar hún var ársgömul og bjó í Illinois og í Berkeley í Kali- forníu á árunum 1958-62 þar sem faðir hennar var við nám og störf. Við heimkomuna byggðu foreldrar hennar hús í Garðahreppi, síðar Garðabæ, og þar ólst Unnur upp frá sjö ára aldri, elst fjögurra systkina: „Þetta var hálfgerð sveit á þeim ár- um með nánu nágrannasamfélagi. Ég gekk í barnaskóla og gagnfræða- skóla Garðahrepps en eftir lands- próf fór ég í Verslunarskólann. Ég fékk útrás fyrir flökkueðlið á ung- lingsárunum með því að vinna í Nor- egi en þar hef ég verið í Þrándheimi, Lyngdal á Suðurlandinu og Nord- fjordeid á Vesturlandinu, við barn- fóstrustörf, skógrækt og fleira.“ Eftir stúdentspróf var Unnur rit- ari í bankaeftirliti Seðlabankans, sem varð nokkur örlagavaldur í lífi hennar: „Þetta var einnig við- burðaríkur tími að öðru leyti: Ég kynnist Óskari, manninum mínum, og faðir minn veiktist alvarlega og lést ári síðar. Eftir árið sem ritari varð lögfræðin fyrir valinu. Fagið átti vel við mig og ég átti góð há- skólaár. Ég útskrifaðist vorið 1983, ófrísk að Ingu Þóreyju, dóttur minni. Við fluttum til Toronto í Kan- ada um sumarið og þar fæddist frumburðurinn. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins – 60 ára Kát og myndarleg fjölskylda Unnur og Óskar með dætrum sínum tveimur, tengdasonunum og barnabörnunum. Alltaf tími fyrir góða bók Í landi skóga og vatna Unnur og Óskar á ferðalagi í Finnlandi árið 2009. Reykjavík Bjartur Sindrason fædd- ist 5. janúar 2016 kl.10.06 á Land- spítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.942 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Sindri Tryggva- son og Unnur Skúladóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isFaxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 – Laugardagar 11-15 SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.