Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 27
Seinna árið í Toronto fór ég í framhaldsnám í lögfræði. Þegar heim kom fékk ég draumastarfið, sem dómarafulltrúi í Borgardómi Reykjavíkur.“ Yngri dóttirin, Helga Guðrún, fæddist 1987 og 1990 fór Unnur aft- ur í bankaeftirlitið, en nú sem lög- fræðingur. Fjölskyldan flutti síðan til Brussel 1995 þar sem Unnur var sérfræðingur við EFTA-skrifstof- una þar í fjármálaþjónustu í tengslum við EES-samninginn: „Þetta var skemmtilegur og lær- dómsríkur tími fyrir okkur öll.“ Fjölskyldan flutti svo heim aftur árið 2000. Unnur stundaði lög- mennsku og var framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar hf. fyrstu tvö árin. Hún varð síðan skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Eftir sjö ár í ráðuneyti var hún settur héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í eitt ár. En þá tók Fjármálaeftirlitið við. Hún var fyrst yfirlögfræðingur þar en hefur nú verið forstjóri Fjár- málaeftirlitsins í fimm ár: „Það var virkilega gaman að koma aftur, bæði í dómstólinn og í eftirlitið.“ Unnur er lestrarhestur í frí- stundum og reyndar yfirleitt: „Það er sama hvað ég hef mikið að gera. Ég finn mér alltaf tíma til að lesa góðar bækur. Mér finnst spennandi að kynnast nýjum stöðum, fólki og menningu. En eftir að ég flutti aftur heim hef ég haft sívaxandi ánægju af að ferðast um okkar fallega land og njóta þeirrar útivistar sem það hefur uppá að bjóða.“ Fjölskylda Eiginmaður Unnar er Óskar Ein- arsson, f. 8.5. 1954, vélaverkfræð- ingur, rekstrarstjóri á Hugvís- indasviði HÍ. Foreldrar hans: Einar S.M. Sveinsson, f. 27.12. 1928, d. 4.5. 2012, framkvæmdastjóri í Hafnar- firði, og k.h., Ingveldur Óskars- dóttir, f. 31. 12. 1927, húsmóðir í Hafnarfirði. Dætur Unnar og Óskars eru : 1) Inga Þórey Óskarsdóttir, f. 20.10 1983, lögfræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Ragnar Skúlason hugbúnaðarverkfræðingur og eru börn þeirra Unnur Efemía, f. 2008, Gísli Hrafn, f. 2010, og Ari, f. 2015, og 2) Helga Guðrún Óskarsdóttir, f. 18.6. 1987, hugbúnaðarverkfræð- ingur og doktorsnemi í Reykjavík, en maður hennar er Ævar Gunnar Ævarsson verkfræðingur og er dótt- ir þeirra Laufey Ósk, f. 2015. Systkini Unnar eru Gísli Þór Gunnarsson, f. 31.12. 1958, Áslaug Gunnarsdóttir, f. 23.10.1964, læknir, og Elín Gunnarsdóttir, f. 24.7. 1974, leikkona. Foreldrar Unnar: Gunnar Sig- urðsson, f. 5.4. 1933, d. 4.11. 1978, byggingaverkfræðingur, Ph.D, og k.h., Helga Ólafsdóttir, f. 5.10.1034, hjúkrunarritari. Úr frændgarði Unnar Gunnarsdóttur Unnur Gunnarsdóttir Margrét Sigurðardóttir húsfr. og ljósmóðir á Sámsstöðum Ólafur Guðmundsson b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu Sigurður Ólafsson verslunarm. í Borgarnesi Unnur Gísladóttir kennari í Reykjavík Gunnar Sigurðsson byggingaverkfr. Ph.D., í Garðabæ Gísli Magnússon rakari og skósmiður í Borgarnesi Katrín Runólfsdóttir húsfr. í Borgarnesi Valdimar Ólafsson endurskoðandi Jóhann Valdimarsson vélstj. og pípulagn- ingam. í Rvík Ólafur Sigurðsson arkitekt Haraldur Jóhannsson hagfr., rith. og fyrirlesari við háskólann íMalaja og við háskólann íWirwater- stand í Suður-Afríku Dagfinnur Jónsson sjóm. í Rvík Halldóra Elíasdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Dagfinnsson verkam. í Rvík Þórlaug Valdimarsdóttir húsmóðir í Rvík Helga Ólafsdóttir hjúkrunarritari í Garðabæ og Rvík Helga Pálsdóttir húsfr. á Sóleyjarbakka í Hrunam.hr., af Reykjaætt Guðrún Brynjólfsdóttir húsfr. í Hólakoti í Hrunamannahr. Pálína Guðmundsdóttir húsfr. í Eystra-Geldinga- holti í Gnúpverjahr. Jón Ólafsson b. í Eystra- Geldingaholti Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfr. hjá Samtökum atvinnulífsins Inga Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Sigþrúður Jónsdóttir líffræðingur Valdimar Brynjólfsson b. á Sóleyjarbakka, af Kópsvatnsætt Marta Brynjólfsdóttir húsfr. í Kolsholtshelli í Flóa Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Bakkafirði Kristinn Pétursson útgerðarm.og fyrrv. alþm.á Bakkafirði Afmælisbarnið Unnur Gunnars- dóttir á góðum degi. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 90 ára Jóna Margrét Júlíusdóttir Oddný Eyjólfsdóttir 85 ára Einar Baldvinsson Gyða Svavarsdóttir 80 ára Björg Gunnarsdóttir Helga H. Björnsdóttir Hólmfríður Elsa Guðmundsdóttir 75 ára Anatoly Bragin Áslaug Diðriksdóttir Edmund Bellersen Kolbrún I. Guðmundsdóttir Margrét Steingrímsdóttir Ragnheiður Heiðreksdóttir Sigríður B. Jóhannsdóttir 70 ára Einar Ingólfsson Guðni Agnarsson Hans Sigurbjörnsson Hjördís Guðmundsdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Hrönn Sigurgeirsdóttir Pálmi Þorsteinsson Pétur I. Pétursson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir Signý H. Valdimarsdóttir Sigrún Bjarnadóttir Snæbjörn Magnússon Sunneva Traustadóttir Þórir Steingrímsson 60 ára Arna Hrafnsdóttir Bryndís Torfadóttir Hafþór Harðarson Hellen M. Gunnarsdóttir Indriði Þorkelsson Ingimar Arndal Árnason Kristín E. Guðjónsdóttir Rögnvald Othar Erlingsson Sigríður Marteinsdóttir Svava Loftsdóttir Þorsteinn Guðnason 50 ára Bjarni Jakob Stefánsson Dalia Lileikiene Guðlaugur B. Ásgeirsson Guðný H. Axelsdóttir Hjálmar Herbertsson Hörður Traustason Jón Þór Aðalsteinsson Marian Varga Rut Karol Hinriksdóttir Sigríður K. Andrésdóttir Þorgrímur V. Guðbjartsson Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir 40 ára Erlingur Heiðar Sveinsson Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Gunnar Geirsson Hlynur Örn Zophoníasson Inga Rós Guðmundsdóttir Jóhannes Jósepsson María Kristín Rúnarsdóttir Ólöf Birna Björnsdóttir Pálmar Guðmundsson Steinberg Antonsson Þórhallur Helgason 30 ára Agnar K. Hermannsson Arna Rún Oddsdóttir Dagur Skírnir Óðinsson Daníel Rúnar Jónasson Eiríkur Jónasson Guðrún Tara Sveinsdóttir Hulda Hjálmarsdóttir Ingvar Rafn Stefánsson Magnús Már Haraldsson Sigurður Traustason Viktor K. Þórhallsson Til hamingju með daginn 30 ára Viktor ólst upp í Kópavogi, býr þar, lauk MSc-prófi í tölvunarfræði við Texas A&M og er sér- fræðingur hjá Rue de Net Reykjavík. Maki: Anna Vigdís Rún- arsdóttir, f. 1990, MSc- nemi í tölvunarfræði. Foreldrar: Kristín Rut Haraldsdóttir, f. 1962, ljósmóðir, og Einar Ingv- arsson, f. 1961, starfs- maður hjá Mílu. Þau búa í Kópavogi. Viktor Einarsson 30 ára Sigurlaug ólst upp á Helgustöðum í Fljótum, lauk BS-prófi í búvís- indum frá LBHÍ 2016 og er nú stuðningsfulltrúi við Grunnskólann í Brúarási. Maki: Árni Jón Þórðar- son, f. 1989, verktaki. Sonur: Þórður Þorsteinn, f. 2014. Foreldrar: Þorsteinn Helgi Jónsson, f. 1943, og Guðrún Hanna Halldórs- dóttir, f. 1948, bændur á Helgustöðum. Sigurlaug J.Ó. Þorsteinsdóttir 30 ára Orri ólst upp í Hafnarfirði, býr í Reykja- vík, lauk MSc-prófi í markaðsfræði frá Emer- son College í Boston og er hugmyndasmiður hjá Tjarnargötunni. Maki: Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, f. 1988, lög- fræðingur. Foreldrar: Ásta Björk Björnsdóttir, f. 1957, og Rúnar Björnsson, f. 1949. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Orri Freyr Rúnarsson Ragný Þóra Guðjohnsen hefur varið doktorsritgerð sína í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Hugmyndir ungs fólks um hvað það merki að vera góður borg- ari: Þáttur samkenndar, sjálfboðaliða- starfs og uppeldishátta foreldra (Young people’s ideas of what it means to be a good citizen: The role of empathy, vol- unteering and parental styles). Leið- beinandi var dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Þar sem ýmislegt gefur til kynna að borgaralegt þátttökumynstur ungs fólks sé að breytast er mikilvægt að skoða hvaða þættir tengjast viðhorfum ungs fólks til þess að vera góður borg- ari. Meginmarkmið doktorsrannsókn- arinnar var því að leggja af mörkum til slíkra rannsókna með því að kanna hvernig uppeldisaðferðir foreldra, sam- kennd ungmenna og reynsla af sjálf- boðaliðastarfi tengist viðhorfum þeirra til þess hvað merkir að vera góður borgari. Þátttakendur voru 1.042 ís- lensk ungmenni, (14 og 18 ára). Meginniðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess: Í fyrsta lagi að ungt fólk leggi meiri áherslu á þátt- töku í fé- lagslegum hreyfingum en minni á um- ræður um póli- tísk málefni eða skráningu í pólitíska flokka. Í öðru lagi, að leiðandi uppeldishættir sem felast í stuðningi og eftirliti for- eldra hafi mikilvægu hlutverki að gegna bæði við að efla samkennd ungs fólks og jákvæð viðhorf þess til virkrar borg- aralegrar þátttöku. Í þriðja lagi, að því ríkari samkennd sem unga fólkið hafi, þeim mun líklegra sé það til að hafa já- kvæð viðhorf til mikilvægis borg- aralegrar þátttöku. Í fjórða lagi, að þau ungmenni sem reynslu hafi af sjálf- boðaliðastarfi séu líklegri til að hafa já- kvæð viðhorf til virkrar borgaralegrar þátttöku. Niðurstöður rannsóknarinnar hvetja til þess að hlúa að borgaralegum viðhorfum barna og ungmenna með því að nota leiðandi uppeldisaðferðir, styrkja samkennd þeirra og skapa þeim tækifæri til borgaralegrar þátttöku frá unga aldri. Ragný Þóra Guðjohnsen Ragný Þóra Guðjohnsen er fædd árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1986 og embættisprófi í lögfræði frá lagadeild HÍ árið 1992. Árið 1998-1999 stundaði hún nám í lýðheilsu við School of Public Health við University of North Carolina, Chapel Hill. Árið 2009 lauk Ragný meistaranámi í uppeldis- og mennt- unarfræði frá HÍ. Ragný er aðjunkt við HÍ. Ragný er gift Jóhannesi Kára Krist- inssyni og eiga þau þrjú börn, Jón Magnús, Árnýju og Margréti. Doktor Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið Allt fyrir eldhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.