Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 36

Morgunblaðið - 02.02.2017, Side 36
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Skýrist betur við hverja yfirheyrslu 2. Andlát: Eiður Guðnason 3. Lars, hvernig gastu gert þetta? 4. Fíkniefni sögð í gámunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vetrarhátíð hefst í dag í öllum sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hluti hennar er Safnanótt sem fram fer á morgun og einn af viðburðum hennar er friðarstund kl. 18.30 við Kópavogskirkju þar sem tendrað verð- ur á listaverki eftir Doddu Maggý sem varpað verður á kirkjuna. Í kjölfarið munu svo tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Matéova organisti flytja tónlist og hefst um leið söfnunarátak vegna viðgerða á gluggum kirkj- unnar, sem eru eftir Gerði Helgadóttur. Allar upplýsingar um hátíðina og þann mikla fjölda viðburða sem í boði er má finna á vetrarhatid.is. »12 Verki Doddu varpað á Kópavogskirkju  Tónlistarkonan Song-Hee Kwon frá Suður-Kóreu heldur tónleika í menn- ingarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, í kvöld kl. 21. Kwon hefur sérhæft sig í Pansori, tónlistarhefð sem iðkuð hef- ur verið á Kóreuskaga allt frá 17. öld og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menn- ingararf frá árinu 2003, eins og segir í tilkynningu. Pansori mun vera frá- sagnaraðferð þar sem söngvari segir sögu með látbragði, tali og söng og trommuleikari leggur til viðeigandi takt. Blómaskeið Pansori var á nítjándu öld og naut það vinsælda meðal yfirstéttarinnar í Kóreu. Það var þó ekki fyrr en á síðustu öld sem konur fóru að iðka þessa list. Song-Hee Kwon hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir listsköpun sína, miðlar tónlist sem byggist á aldagömlum merg og fléttar saman við eigin spuna og tónlist. Hún hefur komið fram á fjölda listahátíða í Suður-Kóreu, í Taívan, víða um Bandaríkin og Evrópu. Í kvöld kemur hún fram ein síns liðs. Pansori að hætti Kwon í Mengi Á föstudag Austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast norð- vestantil. Rigning eða slydda með köflum, en snjókoma í inn- sveitum. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast suðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 m/s og skúrir eða él vestan- til, en hægviðri og bjart eystra. Norðaustan 8-13 og slydda eystra í kvöld. Hiti 1-6 stig suðaustantil, annars kringum frostmark. VEÐUR „Eins og margur maðurinn dró ég það að fara til læknis og gerði það þegar ég hafði verið fárveikur heima í tvo eða þrjá daga. Þegar ég var að ná áttum sagði smit- sjúkdómalæknir við mig að hefði ég komið sólarhring seinna þá hefði þetta jafn- vel getað farið á versta veg,“ segir körfuboltaþjálf- arinn Bjarni Magnússon, sem þurfti að taka sér frí vegna veikinda. »3 Mátti ekki koma sólarhring seinna Knattspyrnumaðurinn Kristinn Jóns- son var í gær seldur á milli norsku úr- valsdeildarfélaganna Sarpsborg og Sogndal, og er ætlað stórt hlutverk hjá síðarnefnda félaginu. Þar á hann að vera lykilmaður í ungu liði, en Sogndal hef- ur oftast þurft að berj- ast fyrir lífi sínu í deild- inni. »4 Kristinn á að vera lykil- maður hjá Sogndal Þrjú efstu liðin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik fögnuðu öll sigrum í 19. umferð deildarinnar sem fram fór í gærkvöld. Skalla- grímur vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði Hauka, Ís- landsmeistararnir í Snæfelli unnu öruggan sigur á Stjörnunni í Garða- bæ og Keflavík burstaði granna sína í Grindavík á heimavelli. »2 Áttundi sigur Skallagríms í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Með von um að ýta undir frjósemi í Reykhólahreppi var byrjað að færa öllum nýburum í hreppnum gjöf frá sveitarfélaginu árið 2012. Það var hugmynd þáverandi oddvita, And- reu Björnsdóttur, sem prjónaði peysur á öll börn sem fæddust. Þeg- ar ný sveitarstjórn tók við árið 2014 treystu meðlimir hennar sér ekki til að draga upp prjónana og hófu því að færa nýbökuðum foreldrum svo- kallaðan startpakka sem inniheldur ýmislegt sem gott er að eiga á ung- barn. „Fyrsta barnið sem fékk prjónaða peysu er fætt í nóvember 2012. Þá hafði ekki fæðst barn lengi í hreppnum svo að hún Andrea odd- viti ákvað að taka til sinna ráða. Hún nefndi það við einn pabbann að hann myndi fá peysu ef hann næði að barna konuna sína og það gekk eftir,“ segir Sandra Rún Björns- dóttir, sveitarstjórnarmaður í Reyk- hólahreppi, kankvís. „Það hittist svona skemmtilega á en svo hélt Andrea áfram að prjóna þegar það komu fleiri börn. Á endanum fengu fjórtán börn peysur frá hreppnum,“ segir Sandra Rún. Pakkinn hefur ekki úrslitaáhrif Barnasprengja var í sveitinni 2013 þegar átta börn fæddust, svo þáverandi oddviti hafði nóg á prjón- unum. Ekki hafa fæðst svo mörg börn á ári síðan, en í fyrra voru þau fjögur. „Við erum búin að afhenda sex startpakka síðan við tókum við í sveitarstjórn 2014, það hefur ekki verið nein barnasprengja síðustu ár,“ segir Sandra Rún, en eitt par hefur þó náð að fá tvo pakka. Hún efast um að startpakkinn hafi eitt- hvað að segja um að fólk „skelli í eitt í viðbót“ en segir alla taka þessu vel og almenn ánægja sé með þetta framtak hreppsins. „Það er mjög gaman að fara í heimsókn- irnar og afhenda pakkann. Sam- félagið hér er lítið og maður þekkir alla og því gaman að kíkja á fólkið og heilsa upp á nýja íbúa,“ segir Sandra Rún. Um 280 íbúar eru í Reykhóla- hreppi, 50 börn eru í grunnskól- anum og hátt í 20 í leikskólanum svo frjósemin er með ágætum í hreppn- um og barnafjölskyldur margar. Núverandi sveitarstjórn ætlar að halda áfram að færa nýbökuðum foreldrum í hreppnum startpakkann en Sandra Rún segir ómögulegt að segja til um hvað gerist eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. „Vonandi verður haldið áfram með einhverjum hætti.“ Hvatt til frjósemi í hreppnum  Reykhóla- hreppur færir ný- burum startpakka Ljósmynd/Sandra Rún Yngsti íbúinn Jóhanna Ösp Einarsdóttir með Yrsu sem fæddist í desember, Ásborg fædd 2009, Einar Valur fæddur 2013 og Styrmir Sæmundsson. Myndin var tekin þegar þeim var afhentur startpakki fyrir skömmu. Yrsa er yngsta barnið í Reykhóla- hreppi um þessar mundir en hún fæddist 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Styrmir Sæmunds- son í Kaplaskjóli í Gufudal og er hún þriðja barn þeirra. Jóhanna Ösp segir startpakkann vera fallegt framtak sem ýti undir jákvæðni. „Þetta sýnir að sveitar- félaginu er ekki sama um barna- fjölskyldur og það er einróma álit foreldra hér að framtakið sé flott.“ Jóhanna Ösp segir innihald startpakkans koma að góðum not- um en í honum má finna: samfellur, náttgalla, heilgalla, handklæði, þvottapoka, bleyjur, krem, húfu og vettlinga. Gott er fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykhólahreppi, að sögn Jó- hönnu Aspar. „Það er boðið upp á leikskóla frá eins árs svo maður getur farið að vinna aftur strax eftir fæðingarorlof. Þá er boðið upp á skólabílaakstur fyrir leikskólabörn frá tveggja ára aldri, sem gerir sveitirnar í kring byggilegri.“ Jákvætt og fallegt framtak EKKI SAMA UM BARNAFJÖLSKYLDUR Sandra Rún Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.