Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 24

Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 ✝ Hanna, Jó-hanna Katrín, Pálsdóttir fæddist á Skinnastað í Öx- arfirði 10. febrúar 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. janúar 2017. Hún var dóttir Páls Þorleifssonar prófasts, f. 23. ágúst 1898, d. 19. ágúst 1974, og konu hans Guð- rúnar Elísabetar Arnórsdóttur, f. 22. desember 1905, d. 18. nóv- ember 1983. Systkini Hönnu eru: Stefán, f. 7. desember 1934, Þorleifur, f. 17. júní 1938, Arnór Lárus, f. 21. apríl 1943, og Sigurður, f. 30. júlí 1948. Hanna giftist 26. júní 1954 Jóni Bjarman, f. á Ak- ureyri 13. janúar 1933. Börn þeirra eru: Páll sjávarútvegs- fræðingur, f. 19. júní 1957, og Anna Pála matvælafræðingur, f. 4. október 1957, eiginmaður hennar er Páll Loftsson líffræð- ingur, f. 15. nóvember 1959. Börn þeirra eru: Jóhanna Katr- 1966. Hanna starfaði þá við barnaskólann í Grenivík sem kennari og seinasta árið sem skólastjóri. Eftir dvölina í Lauf- ási fluttu þau til Reykjavíkur og Hanna hóf aftur störf við Búnaðarbanka Íslands sem gjaldkeri í útibúi bankans í Bændahöllinni við Hagatorg og gegndi þar starfi útibússtjóra frá 1968. Árið 1986 varð hún aðalféhirðir bankans og síðustu tvö árin fulltrúi bankastjórnar við gerð handbókar fyrir bank- ann. Meðfram starfi sínu í bankanum kenndi hún við Bankaskólann. Hanna starfaði einnig í mörg ár fyrir skiptinemasamtökin AUS. Að lokinni langri starfsævi sem bankamaður hóf Hanna mynd- listarnám við Myndlistarskól- ann í Reykjavík og nam síðar við Myndlistarskóla Kópavogs. Hún var ein af stofnfélögum Anarkíu Listasals sem Bjarni Sigurbjörnsson listmálari átti hugmyndina að 2013. Hanna hélt á annan tug einkasýninga, síðast í Anarkíu 2016. Einnig tók hún þátt í fjölda samsýn- inga. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í dag, 3. febrúar 2017, klukkan 15. ín viðskiptafræð- ingur, f. 6. febrúar 1984, unnusti henn- ar er Jón Karl Stef- ánsson bakara- meistari, f. 19. júní 1981, Jón Bragi há- skólanemi, f. 16. nóvember 1988, unnusta hans er Helga Jónsdóttir háskólanemi, f. 15. október 1988, Leif- ur háskólanemi, f. 13. nóvember 1996, unnusta hans er Andrea M. Andrésdóttir Mejia háskóla- nemi, f. 29. september 1996. Hanna lauk landsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950. Hún sótti þá sníða- námskeið og hóf að vinna við fatasaum en starfaði 1953-1954 á skrifstofu KEA á Akureyri. Árin 1954-1958 starfaði hún við Búnaðarbanka Íslands í Reykja- vík. Hún flutti síðan til Lundar í Manitoba þar sem Jón starfaði sem prestur í þrjú ár. Við heim- komuna til Íslands 1961 fluttu þau að Laufási við Eyjafjörð þar sem þau bjuggu frá 1961- Amma var ekki hefðbundin amma, því hún uppfyllti ekki helsta formskilyrðið, að vera göm- ul. Hún varð jú eldri í árum talið en aldrei gömul og eftir því sem ég eldist verð ég sannfærðari um að annað hefur ekkert með hitt að gera. Fæstir vinir mínir trúðu mér þegar ég benti á stórglæsi- lega ljóshærða konu og tilkynnti að þarna væri amma mín. Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem ég ákvað snemma að ég ætlaði að verða alveg eins og amma þegar ég yrði stór. Þegar ég varð lítil og las Jón Odd og Jón Bjarna ákvað ég að amma mín þyrfti líka virðulegt viðurnefni svo ég kallaði hana ömmu bleiku. Amma vílaði nefni- lega alls ekkert fyrir sér að ganga í öllum regnbogans litum, enda fór henni náttúrulega allt vel, meira að segja skær appelsínugul dragt sem hún saumaði auðvitað sjálf og mér fannst hrikalega vandró á unglingsárunum. Amma vann líka í banka og það þótti mér töff, ég fékk að rápa um með henni í bank- anum og hjálpa henni að stemma af, það þótti okkur báðum skemmtilegt. Þrátt fyrir að amma væri alltaf að stemma af var hún ekki beint rúðustrikuð. Hún ferð- aðist um allan heim og átti vini í flestum heimshornum. Ég held að það hafi ekki þurft neitt mikið til að vera vinur ömmu enda virtist hún ekki háð neinum siðvenjum varðandi það hverja hún um- gekkst. Amma vildi samt helst alltaf umgangast sér yngra fólk enda vildi hún alltaf vera þar sem fjörið var. Ég man eftir því lítil að amma og afi voru að fara eitthvað að dansa, það þótti mér stór- undarlegt. Amma átti ríkan þátt í menningarlegu uppeldi okkar systkina og kostaði okkur í ýmist listnám. Þegar amma fór á eftir- laun ákvað hún sjálf að fara í myndlist og hellti sér auðvitað út í það af svo miklum krafti að líkleg- ast hefur enginn trúað því að miklu hluta ævinnar hafði hún eytt inn á skrifstofu að stemma af. Amma var jafnréttissinni löngu áður en það varð eitthvað spes en þannig var hún líka alin upp, mamma hennar kenndi bræðrum hennar ýmis verk sem þóttu kven- mannsverkefni á þeim tíma. Af þessu leiddi að hún hafði enga þol- inmæði fyrir kynbundinni hlut- verkaskiptingu og ég lærði ung að það var mun líklegra að ég mætti ömmu með borvél eða hamar á lofti en afa. Amma barðist líka fyr- ir fæðingarorlofi karlmanna á sín- um tíma, mig minnir að það hafi náðst í gegn í þriðju tilraun í bankanum, það var víst hlegið að fyrstu atrennu en hæðni annarra var ekki eitthvað sem stoppaði ömmu. Þegar ég var lítil og lét illa að stjórn sagði frændi minn gjarn- an að ég sækti til nafns, þriðja Jó- hanna Katrínin og allar höfum við víst verið jafn … ákveðnar. Það borgar sig samt stundum að vera ákveðinn því það er miklu auð- veldra að komast á sinn áfanga- stað þannig. Ég held að amma hafi komist þangað sem hún vildi fara, í lífinu það er að segja því hún var áttavilltari en fólk er flest. Ég hugsa nú samt að nú hafi hún fundið hann afa og nú dansi hún við hann einhvers staðar bak við stjörnurnar í bleikum síðkjól. Jóhanna Katrín. Hanna systir var fimmtán ára þegar ég kom í heiminn, hún er elst okkar fimm systkina, eina systirin, ég er yngstur. Hún sagði mér löngu síðar að hún hefði full- orðnast á einum degi þegar ég fæddist. Fann skyndilega til ábyrgðar og hjálpaði fúslega til við að sinna ungbarninu og öðrum heimilisstörfum. Fram að því sagðist hún hafa verið uppreisn- argelgja sem átti bágt með að þola óléttuástand móður okkar. Æ síð- an var hún óhrædd að axla ábyrgð og hjálpa til. Hún var ódeig, Hanna systir mín, og það var bjart yfir henni alla tíð. Lífskraft- ur hennar virtist ótæmandi. Þeg- ar ég man fyrst eftir henni var hún flutt að heiman og þá voru það gjafir sem hún sendi, afmælis- og jólagjafir. Hún var einhver gjafmildasta manneskja sem ég hef kynnst. Gjafmildi var mikil- vægur þáttur í persónuleika hennar, fastur liður. Sem barn hlakkaði ég alltaf mest til þess að fá gjafir frá Hönnu, þær voru einkar sérstakar, allt var valið af mikilli natni og hugmyndaauðgi, jólakort varð eitthvað miklu meira en jólakort, jólapappírinn utan um gjafirnar færði þær í annað veldi. Og svo kom hún í heimsókn á sumrin og þá tók hún til við að sauma á mig alls konar föt sem voru vitnisburður um annan þátt í persónuleika hennar: sköpunar- þrána. Sú þrá var sömuleiðis fast- ur liður í lífi Hönnu alla tíð. Ég man eftir því sem barn hvað hún naut þess að hanna og skapa alls kyns flíkur og hluti. Síðustu árin, eftir að hún hætti í föstu starfi, fékkst hún aðallega við myndlist, sótti sér menntun á því sviði og stundaði myndlistarsköpun af ástríðu og einbeitni. Eitt sumarið kom hún heim á Skinnastað með kærastann sinn, Jón Bjarman. Þessu fylgdi mikill spenningur, þau giftu sig 26. júní 1954, kirkjan var hundrað ára, þau voru bæði tuttugu og eins, ég fimm ára. Þetta er ein fyrsta bernsku- minning mín, það var bjart allan sólarhringinn, skógurinn ilmaði og gróðurinn bar lífskraftinum fagurt vitni. Lífskraftur og gleði eru einhver mikilvægasti sann- leikur lífsins og gott að leita til slíkra minninga í dagsins önn. Hanna sagðist oft leita til minn- inga frá okkar gróðursæla fæð- ingarstað þar sem skógurinn lék stórt hlutverk, einnig bakkar Vað- kotsár að ógleymdu hinu magíska Ásbyrgi í nágrenninu. Þetta veitti henni styrk og gleði. Aðrir munu gera betri grein fyrir starfsævi hennar. Í mínum huga var hún einfaldlega alltaf stóra systir mín, sú sem sýndi mér einstaka vinsemd og hlýju frá fyrstu tíð. Fyrir það langar mig að þakka að leiðarlokum og jafn- framt fyrir hennar mikilvægustu eðlisþætti, gjafmildina og sköpun- arþrána. Og heiðríkjuna sem fylgir minningunni um hana. Fyrir hönd okkar Kristínar og Jóhannesar Páls votta ég Páli og Önnu Pálu og afkomendum dýpstu samúð okkar og bið þeim blessunar. Sigurður Pálsson. Þegar ég minnist Hönnu systur minnar, sem var elst okkar systkinanna frá Skinnastað, koma upp í hugann fjölmargir eiginleik- ar sem einkenndu hana. Hún var bráðþroska og kom fljótt fram hjá henni mikill dugnaður, sjálfstæði og skapandi hugsun. Að auki var hún var óvenju hugmyndarík og framtakssöm. Hún saumaði föt á sig og prjónaði frá 10 ára aldri. Hanna kynntist jafnaldra sín- um Jóni Bjarman þegar hún fór til náms í Menntaskólann á Akureyri og felldu þau hugi saman og op- inberuðu trúlofun sína 17 ára gömul. Þau voru nánir lífsföru- nautar í yfir 60 ár. Deildu með sér öllu sem lífið bauð þeim. Um tví- tugt fluttu þau til Reykjavíkur. Jón hóf nám í guðfræðideild Há- skóla Íslands en Hanna fór til starfa hjá Búnaðarbanka Íslands. Að lokinni vígslu til prests fluttu þau til Lundar í Kanada þar sem er gamalgróin Íslendingabyggð. Eftir þrjú góð ár þar komu þau heim og tók Jón við embætti sókn- arprests í Laufási við Eyjafjörð þar sem þau bjuggu í fimm ár. Hanna kenndi við grunnskólann á Grenivík og bundust þau nánum vinasamböndum við fólkið í sókn- inni sem rofnuðu aldrei. Hanna sýndi öllum störfum Jóns mikinn áhuga. Hún var m.a. mjög virk í skiptinemasambandi kirkjunnar þar sem hún lét mikið að sér kveða. Þau voru einstak- lega gestrisin og fjölmargir vinir þeirra erlendir áttu vísan sama- stað á heimili þeirra. Þegar þau fluttu aftur til Reykjavíkur hóf hún störf að nýju hjá Búnaðarbankanum og vann þar til starfsloka. Hún sinnti starfinu af einlægum áhuga og var henni falin æ meiri ábyrgð innan bankans. Hún starfaði sem yfir- gjaldkeri aðalbankans og einnig sem útibússtjóri í einu af útibúum bankans, Melaútibúi. Hún var ein- staklega dugleg og mjög nákvæm enda fól bankastjórnin henni að fylgja eftir tölvuvæðingu bank- ans. Lokastarf hennar í bankan- um var að semja handbók fyrir starfsmenn þar sem fram kemur hvernig öll vinnubrögð skulu vera við tölvuvæðinguna. Ómetanleg handbók fyrir starfsfólk Búnaðar- bankans til að viðhalda góðum og traustum vinnubrögðum. Eftir starfslok hófst nýr litrík- ur kafli í lífi Hönnu. Hún helgaði sig listsköpun, sótti sér þekkingu og reynslu í ótal mörgum skólum og námskeiðum í málaralist. Hún var mjög virk í félagsmálum og var hún meðal annars aðili að rekstri sýningasalarins Anarkíu í Kópavogi. Á þessu tímabili í ævi hennar naut hún sín vel og það gaf henni mikla lífsfyllingu. Við áttum ótal margar ánægju- stundir í sameiginlegum vinahóp okkar, í Ungmennafélaginu svo- kallaða. Hún var einstaklega góð systir og áhugasöm um börnin okkar. Við fjölskyldan þökkum af alhug órofa tryggð og vináttu. Stefán og Arnþrúður. Nú er mágkona mín, Hanna Pálsdóttir, fallin frá. Ég held að Hanna hafi verið einhver fjölhæf- asta kona sem ég hefi kynnst. Kynni okkar hófust haustið 1951 þegar hún flutti til okkar í Ham- arstíg 2 á Akureyri. Hanna var þá átján ára og trúlofuð Jóni bróður mínum og voru þau jafngömul. Hanna var ákveðin í því að vinna fyrir sér meðan unnustinn væri að ljúka námi. Hún gætti elstu dóttur minnar, Kristínar, sem var tæp- lega eins árs. Hún rak líka sauma- stofu heima og hafði meira en nóg að gera. Ég man að móðir mín sagði einu sinni: „Hanna mín, mér telst svo til að þú sért búin að sauma síða kjóla á sex stúlkur fyr- ir þetta ball.“ Þá stóð fyrir dyrum einn aðaldansleikur skólans. Móð- ir mín átti eftir að njóta sauma- snilli hennar. Hanna var vön að gefa henni kjólefni í jólagjöf og sauma úr því fyrir afmæli hennar sem var 13. maí. Hanna og Jón voru gift á Skinnastað 26. júní 1954 og var það faðir hennar, sem gifti þau. Ég var viðstödd brúðkaupið og var þar í sumarfríi með dóttur mína. Það var gaman að vera á Skinnastað og fylgjast með Hönnu við sveitastörfin, en skemmtilegast þótti okkur mæðg- um þegar hún var að eltast við geiturnar og mjólka þær úti kvölds og morgna. Hanna og Jón fluttu til höfuð- staðarins haustið 1954 og bjuggu á Bárugötu 38. Þá fór Hanna að vinna í banka en Jón í Háskólann. Bárugata 38 var lítil kjallaraíbúð, en gott var að vera gestur þeirra og alltaf allir velkomnir. Þarna fæddist líka Páll sonur þeirra 19. júní 1957. Þegar bróðir minn varð guð- fræðingur 1958 gerðist hann prestur í Lundar í Kanada og þangað fluttu þau Hanna með ungan son sinn. Þar bjuggu þau í fjögur ár og hefur Hanna áreið- anlega haft þar margt að stússa. Jón fékk Laufásprestakall 1961 og þau fluttu heim í október. Hanna var nú prestkona í sveit þar sem nóg var að gera. Hanna mín blómstraði í þessu öllu og hún kenndi líka í skóla á Grenivík. Hún tók á móti systur minni með sex börn og þar bjó hún og börnin þar til úr rættist fyrir henni með húsnæði. Eitt barnið, Anna Pála, vildi þá vera áfram hjá Hönnu og fékk það. Hönnu munaði ekki um að taka á móti mér, manninum mínum og fleirum er Jón gifti okk- ur í Laufáskirkju Þau fluttu til Reykjavíkur 1966 þegar Jón varð æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Hanna fór þá aft- ur að vinna í gamla bankanum sín- um, Búnaðarbankanum. Reyndar var nóg að gera heima. Hún var með erlenda skiptinema, saumaði alltaf eitthvað og gestagangur var mikill. Hanna lá ekki á liði sínu í Búnaðarbankanum enda var hún orðin útibússtjóri í Melaútibúi 1979. Hanna hætti í bankanum þegar hún hafði náð eftirlaunaaldri. Þá hófst nýr þáttur í lífi hennar. Hún sótti námskeið í myndlist og gerð- ist afkastamikill listmálari. Mál- verkin hennar eru auðþekkt sakir litafegurðar. Hún starfaði af miklu kappi með hópi myndlistarmanna hér í Kópavogi, og hélt margar sýning- ar og sat oft yfir sýningum í sal þeirra, Anarkíu. Ég og fjölskylda mín kveðjum Hönnu með miklum trega. Hún var engum lík og óvenjulega vönd- uð manneskja sem hægt var að treysta skilyrðislaust. Steinunn Bjarman. Við Hanna Páls vorum bræðra- börn, en þekktumst þó ekki fyrr en við vorum bæði orðin ráðsett og farin að vinna saman í Bún- aðarbankanum. Séra Páll föður- bróðir minn bjó á Skinnastað í Ax- arfirði með sína fjölskyldu og samgöngur voru ekki þannig að fólk færi mikið í heimsóknir í aðra landshluta. Ég var í sveit á sumrin hjá Þor- leifi afa okkar í Hólum í Horna- firði. Hann sagði mér frá frænd- systkinum mínum á Skinnastað. Það var hún Hanna Kata sem var mjög sjálfstæð og svolítið óstýri- lát, en svo væru bræðurnir Stebbi og Doddi sem væru eins og hugur manns. Ég gerði mér strax mynd í hug- anum af þessari Hönnu Kötu frænku minni, ljóshærðri, með fléttur, létt í spori og svolítið Línulangsokksleg. Þegar ég svo hitti hana í fyrsta sinn þá var það allt önnur Hanna en ég hafði gert mér í hugarlund. Hún var glæsi- leg kona, róleg og yfirveguð. Hún kannaðist meira að segja ekki við að hafa nokkurn tíma verið kölluð Hanna Kata. Ég kynntist þá líka Jóni Bjarman, hennar manni. Þau voru fallegt par, ólík en samhent. Á sjötta tug síðustu aldar stofn- uðum við nokkrir ungir starfs- menn Búnaðarbankans með mök- um hóp sem við kölluðum Ungmennafélagið. Við hittumst í heimahúsum, fórum í útilegur, saman í leikhús og fleira. Sá hópur er enn virkur þó auðvitað hafi verulega dregið úr umsvifum hans. Margs er að minnast frá þessum árum. Ógleymanlegar eru til dæmis ferðirnar í Laufás þegar séra Jón var þar prestur. Hanna var einstök persóna og hæfileikamanneskja á svo mörg- um sviðum að það er ógjörningur að telja það allt upp svo vel sé. Það gefur þó nokkra mynd af hæfileik- um hennar, atorku og persónu- töfrum að heilt kvikmyndalið kom alla leið frá Mexíkó til að gera um hana heimildarmynd. Hanna tók starf sitt í bankan- um mjög alvarlega og var vakin og sofin í að gera veg Búnaðarbank- ans sem mestan. Meðal annars vann hún það þrekvirki að útbúa handbók yfir alla starfsemi bank- ans. Þegar hún komst á eftirlaun hófst nýr kafli í lífi hennar. Hún fór á námskeið í myndlist og byrj- aði að mála myndir af sömu atorku og í öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Það var svo mik- ið að gera hjá henni eftir að hún komst á eftirlaun að hún sagði einu sinni við mig: „Ég skil ekki hvernig ég hafði tíma til að vera í bankanum.“ Þau Hanna og Jón voru mjög náin og hún tók mjög virkan þátt í þeim miklu verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur, æskulýðs- starfi, skiptinemasambandi, fangahjálp og sjúkrahúsaþjón- ustu svo nokkuð sé nefnt. Margir skiptinemar sem bjuggu á heimili þeirra halda enn sambandi. Það var mikið áfall þegar Jón veiktist, en þau tóku því með æðruleysi og reyndu að lifa lífinu eins og kostur var, þrátt fyrir hreyfihömlun Jóns. Hanna var full atorku nánast fram á síðasta dag. Hún náði því að koma á samkomu Hólaættar- innar í Nauthól 14. janúar síðast- liðinn og heilsa þar öllum. Það var henni mikils virði. Það er mikill sjónarsviptir að konu eins og Hönnu Pálsdóttur. Það munu margir finna. Við Martha sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Páls, Önnu Pálu og fjölskyldunnar allr- ar. Gunnar Már Hauksson. Við andlát Hönnu koma marg- ar minningar upp í hugann. Hún hefur verið samofin lífi okkar í Bjarman-fjölskyldunni frá upp- hafi. Konan hans Jóns móður- bróður. Falleg, klár, góð og skemmtileg. Hanna var óvenju- lega mörgum hæfileikum búin og hún nýtti þá vel. Hún átti glæsi- legan starfsferil sem útibússtjóri í Búnaðarbankanum um áratuga- skeið. Við starfslok hóf hún nám í myndlist og á skömmum tíma náði hún undraverðum tökum á þeirri listgrein. Hún var listamaður í fatahönnun og hefði örugglega getað náð langt á því sviði ef hún hefði viljað. Með Jóni átti hún gott og fallegt líf. Hún sýndi öllu því sem Jón var að gera einlægan áhuga og tók þátt í öllum hans störfum. Einstaklega áhugasöm voru þau um ungt fólk og þegar Jón var Æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar voru þau öllum stundum með ungu fólki. Þau voru með skiptinema um nokkurra ára skeið og þau samskipti hafa hald- ist fram á þennan dag. Þau opn- uðu heimili sitt fyrir heimkomn- um skiptinemum til að ræða um ýmis hugðarefni og heimilið var alltaf opið fyrir öllum vinum Palla og Önnu, barnanna þeirra. Það er ógleymanlegt að rifja upp stundir með þeim hjónum þar sem spjallað var um alvörumál, friðarmál, trúmál og fleira upp- byggilegt. Jón átti við erfið veik- indi að stríða um margra ára skeið og var vel studdur af Hönnu sinni. Þau létu veikindi hans ekki aftra sér frá því að eiga gæðastundir. Ferðuðust víða um heim og stund- uðu leikhús og tónleika. Hún studdi Jón á ritlistarbraut hans og aldrei gleymist dagurinn á Akur- eyri þegar sýning var haldin á málverkum Hönnu og lesin upp ljóð Jóns. Þegar Hanna kynnti mig fyrir fólki sagði hún gjarnan söguna af því þegar hún passaði mig litla og þau Jón fóru með mig í gönguferð í barnavagninum á pósthúsið á Akureyri til að sækja trúlofunarhringana. Síðan mát- uðu þau hringana ofan í vagnin- um. Alltaf þótti mér jafnvænt um að heyra þessa sögu og fann svo vel tenginguna við þessi dásam- legu hjón. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Palla og Önnu og fjöl- skyldu. Blessuð sé minning Hönnu. Kristín Pálsdóttir. Hún Hanna föðursystir mín átti sérstakan stað í lífi mínu. Ég er alin upp við það að maður líkist einhverjum eða hefur hitt og þetta úr móður- eða föðurættinni. Hanna var sú kona sem oftast var nefnd að ég líktist í æsku. Og það var sko ekki leiðinlegt að líkjast Hönnu frænku. Þessi einstaklega glæsilega og einstaklega opna og glaðlynda kona. Svo var hún svo listfeng, hafði sjálf saumað á sig frá blautu barnsbeini. Þegar ég fór að sauma á mig á unglings- árum þá staðfestist það að ég var eins og Hanna. Á þeim árum sem ég hét Likka og Hanna kallaði mig Likku títl, saumaði hún líka á alla hina. Börn- in sín og Jón sinn og svo eina og eina flík á okkur hin. Þegar við systurnar, Guðrún og ég, spröng- uðum um í ljósbláu hekluðu káp- unum með dúskhúfur í stíl. Þá að- spurðar hvað mamma okkar gerði fínar kápur var svarið: „Nei, það var sko hún Hanna frænka!“ Hanna og Jón höfðu mjög gam- Hanna Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.