Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
RÝMINGARSALA
30% AFSLÁTTUR
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Stór viðarsög
áður 195.000
nú 136.500
Þykktarhefill/
afréttari
áður 298.000
nú 208.600
Hjólsög
áður 24.900
nú 17.430
Spónsuga
áður 98.700
nú 69.090
Hjólsög
m. löndum
áður 29.500
nú 20.650
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þarna eru vegir sem við höfum
umsjón með og okkur hefði fundist
heppilegra að það hefði verið leitað
umsagnar okkar á fyrri stigum. Al-
mennt erum við ekki sannfærðir um
að það sé til góðs að lækka umferð-
arhraðann á Miklubraut og Sæ-
braut, þó að við séum vissulega
hlynntir því að auka umferðarör-
yggi þar sem hægt er að koma því
við,“ segir Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri um þær hugmyndir sem
uppi eru hjá Reykjavíkurborg að
lækka umferðarhraða á vissum göt-
um, eins og Sæbraut og Miklu-
braut/Hringbraut, vestan Kringlu-
mýrarbrautar.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var sú tillaga minni-
hluta umhverfis- og skipulagsráðs
felld á fundi sl. þriðjudag að leita
umsagnar hjá Vegagerðinni, lög-
reglunni, Samgöngustofu og sam-
tökum sveitarfélaga áður en skýrsla
starfshóps um lækkun umferðar-
hraða yrði tekin til afgreiðslu. Í
bókun sinni tók meirihluti ráðsins
fram að þegar stakar aðgerðir
kæmu til framkvæmda yrði samráð
haft við viðkomandi umsagnaraðila.
Á valdi lögreglustjóra
Hreinn bendir á að það sé á valdi
lögreglustjóra að heimila breyting-
ar á umferðarhraða innan þéttbýlis,
sveitarfélög geti aðeins lagt fram
tillögur um slíkt. Utan þéttbýlis er
það Vegagerðin sem ákveður leyfi-
legan ökuhraða. Hreinn vonast til
að heyra frá borginni á síðari stig-
um málsins, áður en tillaga verður
lögð fyrir lögreglustjóra.
„Það er okkar hlutverk að setja
upp skilti og taka þau niður, eftir
því sem við á, þannig að það er ekki
hægt annað en að eiga samráð við
okkur þegar svona breytingar eru
gerðar á vegum sem við berum
ábyrgð á,“ segir Hreinn, sem efast
um gildi þess að lækka hraða á göt-
um eins og Sæbraut. Það hafi t.d.
sýnt sig að hraðahindranir dragi
ekki úr útblæstri og mengun frá
bifreiðum. Vegagerðin sé almennt
hlynnt aðgerðum sem auki umferð-
aröryggi en sýna þurfi fram á að
svona aðgerð, eins og lækkun á
hraða niður í 50 eða 40 km, geri
það.
Samgöngustofa hefur ekki fjallað
um þessi áform borgarinnar, eða
verið leitað þangað eftir umsögn.
Þórhildur Elínardóttir, upplýsinga-
fulltrúi Samgöngustofu, segist
reikna með því að á síðari stigum
verði leitað til stofnunarinnar þegar
formlegar tillögur liggi fyrir frá
Reykjavíkurborg, sé tekið mið af
bókun umhverfis- og skipulagsráðs.
„Almennt eykur það umferðarör-
yggi að minnka ökuhraða og Sam-
göngustofa hefur verið því fylgjandi
að gætt sé hófs í hraða ökutækja,“
segir Þórhildur.
Tryggja þarf mannafla
Ómar Smári Ármannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá umferð-
ardeild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, segist reikna með því að
borgin leggi tillögur fram til lög-
reglustjóra þegar þær liggi fyrir, til
samþykktar eða synjunar. Fyrr
muni lögreglan ekki skoða málið.
Minnir Ómar Smári á það hlut-
verk lögreglunnar að fylgjast með
ökuhraða. Verði þessar breytingar
gerðar þá þurfi að tryggja að lög-
reglan geti sinnt eftirlitinu sem
skyldi. „Ef um víðtækar tillögur er
að ræða, sem hafa áhrif á stór og
mikil svæði, þá þarf bæði mannafla
og tækjabúnað til að hafa eftirlit
með því. Ef ekki er hægt að fram-
fylgja svona breytingum þá hafa
þær lítinn tilgang,“ segir Ómar
Smári.
Páll Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu (SSH), segir mál-
ið ekki hafa komið inn á borð SSH.
Um pólitískan samstarfsvettvang sé
að ræða og umferð um stofnbrautir
snerti samtökin vissulega þó að þau
séu ekki stjórnvald. „Þessar for-
sendur duga samt alveg til að eiga
um þetta samtal. Það eru ákveðnar
forsendur í svæðisskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins um umferðina.
Umferðarkerfið er hryggjarstykkið
í svæðisskipulaginu,“ segir Páll og
telur rétt að ræða hvort svona hug-
myndir hafi áhrif á heildina. Minnir
hann á samstarf sveitarfélaganna
um Borgarlínu, þar sem efla á al-
menningssamgöngur. Tengingar á
milli sveitarfélaganna þurfi að vera
í lagi og þar sé hraði á stofnbraut-
um eitt atriði sem þurfi að skoða.
Ekki sannfærðir um hraðalækkun
Vegamálastjóri efast um gildi þess að draga úr ökuhraða á Sæbraut Telur heppilegra að borgin
hefði haft samráð á fyrri stigum málsins Segir hraðahindranir ekki draga úr útblæstri og mengun
Morgunblaðið/Júlíus
Ökuhraði Lögreglan hefur eftirlit með umferðarhraða á vegum úti, hvort sem er innanbæjar eða á þjóðvegum.