Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 10

Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við kynnum nýjan Mitsubishi ASX. Þessi snaggaralegi fjórhjóladrifni sportjeppi skilar þér miklu afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og finnur hvernig þægindin gera aksturinn að hreinni upplifun. Taktu snúning á ASX og leyfðu skilningarvitunum að skemmta sér. Mitsubishi ASX 4x4 Instyle ClearTec dísil, sjálfskiptur frá: 4.890.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK NÝR MITSUBISHI ASX 4x4 5 ára ábyrgð FRAMÚR VONUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hef- ur hafnað umsókn Iceland Resourc- es ehf. um leyfi fyrir rannsóknar- borunum eftir gulli í Þormóðsdal við Hafravatn. Afstaða bæjaryfir- valda við afgreiðslu málsins í haust var á sömu lund. Fulltrúar fyrir- tækisins lögðu eftir það fram fleiri gögn, sem Mosfellingar telja þó engu breyta í málinu enda hafi eng- ar nýjar upplýsingar komið fram. Útgáfa á framkvæmdaleyfi sam- ræmist ekki heldur aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem gildir til ársins 2030. Það eru forsvarsmenn fyr- irtækisins Melmis sem gerðu sam- komulag við NAMA og Iceland Resources um áformaðar rann- sóknir í Þormóðsdal. Þær áttu að felst í kjarnaborunum, að skafa of- an af bergi og grafa skurði og greina efnin sem þarf mætti finna. Afsvar er ekki úrslitaatriði Lengi hafa verið vísbendingar um að gull væri í Þormóðsdal. Mest- ar líkur eru á slíku í fornum háhita- kerfum og á fyrrnefndum slóðum hafa mælst einhver hæstu gullgildi á Íslandi hingað til. Fyrst fannst gull í Þormóðsdal árið 1908 og voru rannsóknir gerðar á svæðinu nokk- ur ár eftir það og gull þar unnið. Áratugum síðar var þráðurinn aft- ur tekinn upp og málið hefur aldrei sofnað. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Iceland Resour- ces sagði í samtali við Morgun- blaðið afsvar Mosfellsbæjar nú ekki neitt úrslitaatriði, enda hefði af- staða sveitarfélagsins öðru fremur byggst á óvissu um hvað í raun mætti gera innan þeirra takmarka sem skipulagslög settu. Því verði að yfirfara málin að nýju og eyða óvissunni sem til staðar er. Allir viti að vegferðin sé löng og fyrirstöður margar. Á síðasta ári veitti Orkustofnun Iceland Resources leyfi til gullleitar á víðfeðmu svæði í Vopnafirði og þar verður farið í rannsóknir á næstu misserum. Þá liggja fyrir umsóknir um leyfi til leitar á Reykjanesi, í Arnarfirði, á Trölla- skaga og við Stóru-Laxá og Hvera- gerði. Aflað hefur verið skráðra heimilda um að gull megi finna á þessum svæðum. „Menn horfa til þessara svæða í ljósi vitneskju og í Þormóðsdal er klárlega gull,“ segir Vilhjálmur Þór. Gullgröftur er ekki á aðalskipulaginu  Afsvar um leit að gulli í Þormóðsdal Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þormóðsdalur Hér fannst gull fyrir rúmri öld og áfram er leitað. Langflestir vilja vinna nálægt heim- ili sínu sé þess kostur, eða í innan við 5 til 15 mínútna ferðalengd. Mjög fá- ir eru tilbúnir að ferðast meira en 30 mínútur dag- lega til vinnu jafn- vel þó svo að um draumastarf væri að ræða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsóknum á ferðamynstri og vinnusóknar- svæðum sem Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverk- fræðingur hjá Viaplan, hefur unnið fyrir hluta landsins, í samstarfi við innanríkisráðuneytið, Skipulags- stofnun og Byggðastofnun með styrk frá Rannsóknarsjóði Vega- gerðarinnar. Lilja skoðar búsetu starfsfólks á vinnustöðum til að fá hugmynd um ferðamynstur og getur út frá því skilgreint vinnusóknar- svæði. Nýlega birtust niðurstöður um norðanverða Vestfirði en Lilja hefur einnig unnið rannsóknir fyrir Austurland, Norðurland og höfuð- borgarsvæðið. Styrkja byggðir með sköttum Á engu þeirra svæða sem Lilja hefur skoðað er fólk tilbúið að ferðast langt til vinnu frá heimili sínu. Vegna þessa bendir fátt til þess að vinnusóknarsvæði landshluta stækki með tilkomu jarðganga, vegalengdirnar séu enn oft það mikl- ar. „Vegna þessa þarf að spyrja hvort það ætti að leggja áherslu á að styrkja byggðirnar í staðinn fyrir að gera ráð fyrir að það séu allir til- búnir til að ferðast lengra til vinnu,“ segir Lilja. Niðurstöður rannsóknanna sýni að fólk kýs að vinna nálægt heima- byggð og þá megi velta fyrir sér hvort framtíðarstefnan eigi að vera sú að reyna að stækka atvinnusvæði og fá fólk til að ferðast meira eða hvort framtíðarstefnan eigi frekar að vera sú að reyna að styrkja fleiri byggðarsvæði. „Á Norðurlöndunum er notast við skattaafslátt á akstri fólks til vinnu, þegar það þarf að ferðast meira en 20 km til vinnu. Það er gert til þess að reyna að styðja við dreifðari byggðir [...] hér sé slíkur skattaafsláttur ekki til staðar og því ljóst að það er dýrt fyrir fólk að keyra langar vegalengdir til vinnu hérlendis,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar um Vestfirði. Spurð hvort eitthvað hafi komið á óvart í rannsóknunum svarar Lilja að ferðavilji fólks hafi ekki verið eins mikill og hún hafi búist við. „Þá kom val um ferðamáta mér á óvart en úti á landi nota 60 til 65% íbúa bíl til að koma sér til vinnu en 80% á höfuð- borgarsvæðinu og má velta því fyrir sér hvort íbúar höfuðborgarsvæðis- ins séu almennt að ferðast lengri vegalengdir en íbúar landsbyggðar- innar eða hvort það sé mögulega vaninn og eitthvað í umhverfi og skipulagi höfuðborgarsvæðisins sem gerir það að verkum að fólk þar not- ar frekar bílinn,“ segir Lilja. Vondir vegir fæla frá Niðurstöður rannsóknarinnar á norðanverðum Vestfjörðum sýna skýrt að Ísafjörður er vinnusóknar- svæði fyrir bæjarkjarnana í kring, utan Þingeyrar. Litlu bæjarkjarn- arnir teljast ekki vinnusóknarsvæði Ísafjarðar, en það er þá helst til Bol- ungarvíkur sem Ísfirðingar sækja vinnu en þangað eru 20 km og góður vegur. Einnig kemur fram að hinir ýmsu vegakaflar hræða fólk, Súða- víkurhlíð er þar fremst í flokki, þá Gemlufallsheiði og Flateyrarvegur og getur það haft áhrif á vinnusókn- arsvæði. Þá vildu margir að Vest- fjarðagöng yrðu tvöfölduð. ingveldur@mbl.is Jarðgöng stækka ekki vinnusóknarsvæði  Langflestir á Íslandi vilja vinna nálægt heimili sínu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðureyri Við Súgandafjörð. Lilja Guðríður Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.