Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 6

Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 6
veiða hann í janúar og hvíla frekar í febrúar, vegna þess að þá væri kol- munninn svo langt frá Íslandi og því langt að sigla, um þúsund sjómílur. Síðan væri venjan sú að hefja kol- munnaveiðar á ný í mars, þegar hann gæfi sig nær Íslandi. Þess vegna hefði dýrmætur tími sem hægt hefði verið að stunda kolmunnaveiðar farið í súg- inn og verðmæti samkvæmt því. Augljóst er af viðtölum við útgerðarmenn að mun meiri áhyggj- ur eru í röðum smærri útgerða. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er mjög hörð afstaða útgerðarmanna sem gera út línubáta, í þá veru að ekki sé hægt að koma frekar til móts við sjómenn og kröfur þeirra. Hvergi annars staðar sé jafn stór hluti af aflaverðmæti greiddur í laun og hvergi sé greitt jafnhátt veiðigjald af útgerðinni eingöngu og í íslenskum sjávarútvegi. Á Grænlandi, Færeyj- um og víðar sé gjaldið dregið frá skiptum. Bent er á að útgerðin tryggi hvern sjómann fyrir um eitthundrað þúsund krónur á mánuði, sem sé meiri kostn- aður en aðrir atvinnurekendur í landi þurfi að greiða á ári fyrir hvern starfsmann. Útgerðarmenn virðast almennt telja að stjórnvöld hafi lítinn sem eng- an áhuga á að höggva á hnúta og liðka þannig fyrir að samningar geti tekist. Sjómenn í Noregi og Færeyjum séu á fríu fæði, en kostnaður af því sé dreg- inn frá óskiptu aflaverðmæti. Þar sé enginn hlunnindaskattur á sjómenn vegna frís fæðis. „Af hverju má sjó- maðurinn sem fer út á sjó, og hann veit ekki í hversu marga daga, ekki fá 2.500 krónur í dagpeninga, meðan hann er á sjónum, eða vera á fríu fæði, án þess að það sé skattlagt? Flug- stjóri fær 11 þúsund krónur í dagpen- inga fyrir einn dag og ríkisstarfsmað- ur sem flýgur frá Reykjavík til Akureyrar fær sömu upphæð,“ sagði útgerðarmaður. Þau hafi ekkert fram að færa Annar sagði að frá því að ný ríkis- stjórn tók við hefðu Benedikt Jó- hannesson fjármálaráðherra og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra látið eins og þessi grein, sjávarútvegur, væri ekki til. Í þessum efnum hefðu þau aug- ljóslega ekkert fram að færa. Útgerðarmenn segjast verða varir við það hjá kaupendum sínum í Evr- ópu og Bandaríkjunum að reiði sé far- ið að gæta í garð þeirra vegna þess að enginn fiskur komi lengur frá Íslandi. Þeir hafi sagt það berum orðum að þeir séu bara á leiðinni með fiskkaup sín annað. Útgerðarmenn hafi brugð- ist við með því að fara til fundar við viðskiptamenn sína í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og víðar til þess að reyna að skýra það ástand sem hér hafi skapast af völdum verkfallsins. Þeir hafi mætt takmörkuðum skiln- ingi og viðskiptavinirnir skilji alls ekki hvernig það sé hægt að verkfall vari í átta vikur þegar undirstöðuat- vinnugrein íslensks efnahaglífs eigi í hlut – sjávarútvegur. Nú sé einmitt sá árstími sem steinbítur og karfi hafi selst vel á mörkuðum í Evrópu, en ekkert framboð sé núna. Enginn vafi sé á því að mikilvægir markaðir, sem mörg ár og áratugi hafi tekið að vinna, séu ýmist að tapast eða séu jafnvel tapaðir. Pirringur smærri útgerða eykst  Stál í stál hjá sjómönnum og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi  Útgerðarmenn gagnrýna fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra harðlega  Segja þau ekki skilja þýðingu sjávarútvegs Morgunblaðið/Styrmir Kári Sjávarútvegur Útgerðarmenn telja að Viðreisnarráðherrarnir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hafi afar takmarkaðan skilning á þýðingu sjávarútvegs. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Sími 555 2992 og 698 7999Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunniÓblönduð – meiri virkni Selaolía Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Ekki fannst riða eða riðutengdir sjúkdómar í sýnum úr hreindýrum sem rannsökuð voru hér á landi í vetur. Tilefnið var að sjúkdómurinn CWD sem er skyldur riðu fannst fyrir tilviljun í villtu hreindýri í Noregi á síðasta ári. Eftir að CWD fannst í norska hreindýrinu hafa stofnanir Evrópu- sambandsins unnið að áhættumati og vöktunaráætlun vegna evr- ópskra hjartardýrastofna. Sjúk- dómurinn er þekktur í hjart- ardýrum í Ameríku og ekki er vitað hvernig hann barst í norska hrein- dýrið. Evrópuþjóðir eru beðnar um að gera athuganir á sínum hjörðum. Ísland er nefnt í þessu sambandi ásamt Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Misjafnt er hvernig löndin hafa brugðist við. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir segir að óskað hafi verið eft- ir sýnum úr villtum hreindýrum hér á landi. Sérstaklega var óskað eftir sýnum úr dýrum sem fundist hafa dauð, sem orðið hafa fyrir slysum og eldri gripum sem skotnir hafa verið. Mestar líkur eru taldar á að riða eða CWD finnist í slíkum dýr- um. Þrettán sýni bárust sl. haust og reyndust þau öll neikvæð. Sigur- borg segir að farið verði yfir málið fyrir næsta veiðitímabil hreindýra. Ekki er vitað til þess að sjúkdóm- urinn smitist í fólk en það telja sér- fræðingar ESB að þurfi að rann- saka betur. Aldrei staðfest riða hér Aldrei hefur verið staðfest riða í hreindýrum hér á landi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sem lengi var sérfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum man þó eftir tveimur tilvikum þar sem grunur var um riðusmit í hrein- dýrum. Í báðum tilvikum voru það hreindýr sem gengu með riðusmit- uðu fé á Austurlandi. Ekki náðust heilleg sýni til að skera úr um hvort þau hefðu smitast. Sigurður var hluta úr tveimur árum í Norður- Noregi að athuga hvort riða væri í hreindýrum þar. Hann rannsakaði á annað þúsund heilasýni en fann engin merki um riðu. helgi@mbl.is Riða fannst ekki í ís- lenskum hreindýrum  Unnið að áhættumati vegna evrópskra hjartardýrastofna Morgunblaðið/Eggert Hreindýr Ekki hefur verið staðfest riða í íslenska hreindýrastofninum. Hæstiréttur sýknaði í gær Sam- keppniseftirlitið af kröfu Sorpu um að ákvörðun eftirlitsins um að Sorpa hefði brotið gegn samkeppn- islögum yrði felld niður. 45 milljóna króna sekt, sem Sorpa var dæmd til að greiða vegna brotsins, stendur. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að Sorpa hefði misbeitt markaðs- ráðandi stöðu sinni með því að veita eigendum sínum, þ.e. sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., betri kjör en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorp- hirðufyrirtækjum. Þá niðurstöðu staðfesti áfrýjunarnefnd og héraðs- dómur. Hæstiréttur hafnaði þeim sjónarmiðum Sorpu að samkeppn- islög tækju ekki til fyrirtækisins. Rétturinn studdist við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Staðfest að Sorpa braut samkeppnislög „Við áttum okkur á alvarleika þessa máls, sjó- mannaverkfalls- ins. Við erum ekki veru- leikafirrtir. Við ætlumst til þess að stjórnvöld séu að vinna hratt og örugglega að sviðsmyndargreiningu, áhrifum verkfallsins á efnahagslífið og mögulegum viðbragðs- og mót- vægisaðgerðum, hverjar svo sem þær kunna að verða,“ sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Teitur Björn sagði að með þess- um orðum væri hann ekki að vísa í það hvort stjórnvöld ættu að setja lög á verkfallið eða ekki. „Allir átta sig á því að verkfallið getur ekki staðið endalaust. Það er á ábyrgð deiluaðila, útgerðar- manna og sjómanna, að ná saman og enda þessa deilu,“ sagði Teitur Björn ennfremur. Erum ekki veruleikafirrtir TEITUR BJÖRN EINARSSON, NORÐVESTURKJÖRDÆMI Teitur Björn Einarsson SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari hefur boðað aðila í sjómanna- deilunni til samningafundar í Karp- húsinu í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru deiluaðilar svart- sýnir á að samningar séu í nánd og telja fáar vísbendingar vera á lofti í þá veru. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er sagður orðinn órólegur vegna and- varaleysis sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra. Bent hefur verið á það í þingflokknum, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, að stærri útgerðir séu nokkuð rólegar vegna verkfallsins en þær minni séu margar farnar að hanga á horriminni. Auk þess er áhrifanna á minni þjónustuaðila, flutningafyrirtæki, verkstæði, vélsmiðjur, netagerðir, fiskmarkaði og fjölmarga aðra farið að gæta með hætti sem bítur. Nýliðin mánaðamót hafa reynst þessum að- ilum mjög erfið, því starfsfólk þeirra er enn allt á launaskrá. Bent er á að áhrifa á fjárhag sveitarfélaga af verkfallinu hljóti að fara að gæta og fólk hugsi sér til hreyfings. Það hefði í för með sér minni útsvarstekjur sveitarfélag- anna. Jafnframt er á það bent að áhrifa verkfallsins muni gæta á stöðu ríkissjóðs. Menn finni ekki enn á eigin skinni hversu alvarleg staðan sé og það eigi einkum við um höfuðborgar- svæðið. Því hefur verið haldið fram að út- gerðarmenn sem leggi stund á upp- sjávarfiskveiðar séu rólegri en eig- endur útgerða sem stunda bolfiskveiðar gagnvart gerð kjara- samninga við sjómenn. Útgerðarmaður sem rætt var við sagði að þetta væri ekki alls kostar rétt. Vissulega væri enga loðnu að hafa um þessar mundir en ekki mætti gleyma kolmunnanum, sem er jú önn- ur tegund af uppsjávarfiski. Þeir sem væru á kolmunnaveiðum vildu helst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.